Fyrrum leikmaður kvennaliðs Keflavíkur skrifaði NBA söguna í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 11:45 Jenny Boucek á bekknum hjá Dallas Mavericks. Getty/Tom Pennington Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta, gaf miklum Íslandsvini tímabundna stöðuhækkun í leik liðsins í nótt. Stephen Silas, aðstoðarþjálfari Dallas, var veikur og gat ekki tekið þátt í í leiknum. Rick Carlisle ákvað því að kalla á aðstoðarþjálfarann Jenny Boucek sem sat við hlið hans í leiknum í nótt. Rick Carlisle sent a post-midnight text to several reporters to note a piece of NBA history. pic.twitter.com/lSFjTxiHUe— Tim MacMahon (@espn_macmahon) December 27, 2019 Eftir leikinn sendi Rick Carlisle síðan nokkrum fjölmiðlamönnum skilaboð til að vekja athygli á því að þær Jenny Boucek og Becky Hammon hafi skrifað NBA-söguna í þessum leik. Becky Hammon er aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs. Jenny Boucek hefur verið með Dallas liðinu í nokkurn tíma en þetta var í fyrsta sinn sem hún situr við hlið aðalþjálfarans á bekknum. Samkvæmt skilboðum frá Rick Carlisle þá er þetta í fyrsta sinn sem konur sitja við hlið aðalþjálfara hjá báðum liðum í NBA-deildinni. An ill Stephen Silas led Dallas' Rick Carlisle to move Jenny Boucek onto the bench vs. San Antonio. Said Carlisle: "I believe this is the first time in NBA history there were two female assistant coaches (Becky Hammon and Boucek) on the front of opposing benches in the same game"— Marc Stein (@TheSteinLine) December 27, 2019 Jenny Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland síðan að hún spilaði eitt tímabil með kvennaliði Keflavíkur veturinn 1997 til 1998. Jenny Boucek hjálpaði þá Keflavíkurliðinu að vinna bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina. Í úrslitakeppninni var Boucek með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali en hún var einnig frábær varnarmaður og mikill leiðtogi. Boucek stal meðal annars 30 boltum í þessum sex leikjum sínum í úrslitakeppninni vorið 1998. Hún varð seinna þjálfari í WNBA-deildinni en hefur undanfarin ár unnið fyrir NBA-lið. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta, gaf miklum Íslandsvini tímabundna stöðuhækkun í leik liðsins í nótt. Stephen Silas, aðstoðarþjálfari Dallas, var veikur og gat ekki tekið þátt í í leiknum. Rick Carlisle ákvað því að kalla á aðstoðarþjálfarann Jenny Boucek sem sat við hlið hans í leiknum í nótt. Rick Carlisle sent a post-midnight text to several reporters to note a piece of NBA history. pic.twitter.com/lSFjTxiHUe— Tim MacMahon (@espn_macmahon) December 27, 2019 Eftir leikinn sendi Rick Carlisle síðan nokkrum fjölmiðlamönnum skilaboð til að vekja athygli á því að þær Jenny Boucek og Becky Hammon hafi skrifað NBA-söguna í þessum leik. Becky Hammon er aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs. Jenny Boucek hefur verið með Dallas liðinu í nokkurn tíma en þetta var í fyrsta sinn sem hún situr við hlið aðalþjálfarans á bekknum. Samkvæmt skilboðum frá Rick Carlisle þá er þetta í fyrsta sinn sem konur sitja við hlið aðalþjálfara hjá báðum liðum í NBA-deildinni. An ill Stephen Silas led Dallas' Rick Carlisle to move Jenny Boucek onto the bench vs. San Antonio. Said Carlisle: "I believe this is the first time in NBA history there were two female assistant coaches (Becky Hammon and Boucek) on the front of opposing benches in the same game"— Marc Stein (@TheSteinLine) December 27, 2019 Jenny Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland síðan að hún spilaði eitt tímabil með kvennaliði Keflavíkur veturinn 1997 til 1998. Jenny Boucek hjálpaði þá Keflavíkurliðinu að vinna bæði Íslandsmótið og bikarkeppnina. Í úrslitakeppninni var Boucek með 18,2 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali en hún var einnig frábær varnarmaður og mikill leiðtogi. Boucek stal meðal annars 30 boltum í þessum sex leikjum sínum í úrslitakeppninni vorið 1998. Hún varð seinna þjálfari í WNBA-deildinni en hefur undanfarin ár unnið fyrir NBA-lið.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira