Leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði einum leikmanni 122 milljóna bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 11:30 Markus Golden hefur verið besti varnarmaður New York Giants á leiktiðinni. Getty/Emilee Chinn Hver var að segja að tölfræðin skipti ekki máli? Bandaríski NFL-leikmaðurinn Markus Golden er örugglega ekki í þeim hópi. Markus Golden er leikmaður New York Giants liðsins í NFL-deildinni og hjálpaði sínu liði að vinna Washington Redskins um síðustu helgi. Golden er einn af þeim sem eltast við að riðla sóknarleik andstæðinga sinna með því að komast að leikstjórnanda hins liðsins. Leikstjórnendafellur eru því toppurinn hjá varnarmönnum eins og Markus Golden. Í leiknum á móti Washington Redskins þá náði Markus Golden til Dwayne Haskins, leikstjórnanda Washington Redskins liðsins, en tölfræðingar leiksins töldu að hann hefði fengið það mikla aðstoð frá félaga sínum að Golden var aðeins skráður með hálfa leikstjórnendafellu. Giants LB Markus Golden earned $1M after a half sack of Dwayne Haskins in Week 16 was changed to a full sack. It gave him 10 this season and triggered the lucrative incentive. pic.twitter.com/qiLvjBGftg— ESPN (@espn) December 26, 2019 Þegar farið var yfir tölfræðina nokkrum dögum seinna kom hið sanna í ljós og Markus Golden var skráður með fulla leikstjórnendafellu. Þetta hafði mikil og bein áhrif á bankareikning Golden því þetta þýddi að hann er nú kominn með tíu leikstjórnendafellur á leiktíðinni. Markus Golden gerði eins árs samning við New York Giants. Hann fékk 3,75 milljónir dollara í laun en að auki var hann með eina milljón í bónus ef hann myndi ná tíu leikstjórnendafellum á leiktíðinni. Þessi umrædda leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði honum því 122 milljóna bónus sem verður nú að teljast ágætis jólagjöf. Golden varð fyrsti leikmaður New York Giants í fimm ár til að ná tíu leikstjórnendafellum eða síðan Jason Pierre-Paul náði 12,5 árið 2014. NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Hver var að segja að tölfræðin skipti ekki máli? Bandaríski NFL-leikmaðurinn Markus Golden er örugglega ekki í þeim hópi. Markus Golden er leikmaður New York Giants liðsins í NFL-deildinni og hjálpaði sínu liði að vinna Washington Redskins um síðustu helgi. Golden er einn af þeim sem eltast við að riðla sóknarleik andstæðinga sinna með því að komast að leikstjórnanda hins liðsins. Leikstjórnendafellur eru því toppurinn hjá varnarmönnum eins og Markus Golden. Í leiknum á móti Washington Redskins þá náði Markus Golden til Dwayne Haskins, leikstjórnanda Washington Redskins liðsins, en tölfræðingar leiksins töldu að hann hefði fengið það mikla aðstoð frá félaga sínum að Golden var aðeins skráður með hálfa leikstjórnendafellu. Giants LB Markus Golden earned $1M after a half sack of Dwayne Haskins in Week 16 was changed to a full sack. It gave him 10 this season and triggered the lucrative incentive. pic.twitter.com/qiLvjBGftg— ESPN (@espn) December 26, 2019 Þegar farið var yfir tölfræðina nokkrum dögum seinna kom hið sanna í ljós og Markus Golden var skráður með fulla leikstjórnendafellu. Þetta hafði mikil og bein áhrif á bankareikning Golden því þetta þýddi að hann er nú kominn með tíu leikstjórnendafellur á leiktíðinni. Markus Golden gerði eins árs samning við New York Giants. Hann fékk 3,75 milljónir dollara í laun en að auki var hann með eina milljón í bónus ef hann myndi ná tíu leikstjórnendafellum á leiktíðinni. Þessi umrædda leiðrétting á tölfræði síðasta leiks færði honum því 122 milljóna bónus sem verður nú að teljast ágætis jólagjöf. Golden varð fyrsti leikmaður New York Giants í fimm ár til að ná tíu leikstjórnendafellum eða síðan Jason Pierre-Paul náði 12,5 árið 2014.
NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira