Banna bandarískum þingmönnum að koma til Filippseyja Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 12:43 Richard Durbin er annar bandarísku þingmannanna sem hafði frumkvæði að refsiaðgerðum vegna filippseysks stjórnarandstæðings sem var handtekinn. Fyrir vikið er Durbin ekki lengur velkominn til Filippseyja. Vísir/EPA Stjórnvöld á Filippseyjum hafa bannað tveimur bandarískum öldungadeildarþingmönnum að koma til landsins og íhuga að takmarka ferðir Bandaríkjamanna þangað ef Bandaríkjastjórn beitir það refsiaðgerðum. Þingmennirnir tveir leggja refsiaðgerðirnar til vegna þess að filippseysk stjórnvöld handtóku einn helsta gagnrýnanda ríkisstjórnarinnar. Í fjárlögum sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrir næsta ár er ákvæði um refsiaðgerðir gegn þeim sem komu nálægt handtöku Leilu de Lime, öldungadeildarþingsmanns á Filippseyjum. Hún var handtekin og sökuð um fíkniefnalagabrot árið 2017 eftir að hún stýrði rannsókn á fjöldamorðum ríkisstjórnar Rodrigo Duterte, forseta. Richard Durbin og Patrick Leahy, öldungadeildarþingmenn á Bandaríkjaþingi, áttu frumkvæði að ákvæðinu og þeim er nú bannað að koma til Filippseyja. Þá segir Reuters-fréttastofan að Duterte íhugi að taka upp kröfu um vegabréfsáritun fyrir Bandaríkjamenn sem hyggja á ferðir þangað, framfylgi Bandaríkjastjórn refsiaðgerðunum. Duterte og ríkisstjórn hans hafa brugðist illa við hvers kyns gagnrýni á mannréttindabrot og morð utan dóms og laga í fíkniefnastríði þeirra. Þannig sakaði Teodoro Locsin yngri, utanríkisráðherra Filippseyja, Íslendinga um að vera handbendi fíkniefnasmyglara eftir að tillaga Íslands um rannsókn á fíkniefnastríðinu var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Stjórnvöld á Filippseyjum hafa bannað tveimur bandarískum öldungadeildarþingmönnum að koma til landsins og íhuga að takmarka ferðir Bandaríkjamanna þangað ef Bandaríkjastjórn beitir það refsiaðgerðum. Þingmennirnir tveir leggja refsiaðgerðirnar til vegna þess að filippseysk stjórnvöld handtóku einn helsta gagnrýnanda ríkisstjórnarinnar. Í fjárlögum sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrir næsta ár er ákvæði um refsiaðgerðir gegn þeim sem komu nálægt handtöku Leilu de Lime, öldungadeildarþingsmanns á Filippseyjum. Hún var handtekin og sökuð um fíkniefnalagabrot árið 2017 eftir að hún stýrði rannsókn á fjöldamorðum ríkisstjórnar Rodrigo Duterte, forseta. Richard Durbin og Patrick Leahy, öldungadeildarþingmenn á Bandaríkjaþingi, áttu frumkvæði að ákvæðinu og þeim er nú bannað að koma til Filippseyja. Þá segir Reuters-fréttastofan að Duterte íhugi að taka upp kröfu um vegabréfsáritun fyrir Bandaríkjamenn sem hyggja á ferðir þangað, framfylgi Bandaríkjastjórn refsiaðgerðunum. Duterte og ríkisstjórn hans hafa brugðist illa við hvers kyns gagnrýni á mannréttindabrot og morð utan dóms og laga í fíkniefnastríði þeirra. Þannig sakaði Teodoro Locsin yngri, utanríkisráðherra Filippseyja, Íslendinga um að vera handbendi fíkniefnasmyglara eftir að tillaga Íslands um rannsókn á fíkniefnastríðinu var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31
Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43