Reyndi að fá Ara Behn til að breyta lokaorðum bókarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 07:51 Ari Behn og Marta Lovísa Noregsprinsessa í London árið 2013. Útgefandi Ara Behns, rithöfundar og fyrrverandi eiginmanns Mörtu Lovísu Noregsprinsessu sem lést um jólin, segist hafa reynt að fá Behn til að breyta lokaorðum bókar hans sem kom út í fyrra. Behn tók yfirvofandi dauða sinn til umfjöllunar á síðustu síðu bókarinnar. Fjölskylda Behns greindi frá því á jóladag að Behn hefði svipt sig lífi, 47 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda sem rithöfundur og gaf út þrjár skáldsögur, leikrit og þrjú smásagnasöfn. Síðasta bók hans, Inferno, kom út í fyrra. Arve Juritzen, útgefandi bókarinnar, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að það hafi verið erfitt að vinna við útgáfuna þar sem bókin hafi verið „botnlaus, alvarlegur og sorglegur texti um sorg“. Þá hafi Behn jafnframt fjallað hispurslaust um vandamál sín en á lokasíðu bókarinnar segist hann munu deyja. Við hlið textans er mynd sem Behn málaði og nefnist Gone, eða Farinn á íslensku. „Ég man að ég reyndi að sannfæra hann um að við gætum ef til vill gert endinn örlítið uppfyllri vonar og jákvæðari, en hann var harðákveðinn. Henni [bókinni] ætti að ljúka með texta sem fjallaði um það að deyja og kveðja,“ segir Juritzen. Sorg hefur gripið um sig í Noregi vegna frétta af andláti Behns, einkum meðal norskra listamanna sem syrgja nú vin sinn og kollega. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa jafnframt sagst afar hrygg yfir þeim fréttum að tengdasonurinn fyrrverandi sé látinn. Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002 en þau skildu árið 2016. Þau eignuðust saman þrjár dætur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Andlát Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Útgefandi Ara Behns, rithöfundar og fyrrverandi eiginmanns Mörtu Lovísu Noregsprinsessu sem lést um jólin, segist hafa reynt að fá Behn til að breyta lokaorðum bókar hans sem kom út í fyrra. Behn tók yfirvofandi dauða sinn til umfjöllunar á síðustu síðu bókarinnar. Fjölskylda Behns greindi frá því á jóladag að Behn hefði svipt sig lífi, 47 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda sem rithöfundur og gaf út þrjár skáldsögur, leikrit og þrjú smásagnasöfn. Síðasta bók hans, Inferno, kom út í fyrra. Arve Juritzen, útgefandi bókarinnar, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að það hafi verið erfitt að vinna við útgáfuna þar sem bókin hafi verið „botnlaus, alvarlegur og sorglegur texti um sorg“. Þá hafi Behn jafnframt fjallað hispurslaust um vandamál sín en á lokasíðu bókarinnar segist hann munu deyja. Við hlið textans er mynd sem Behn málaði og nefnist Gone, eða Farinn á íslensku. „Ég man að ég reyndi að sannfæra hann um að við gætum ef til vill gert endinn örlítið uppfyllri vonar og jákvæðari, en hann var harðákveðinn. Henni [bókinni] ætti að ljúka með texta sem fjallaði um það að deyja og kveðja,“ segir Juritzen. Sorg hefur gripið um sig í Noregi vegna frétta af andláti Behns, einkum meðal norskra listamanna sem syrgja nú vin sinn og kollega. Haraldur Noregskonungur og Sonja drottning hafa jafnframt sagst afar hrygg yfir þeim fréttum að tengdasonurinn fyrrverandi sé látinn. Behn gekk að eiga Mörtu Lovísu prinsessu árið 2002 en þau skildu árið 2016. Þau eignuðust saman þrjár dætur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Andlát Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs látinn Rithöfundurinn og fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, Ari Behn, er látinn, 47 ára að aldri. 25. desember 2019 21:29