Þrír bræður léku í sama leiknum í fyrsta sinn í sögu NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2019 11:07 Jrue Holiday reynir að komast framhjá bróður sínum, Justin. vísir/getty Þrír bræður léku í sama leiknum í fyrsta sinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta þegar New Orleans Pelicans sigraði Indiana Pacers, 120-98, í nótt. Jrue Holiday leikur með New Orleans og Justin og Aaron Holiday með Indiana. Um miðjan 3. leikhluta voru þeir allir saman inni á vellinum. Jrue átti að hvíla á þeim tíma en bað Alvin Gentry, þjálfara New Orleans, um að bíða með skiptinguna svo hann gæti spilað gegn bræðrum sínum. The moment the first time in @NBAHistory three brothers shared the court at the same time... @Jrue_Holiday11 x @JustHolla7 x @The_4th_Holiday! pic.twitter.com/76ZTL510Uk— NBA (@NBA) December 29, 2019 Foreldrar og fjölmargir ættingjar Holiday-bræðranna voru á leiknum í New Orleans. Aaron, sem er yngstur, var stigahæstur bræðranna í leiknum með 25 stig. Justin, sá elsti, skoraði ekki stig en Jrue var með 20 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar. Jrue er langþekktastur þeirra bræðra og hefur leikið í NBA síðan 2009. Hann lék með Philadelphia 76ers í fjögur ár og á þeim tíma var hann valinn til að spila í Stjörnuleiknum. Jrue fór svo til New Orleans 2013. Eftir leikinn skiptust Holiday-bræðurnir á treyjum og stilltu sér upp fyrir myndatöku. The Holiday bros exchange jerseys after they became the first three brothers to share the same court in an NBA game! pic.twitter.com/Ac0Whm9YGH— NBA (@NBA) December 29, 2019 NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Þrír bræður léku í sama leiknum í fyrsta sinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta þegar New Orleans Pelicans sigraði Indiana Pacers, 120-98, í nótt. Jrue Holiday leikur með New Orleans og Justin og Aaron Holiday með Indiana. Um miðjan 3. leikhluta voru þeir allir saman inni á vellinum. Jrue átti að hvíla á þeim tíma en bað Alvin Gentry, þjálfara New Orleans, um að bíða með skiptinguna svo hann gæti spilað gegn bræðrum sínum. The moment the first time in @NBAHistory three brothers shared the court at the same time... @Jrue_Holiday11 x @JustHolla7 x @The_4th_Holiday! pic.twitter.com/76ZTL510Uk— NBA (@NBA) December 29, 2019 Foreldrar og fjölmargir ættingjar Holiday-bræðranna voru á leiknum í New Orleans. Aaron, sem er yngstur, var stigahæstur bræðranna í leiknum með 25 stig. Justin, sá elsti, skoraði ekki stig en Jrue var með 20 stig, fimm fráköst og sjö stoðsendingar. Jrue er langþekktastur þeirra bræðra og hefur leikið í NBA síðan 2009. Hann lék með Philadelphia 76ers í fjögur ár og á þeim tíma var hann valinn til að spila í Stjörnuleiknum. Jrue fór svo til New Orleans 2013. Eftir leikinn skiptust Holiday-bræðurnir á treyjum og stilltu sér upp fyrir myndatöku. The Holiday bros exchange jerseys after they became the first three brothers to share the same court in an NBA game! pic.twitter.com/Ac0Whm9YGH— NBA (@NBA) December 29, 2019
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum