Njarðvík hefur samið við Litháann Aurimas Majauskas. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Majauskas er 26 ára, 2,02 metra miðherji. Á síðasta tímabili lék Majauskas með Palongos Kursiai í heimalandinu.
Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Njarðvíkur á síðustu vikum. Wayne Martin er farinn og sömu sögu er að segja af Kyle Williams. Fyrr í vetur var Evaldas Zabas svo látinn fara.
Njarðvík vann síðustu sex leiki sína fyrir jólafrí. Liðið er í 4. sæti Domino's deildar karla með 14 stig.
Majauskas kom til landsins í gær og leikur sinn fyrsta leik með Njarðvík þegar liðið tekur á móti ÍR 5. janúar.
Njarðvík semur við litháískan miðherja
