Uppfært kl. 8:35. Vélin lenti heilu og höldnu í Keflavík. Upphaflega var talið að reykurinn hefði komið upp í flugstjórnarklefanum en við nánari athugun beinist grunurinn nú að gólfhitara aftar í vélinni.
Upprunaleg frétt hér að neðan.
Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. Reykur kom upp í vélinni á áttunda tímanum og samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er gert ráð fyrir að hún lendi í Keflavík upp úr klukkan 7:50.
Eftir því sem fréttastofa kemst næst var vélin á leiðinni frá Minneapolis til Amsterdam þegar reyksins varð vart. Brunavarnir Suðurnesja hafa sent slökkviliðsbíla á Keflavíkurflugvöll þar sem þeir verða í viðbragðsstöðu. Þar að auki hefur björgunarsveitum verið gert viðvart.
Lítið annað er vitað um málið á þessari stundu.
Fréttin hefur verið uppfærð
Lendir í Keflavík vegna reyks um borð
