Kínverjar skutu stórri eldflaug út í geim eftir vandræði í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2019 15:15 Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Vísir/CNSA Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. LM5 er stærsta eldflaug Kína og getur borið 20 tonn af farmi á braut um jörðina. Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Þá skutu Kínverjar mun fleiri eldflaugum út í geim á árinu en önnur ríki, eða 34, samkvæmt frétt Forbes.Eldflaugin ferjaði nýja gerð samkiptagervihnattar út í geim en sá gervihnöttur, Shijian 20, á að svífa yfir Kína og er hann sagður innihalda framúrskarandi tækni og vera gríðarlega stór. Samkvæmt frétt South China Morning Post er vænghaf gervihnattarins, þegar búið er að dreifa úr sólarrafhlöðum hans, rúmir 40 metrar.Það er meira en vænghaf Boeing 737. Meðal annars ætla Kínverjar að nota LM5 til að byggja geimstöð á braut um jörðu og senda geimför til tunglsins og Mars á næsta ári. Síðast var reynt að skjóta LM5 eldflaug á loft árið 2017 en þá bilaði eldflaugin og féll hún í Kyrrahafið. Síðan þá hafa vísindamenn Geimvísindstofnunar Kína (CNSA) unnið hörðum höndum að því að laga galla eldflauganna. Á undanförnum árum hafa Kínverjar náð gífurlegum árangri varðandi geimferðir en þeir hafa nýverið svift hulunni af hlutum áætlana þeirra með því markmiði að leita eftir samstarfi varðandi alþjóðleg verkefni.Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnumÞað hefur þó ekki borið mikinn árangur. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimurinn Kína Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. LM5 er stærsta eldflaug Kína og getur borið 20 tonn af farmi á braut um jörðina. Kínverjar hafa þó lent í miklum vandræðum með flaugina og var skotið í dag það fyrsta sem heppnaðist að fullu. Þá skutu Kínverjar mun fleiri eldflaugum út í geim á árinu en önnur ríki, eða 34, samkvæmt frétt Forbes.Eldflaugin ferjaði nýja gerð samkiptagervihnattar út í geim en sá gervihnöttur, Shijian 20, á að svífa yfir Kína og er hann sagður innihalda framúrskarandi tækni og vera gríðarlega stór. Samkvæmt frétt South China Morning Post er vænghaf gervihnattarins, þegar búið er að dreifa úr sólarrafhlöðum hans, rúmir 40 metrar.Það er meira en vænghaf Boeing 737. Meðal annars ætla Kínverjar að nota LM5 til að byggja geimstöð á braut um jörðu og senda geimför til tunglsins og Mars á næsta ári. Síðast var reynt að skjóta LM5 eldflaug á loft árið 2017 en þá bilaði eldflaugin og féll hún í Kyrrahafið. Síðan þá hafa vísindamenn Geimvísindstofnunar Kína (CNSA) unnið hörðum höndum að því að laga galla eldflauganna. Á undanförnum árum hafa Kínverjar náð gífurlegum árangri varðandi geimferðir en þeir hafa nýverið svift hulunni af hlutum áætlana þeirra með því markmiði að leita eftir samstarfi varðandi alþjóðleg verkefni.Sjá einnig: Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnumÞað hefur þó ekki borið mikinn árangur. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa til dæmis bannað mest allt samstarf með Kínverjum á sviði geimvísinda af ótta við leka leynilegra gagna. Meðal annars hefur Kínverjum verið meinað að koma að Alþjóðlegu geimstöðinni.
Geimurinn Kína Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira