Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklega Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 11:26 Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. AP/Eduardo Munoz Alvarez Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segir þungvopnaða árásarmenn sem skutu fjóra til bana í borginni í gær, hafa sérstaklega valið að ráðast á verslun gyðinga. Hann fór þó ekki nánar út í þá staðhæfingu og sagði ekki hvort árásin sneri að gyðingahatri. Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. Árásin er ekki talin tengjast hryðjuverkastarfsemi. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli, samkvæmt New York Times. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl.Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir skotbardagann voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Annað hvort starfsmenn eða viðskiptavinir. Lögreglan sagði í fyrstu að talið væri að mennirnir hefðu valið verslunina af handahófi. Lögreglan segir allar líkur á því að almennu borgararnir í versluninni hafi ekki verið skotnir af lögreglu. Þeir hafi verið skotnir af árásarmönnunum þegar þeir ruddust inn í verslunina. Ekki er búið að opinbera nöfn árásarmannanna né annarra sem dóu þar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við rabbína í bænahúsi sem er við hlið verslunarinnar. Hann sagði eiganda hennar hafa nánast verið að labba þar út þegar mennirnir ruddust inn. Eiginkona hans hafi þó verið þar enn. Eftir að mennirnir voru felldir fann lögreglan einhvers konar sprengju í bílnum sem þeir höfðu stolið.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum í gær. #JerseyCity @FoxNews NEW DRAMATIC FOOTAGE FROM JERSEY CITY pic.twitter.com/PaaZUoJbaC— samy (@blobzy91) December 10, 2019 #BREAKING UPDATE:Swat team preparing to enter. 3 police officers injured. And 2 civilian injured. Suspect got shot, but still shooting. New Jersey. Jersey city. #jerseycity pic.twitter.com/h3p7NXIRCK— News flash (@BRNewsFlash) December 10, 2019 More amateur video at scene of shooting at New Jersey kosher grocery store. pic.twitter.com/m0JLaRb6ZO— Reagan Battalion (@ReaganBattalion) December 10, 2019 In New Jersey City, two men in the middle of the street suddenly open fire on police and passers-by. The attackers barricade themselves, the police operation continues pic.twitter.com/6cDzvVmAzE— Ali Özkök (@Ozkok_A) December 10, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segir þungvopnaða árásarmenn sem skutu fjóra til bana í borginni í gær, hafa sérstaklega valið að ráðast á verslun gyðinga. Hann fór þó ekki nánar út í þá staðhæfingu og sagði ekki hvort árásin sneri að gyðingahatri. Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. Árásin er ekki talin tengjast hryðjuverkastarfsemi. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli, samkvæmt New York Times. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl.Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir skotbardagann voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Annað hvort starfsmenn eða viðskiptavinir. Lögreglan sagði í fyrstu að talið væri að mennirnir hefðu valið verslunina af handahófi. Lögreglan segir allar líkur á því að almennu borgararnir í versluninni hafi ekki verið skotnir af lögreglu. Þeir hafi verið skotnir af árásarmönnunum þegar þeir ruddust inn í verslunina. Ekki er búið að opinbera nöfn árásarmannanna né annarra sem dóu þar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við rabbína í bænahúsi sem er við hlið verslunarinnar. Hann sagði eiganda hennar hafa nánast verið að labba þar út þegar mennirnir ruddust inn. Eiginkona hans hafi þó verið þar enn. Eftir að mennirnir voru felldir fann lögreglan einhvers konar sprengju í bílnum sem þeir höfðu stolið.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum í gær. #JerseyCity @FoxNews NEW DRAMATIC FOOTAGE FROM JERSEY CITY pic.twitter.com/PaaZUoJbaC— samy (@blobzy91) December 10, 2019 #BREAKING UPDATE:Swat team preparing to enter. 3 police officers injured. And 2 civilian injured. Suspect got shot, but still shooting. New Jersey. Jersey city. #jerseycity pic.twitter.com/h3p7NXIRCK— News flash (@BRNewsFlash) December 10, 2019 More amateur video at scene of shooting at New Jersey kosher grocery store. pic.twitter.com/m0JLaRb6ZO— Reagan Battalion (@ReaganBattalion) December 10, 2019 In New Jersey City, two men in the middle of the street suddenly open fire on police and passers-by. The attackers barricade themselves, the police operation continues pic.twitter.com/6cDzvVmAzE— Ali Özkök (@Ozkok_A) December 10, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05