Hola íslenskra fræða úr sögunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. desember 2019 11:08 Framkvæmdasvæðið í morgun. Þarna er enga holu að sjá. FSR Rúmlega sex og hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að Húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík hefur verið fyllt upp í grunninn. Ginnungagapið sem markaði framkvæmdasvæðið og stóð óhreyft árum saman, hin svokallaða „Hola íslenskra fræða,“ er því formlega úr sögunni. Framkvæmdir hófust við bygginguna í júlí síðastliðnum og í grunninum hefur nú risið kjallari sporöskjulagaðrar byggingar sem varðveita mun handritasafn Árnastofununar. Þar til hliðar stendur nú bílakjallari sem í fyllingu tímans mun mynda undirstöðu tjarnar, ekki ósvipuðu síkinu í kringum Þjóðarbókhlöðuna. Framkvæmdasýsla Ríkisins áætlar að nú þegar hafi um 1500 rúmmetrar af steypu farið í kjallara aðalbyggingarinnar og bílakjallarann. Það er um fjórðungur þeirrar steypu sem fara mun í bygginguna, en undanfarið hafa að jafnaði verið um 50 manns að störfum á svæðinu. Uppsteypun heldur áfram á næstunni, þegar veður leyfir, en áætlað er að í byrjun næsta sumars verði hið minnsta fyrsta hæð af þremur risin. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023. Hér að neðan má sjá myndskeið sem Framkvæmdasýslan, Happdrætti Háskólans og Ístak hafa tekið saman um fyrstu stig framkvæmdanna. Ætlun þeirra er að skrásetja sögu hússins og má búast við stuttum heimildaþáttum á tveggja mánaða fresti út framkvæmdatímann. Í þessu myndskeiði er rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og Guðrúnu Nordal forstöðumann Árnastofnunar um aðkomu þeirra að byggingu hússins. Hús íslenskunnar rís - 1 þáttur from Karl Jonsson on Vimeo. Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Reykjavík Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Rúmlega sex og hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að Húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík hefur verið fyllt upp í grunninn. Ginnungagapið sem markaði framkvæmdasvæðið og stóð óhreyft árum saman, hin svokallaða „Hola íslenskra fræða,“ er því formlega úr sögunni. Framkvæmdir hófust við bygginguna í júlí síðastliðnum og í grunninum hefur nú risið kjallari sporöskjulagaðrar byggingar sem varðveita mun handritasafn Árnastofununar. Þar til hliðar stendur nú bílakjallari sem í fyllingu tímans mun mynda undirstöðu tjarnar, ekki ósvipuðu síkinu í kringum Þjóðarbókhlöðuna. Framkvæmdasýsla Ríkisins áætlar að nú þegar hafi um 1500 rúmmetrar af steypu farið í kjallara aðalbyggingarinnar og bílakjallarann. Það er um fjórðungur þeirrar steypu sem fara mun í bygginguna, en undanfarið hafa að jafnaði verið um 50 manns að störfum á svæðinu. Uppsteypun heldur áfram á næstunni, þegar veður leyfir, en áætlað er að í byrjun næsta sumars verði hið minnsta fyrsta hæð af þremur risin. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023. Hér að neðan má sjá myndskeið sem Framkvæmdasýslan, Happdrætti Háskólans og Ístak hafa tekið saman um fyrstu stig framkvæmdanna. Ætlun þeirra er að skrásetja sögu hússins og má búast við stuttum heimildaþáttum á tveggja mánaða fresti út framkvæmdatímann. Í þessu myndskeiði er rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og Guðrúnu Nordal forstöðumann Árnastofnunar um aðkomu þeirra að byggingu hússins. Hús íslenskunnar rís - 1 þáttur from Karl Jonsson on Vimeo.
Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Reykjavík Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent