Berlusconi vill fá Zlatan í C-deildina Arnar Geir Halldórsson skrifar 14. desember 2019 23:30 Silvio Berlusconi fær oftast það sem hann vill. vísir/getty Um fátt er meira ritað og rætt á Ítalíu þessa dagana en hvar sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic mun spila næst en flest þykir benda til þess að hann ætli sér að snúa aftur í ítalska boltann þar sem hann réði ríkjum á hápunkti ferils síns með Juventus, Inter og AC Milan. Hefur hann meðal annars verið orðaður við AC Milan þar sem hann er í miklum metum eftir að hafa orðið Ítalíumeistari með liðinu 2011. Á þeim tíma stjórnaði Silvio nokkur Berlusconi flestum málum bak við tjöldin hjá AC Milan samhliða því að vera forsætisráðherra Ítalíu og sinna fleiri háttsettum embættum. Berlusconi hætti öllum afskiptum af AC Milan þegar hann tók þátt í að selja félagið til kínverskra fjárfesta árið 2017. Þessi 83 ára gamli athafnamaður er þó ekki hættur öllum afskiptum af fótbolta þar sem hann á nú ítalska C-deildarliðið Monza. Hefur félaginu gengið allt í haginn síðan Berlusconi fór að stýra skútunni en liðið trónir á toppi C-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik á yfirstandandi leiktíð. Hefur Berlusconi látið hafa eftir sér að hann hyggist nú endurnýja kynnin við Zlatan. „Ég vona að hann komi til Monza,“ er haft eftir Berlusconi í ítölskum fjölmiðlum en liðinu er stýrt af Christian Brocchi, fyrrum leikmanni AC Milan. Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Sjáumst á Ítalíu bráðlega“ Zlatan Ibrahimovic hefur gefið það sterklega til kynna að hann sé á leið til AC Milan og þar af leiðandi snúa aftur í ítalska boltann eftir átta ára fjarveru. 4. desember 2019 23:30 Sagður vera búinn að semja við Milan átta árum eftir að hafa unnið deildina með félaginu Zlatan Ibrahimovic hefur ákveðið að semja við AC Milan á nýjan leik eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy á haustmánuðum. 3. desember 2019 15:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Um fátt er meira ritað og rætt á Ítalíu þessa dagana en hvar sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic mun spila næst en flest þykir benda til þess að hann ætli sér að snúa aftur í ítalska boltann þar sem hann réði ríkjum á hápunkti ferils síns með Juventus, Inter og AC Milan. Hefur hann meðal annars verið orðaður við AC Milan þar sem hann er í miklum metum eftir að hafa orðið Ítalíumeistari með liðinu 2011. Á þeim tíma stjórnaði Silvio nokkur Berlusconi flestum málum bak við tjöldin hjá AC Milan samhliða því að vera forsætisráðherra Ítalíu og sinna fleiri háttsettum embættum. Berlusconi hætti öllum afskiptum af AC Milan þegar hann tók þátt í að selja félagið til kínverskra fjárfesta árið 2017. Þessi 83 ára gamli athafnamaður er þó ekki hættur öllum afskiptum af fótbolta þar sem hann á nú ítalska C-deildarliðið Monza. Hefur félaginu gengið allt í haginn síðan Berlusconi fór að stýra skútunni en liðið trónir á toppi C-deildarinnar og hefur aðeins tapað einum leik á yfirstandandi leiktíð. Hefur Berlusconi látið hafa eftir sér að hann hyggist nú endurnýja kynnin við Zlatan. „Ég vona að hann komi til Monza,“ er haft eftir Berlusconi í ítölskum fjölmiðlum en liðinu er stýrt af Christian Brocchi, fyrrum leikmanni AC Milan.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Sjáumst á Ítalíu bráðlega“ Zlatan Ibrahimovic hefur gefið það sterklega til kynna að hann sé á leið til AC Milan og þar af leiðandi snúa aftur í ítalska boltann eftir átta ára fjarveru. 4. desember 2019 23:30 Sagður vera búinn að semja við Milan átta árum eftir að hafa unnið deildina með félaginu Zlatan Ibrahimovic hefur ákveðið að semja við AC Milan á nýjan leik eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy á haustmánuðum. 3. desember 2019 15:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
„Sjáumst á Ítalíu bráðlega“ Zlatan Ibrahimovic hefur gefið það sterklega til kynna að hann sé á leið til AC Milan og þar af leiðandi snúa aftur í ítalska boltann eftir átta ára fjarveru. 4. desember 2019 23:30
Sagður vera búinn að semja við Milan átta árum eftir að hafa unnið deildina með félaginu Zlatan Ibrahimovic hefur ákveðið að semja við AC Milan á nýjan leik eftir að hafa yfirgefið LA Galaxy á haustmánuðum. 3. desember 2019 15:00