Munu hefna fyrir þvinganir frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 12:24 Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. EPA/VALENTIN FLAURAUD Yfirvöld Tyrklands segjast ætla að hefna sín ef Bandaríkjaþing ákveður að beita Tyrki viðskiptaþvingunum vegna kaupa þeirra á loftvarnarkerfi frá Rússlandi. Meðal annars komi til greina að íhuga að loka herstöðvum Bandaríkjanna í Tyrklandi. Bæði ríkin eru í Atlantshafsbandalaginu og þar með bandamenn. Bandarískir þingmenn munu í dag kjósa um þvinganir gegn Tyrkjum og þykir líklegt að þær verði samþykktar. Mikil spenna hefur verið á milli Bandaríkjanna og Tyrklands að undanförnu og að miklu leyti vegna kaupa Tyrkja á S-400 loftvarnarkerfinu frá Rússlandi. Tyrkir hafa prófað kerfið á orrustuþotum sem þeir keyptu frá Bandaríkjunum. Yfirvöld bandaríkjanna hafa meinað Tyrkjum að kaupa F-35 orrustuþotur. Innrás Tyrkja inn í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu, hefur einnig komið verulega niður á sambandi ríkjanna. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, gaf í skyn í morgun að til greina kæmi að reka Bandaríkjamenn frá herstöðvunum í Incirlik og Kurecik, þar sem Bandaríkin hafa verið með viðveru um árabil. Allt kæmi til greina verði viðskiptaþvinganir samþykktar. Herstöðin í Incirlik hefur verið aðal flugstöð Bandaríkjanna í miðausturlöndum á undanförnum árum og sérstaklega varðandi baráttuna gegn íslamska ríkinu í Sýrlandi og Írak. Kurecik er í austurhluta Tyrklands og þykir einstaklega mikilvæg fyrir NATO.Cavusoglu sagði einnig í morgun að Tyrkir hefðu keypt S-400 kerfið vegna þess að besta tilboðið hefði komið frá Rússlandi. Hann sagði að í stað F-35 gætu Tyrkir þar að auki keypt orrustuþotur frá Rússlandi. Í það minnsta þar til Tyrkir hefja framleiðslu á eigin orrustuþotum.Samkvæmt Reuters gerður Tyrkir samkomulag við Breta árið 2017 sem felur í sér þróun orrustuþota fyrir Tyrklands. Fyrirtækin Kale Group og Rolls-Royce hafa unnið að þeirri þróun. Fyrr á árinu tilkynntu forsvarsmenn Rolls-Royce þó að þeir hefðu dregið úr aðkomu fyrirtækisins að verkefninu. Bandaríkin Tyrkland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands segjast ætla að hefna sín ef Bandaríkjaþing ákveður að beita Tyrki viðskiptaþvingunum vegna kaupa þeirra á loftvarnarkerfi frá Rússlandi. Meðal annars komi til greina að íhuga að loka herstöðvum Bandaríkjanna í Tyrklandi. Bæði ríkin eru í Atlantshafsbandalaginu og þar með bandamenn. Bandarískir þingmenn munu í dag kjósa um þvinganir gegn Tyrkjum og þykir líklegt að þær verði samþykktar. Mikil spenna hefur verið á milli Bandaríkjanna og Tyrklands að undanförnu og að miklu leyti vegna kaupa Tyrkja á S-400 loftvarnarkerfinu frá Rússlandi. Tyrkir hafa prófað kerfið á orrustuþotum sem þeir keyptu frá Bandaríkjunum. Yfirvöld bandaríkjanna hafa meinað Tyrkjum að kaupa F-35 orrustuþotur. Innrás Tyrkja inn í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu, hefur einnig komið verulega niður á sambandi ríkjanna. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, gaf í skyn í morgun að til greina kæmi að reka Bandaríkjamenn frá herstöðvunum í Incirlik og Kurecik, þar sem Bandaríkin hafa verið með viðveru um árabil. Allt kæmi til greina verði viðskiptaþvinganir samþykktar. Herstöðin í Incirlik hefur verið aðal flugstöð Bandaríkjanna í miðausturlöndum á undanförnum árum og sérstaklega varðandi baráttuna gegn íslamska ríkinu í Sýrlandi og Írak. Kurecik er í austurhluta Tyrklands og þykir einstaklega mikilvæg fyrir NATO.Cavusoglu sagði einnig í morgun að Tyrkir hefðu keypt S-400 kerfið vegna þess að besta tilboðið hefði komið frá Rússlandi. Hann sagði að í stað F-35 gætu Tyrkir þar að auki keypt orrustuþotur frá Rússlandi. Í það minnsta þar til Tyrkir hefja framleiðslu á eigin orrustuþotum.Samkvæmt Reuters gerður Tyrkir samkomulag við Breta árið 2017 sem felur í sér þróun orrustuþota fyrir Tyrklands. Fyrirtækin Kale Group og Rolls-Royce hafa unnið að þeirri þróun. Fyrr á árinu tilkynntu forsvarsmenn Rolls-Royce þó að þeir hefðu dregið úr aðkomu fyrirtækisins að verkefninu.
Bandaríkin Tyrkland Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira