Meintar hótanir Kína gagnvart Færeyjum valda usla Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 08:47 Frá Þórshöfn í Færeyjum. EPA/GEORGIOS KEFALAS Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Ríkisstjórn Færeyja fékk í síðustu viku lögbann á fréttaflutning upp úr upptökunni fjölmiðlar í Danmörku hafa þó haldið áfram að fjalla um málið og segja frá upptökunni. Þegar viðskiptaráðherra Færeyja, var á leið í viðtal við Kringvarp Føroya í síðasta mánuði ræddi hann málið við aðstoðarmann sinn en áttaði sig ekki á því að búið væri að koma hljóðnema á hann fyrir viðtalið. Þann 11. nóvember fundaði Feng Tie, sendiherra Kína gagnvart Danmörku, með Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og seinna með Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra. Á þessum fundum á Feng að hafa sagt að ef símafyrirtækið Føroya Tele samþykkti ekki að fá Huawei til að byggja 5G-kerfi Færeyja yrði ekkert af fríverslunarsamningi á milli ríkjanna. Heimildarmenn Berlingske segja Feng hafa verið „mjög ákveðinn“ við ráðamenn Færeyja. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Auk þess að segja að aldrei yrði af fríverslunarsamningnum ef Færeyingar gerðu ekki samning við Huwaei, á Feng að hafa sagt að ef af samningnum yrði, myndi viðskipti á milli ríkjanna aukast til muna. Nielsen mun þó hafa sagt Feng að undir engum kringumstæðum myndi ríkisstjórn hans skipta sér af því hvað einkafyrirtæki Færeyja ákváðu að gera varðandi uppbyggingu umrædds kerfis Yfirvöld Færeyja hafa lengi unnið að því að gera fríverslunarsamning við Kína. Fregnirnar hafa valdið usla í bæði Færeyjum og í Danmörku þar sem þingmenn hafa kallað eftir því að danska þingið standi þétt við bakið á Færeyingum. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur þegar varað Færeyinga við því að hleypa Huawei að uppbyggingu 5G-kerfisisins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Fannst ekki þrýst á sig Í yfirlýsingu til DR segir Feng að það sé innan verksviðs hans að standa vörð um kínversk fyrirtæki. Hann hafi þó ekki beitt Færeyinga þrýstingi eða hótað þeim. Sömuleiðis sé það skylda hans að tryggja að Huwaei fái sanngjarna meðferð með tilliti til þess að Bandaríkin hafi verið að þrýsta á Færeyinga varðandi fyrirtækið.Nielsen, lögmaður Færeyja, segist sömuleiðis ekki hafa fundist sem verið væri að beita hann þrýstingi á fundinum. Hann sagði sömuleiðis að almenningur ætti ef til vill ekki að vita af milliríkjaviðræðum sem þessum. „Svo sendiherra Kína hefur ekki sagt þér að mögulegur fríverslunarsamningur veltur á því hver mun koma að uppbyggingu 5G-kerfis Færeyja?“ spurði DR lögmanninn. „Eins og ég sagði, það eina sem ég hef um þetta að segja er að mér hefur ekki þótt ég beittur þrýstingi eða ógnað af yfirvöldum Kína,“ sagði Nielsen. Danmörk Færeyjar Huawei Kína Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Sjá meira
Helgi Abrahamsen, viðskiptaráðherra Færeyja, náðist á upptöku ræða það við aðstoðarmann sinn að sendiherra Kína í Danmörku hafi hótað háttsettum embættismönnum Færeyja. Ekkert yrði af fríverslunarsamningi á milli Kína og Færeyja ef kínverska tæknifyrirtækið Huawei fengi ekki að byggja 5G-samskiptakerfi landsins. Ríkisstjórn Færeyja fékk í síðustu viku lögbann á fréttaflutning upp úr upptökunni fjölmiðlar í Danmörku hafa þó haldið áfram að fjalla um málið og segja frá upptökunni. Þegar viðskiptaráðherra Færeyja, var á leið í viðtal við Kringvarp Føroya í síðasta mánuði ræddi hann málið við aðstoðarmann sinn en áttaði sig ekki á því að búið væri að koma hljóðnema á hann fyrir viðtalið. Þann 11. nóvember fundaði Feng Tie, sendiherra Kína gagnvart Danmörku, með Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og seinna með Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra. Á þessum fundum á Feng að hafa sagt að ef símafyrirtækið Føroya Tele samþykkti ekki að fá Huawei til að byggja 5G-kerfi Færeyja yrði ekkert af fríverslunarsamningi á milli ríkjanna. Heimildarmenn Berlingske segja Feng hafa verið „mjög ákveðinn“ við ráðamenn Færeyja. Bandaríkin hafa þrýst verulega á Evrópuríki að nýta sér ekki þjónustu Huawei við uppbyggingu samskiptakerfa. Ríkisstjórn Kína geti þvingað forsvarsmenn fyrirtækins til að starfa með sér varðandi njósnir og ýmislegt annað.AP/Mark Schiefelbein Auk þess að segja að aldrei yrði af fríverslunarsamningnum ef Færeyingar gerðu ekki samning við Huwaei, á Feng að hafa sagt að ef af samningnum yrði, myndi viðskipti á milli ríkjanna aukast til muna. Nielsen mun þó hafa sagt Feng að undir engum kringumstæðum myndi ríkisstjórn hans skipta sér af því hvað einkafyrirtæki Færeyja ákváðu að gera varðandi uppbyggingu umrædds kerfis Yfirvöld Færeyja hafa lengi unnið að því að gera fríverslunarsamning við Kína. Fregnirnar hafa valdið usla í bæði Færeyjum og í Danmörku þar sem þingmenn hafa kallað eftir því að danska þingið standi þétt við bakið á Færeyingum. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur hefur þegar varað Færeyinga við því að hleypa Huawei að uppbyggingu 5G-kerfisisins. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa þrýst á Evrópuríki að útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G-kerfa og segja fyrirtækið geta verið notað af yfirvöldum Kína til njósna. Forsvarsmenn Huawei og yfirvalda Kína hafa á undanförnum mánuðum ítrekað haldið því meðal annars fram að fyrirtækið sé einkafyrirtæki og yfirvöld komi ekki að rekstri þess. Fannst ekki þrýst á sig Í yfirlýsingu til DR segir Feng að það sé innan verksviðs hans að standa vörð um kínversk fyrirtæki. Hann hafi þó ekki beitt Færeyinga þrýstingi eða hótað þeim. Sömuleiðis sé það skylda hans að tryggja að Huwaei fái sanngjarna meðferð með tilliti til þess að Bandaríkin hafi verið að þrýsta á Færeyinga varðandi fyrirtækið.Nielsen, lögmaður Færeyja, segist sömuleiðis ekki hafa fundist sem verið væri að beita hann þrýstingi á fundinum. Hann sagði sömuleiðis að almenningur ætti ef til vill ekki að vita af milliríkjaviðræðum sem þessum. „Svo sendiherra Kína hefur ekki sagt þér að mögulegur fríverslunarsamningur veltur á því hver mun koma að uppbyggingu 5G-kerfis Færeyja?“ spurði DR lögmanninn. „Eins og ég sagði, það eina sem ég hef um þetta að segja er að mér hefur ekki þótt ég beittur þrýstingi eða ógnað af yfirvöldum Kína,“ sagði Nielsen.
Danmörk Færeyjar Huawei Kína Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Sjá meira