Berlusconi vill fá Zlatan í C-deildina Arnar Geir Halldórsson skrifar 14. desember 2019 23:30 Silvio Berlusconi fær oftast það sem hann vill. vísir/getty Um fátt er meira ritað og rætt á Ítalíu þessa dagana en hvar sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic mun spila næst en flest þykir benda til þess að hann ætli sér að snúa aftur í ítalska boltann þar sem hann réði ríkjum á hápunkti ferils síns með Juventus, Inter og AC Milan. Hefur hann meðal annars verið orðaður við AC Milan þar sem hann er í miklum metum eftir að hafa orðið Ítalíumeistari með liðinu 2011. Á þeim tíma stjórnaði Silvio nokkur Berlusconi flestum málum bak við tjöldin hjá AC Milan samhliða því að vera forsætisráðherra Ítalíu og sinna fleiri háttsettum embættum. Berlusconi hætti öllum afskiptum af AC Milan þegar hann tók þátt í að selja félagið til kínverskra fjárfesta árið 2017. Þessi 83 ára gamli athafnamaður er þó ekki hættur öllum afskiptum af fótbolta þar sem hann á nú ítalska C-deildarliðið Monza. Hefur félaginu gengið allt í haginn síðan Berlusconi fór að stýra skútunni en liðið trónir á toppi C-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik á yfirstandandi leiktíð. Hefur Berlusconi látið hafa eftir sér að hann hyggist nú endurnýja kynnin við Zlatan. „Ég vona að hann komi til Monza,“ er haft eftir Berlusconi í ítölskum fjölmiðlum en liðinu er stýrt af Christian Brocchi, fyrrum leikmanni AC Milan. Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Sjáumst á Ítalíu bráðlega“ Zlatan Ibrahimovic hefur gefið það sterklega til kynna að hann sé á leið til AC Milan og þar af leiðandi snúa aftur í ítalska boltann eftir átta ára fjarveru. 4. desember 2019 23:30 Sagður vera búinn að semja við Milan átta árum eftir að hafa unnið deildina með félaginu Zlatan Ibrahimovic hefur ákveðið að semja við AC Milan á nýjan leik eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy á haustmánuðum. 3. desember 2019 15:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Um fátt er meira ritað og rætt á Ítalíu þessa dagana en hvar sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic mun spila næst en flest þykir benda til þess að hann ætli sér að snúa aftur í ítalska boltann þar sem hann réði ríkjum á hápunkti ferils síns með Juventus, Inter og AC Milan. Hefur hann meðal annars verið orðaður við AC Milan þar sem hann er í miklum metum eftir að hafa orðið Ítalíumeistari með liðinu 2011. Á þeim tíma stjórnaði Silvio nokkur Berlusconi flestum málum bak við tjöldin hjá AC Milan samhliða því að vera forsætisráðherra Ítalíu og sinna fleiri háttsettum embættum. Berlusconi hætti öllum afskiptum af AC Milan þegar hann tók þátt í að selja félagið til kínverskra fjárfesta árið 2017. Þessi 83 ára gamli athafnamaður er þó ekki hættur öllum afskiptum af fótbolta þar sem hann á nú ítalska C-deildarliðið Monza. Hefur félaginu gengið allt í haginn síðan Berlusconi fór að stýra skútunni en liðið trónir á toppi C-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik á yfirstandandi leiktíð. Hefur Berlusconi látið hafa eftir sér að hann hyggist nú endurnýja kynnin við Zlatan. „Ég vona að hann komi til Monza,“ er haft eftir Berlusconi í ítölskum fjölmiðlum en liðinu er stýrt af Christian Brocchi, fyrrum leikmanni AC Milan.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Sjáumst á Ítalíu bráðlega“ Zlatan Ibrahimovic hefur gefið það sterklega til kynna að hann sé á leið til AC Milan og þar af leiðandi snúa aftur í ítalska boltann eftir átta ára fjarveru. 4. desember 2019 23:30 Sagður vera búinn að semja við Milan átta árum eftir að hafa unnið deildina með félaginu Zlatan Ibrahimovic hefur ákveðið að semja við AC Milan á nýjan leik eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy á haustmánuðum. 3. desember 2019 15:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
„Sjáumst á Ítalíu bráðlega“ Zlatan Ibrahimovic hefur gefið það sterklega til kynna að hann sé á leið til AC Milan og þar af leiðandi snúa aftur í ítalska boltann eftir átta ára fjarveru. 4. desember 2019 23:30
Sagður vera búinn að semja við Milan átta árum eftir að hafa unnið deildina með félaginu Zlatan Ibrahimovic hefur ákveðið að semja við AC Milan á nýjan leik eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy á haustmánuðum. 3. desember 2019 15:00