Innlent

Eldur í Örfirisey

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í nótt en allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út.
Frá vettvangi í nótt en allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út. vísir

Eldur kom upp í starfsmannahúsnæði inni á svæði Olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu barst tilkynning klukkan 02:45 og var allt tiltækt lið sent á staðinn.

 

Ekki var mikill eldur og gekk vinna á vettvangi greiðlega; síðasti bíll var farinn af svæðinu um tveimur og hálfum tíma eftir að útkallið kom eða klukkan 5:10.

Eyþór Leifsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir að engin meiðsl hafi orðið á fólki en eitthvað tjón sé á húsnæðinu vegna eldsins.

Rannsókn á eldsupptökum er nú í höndum lögreglu.

RÚV greindi fyrst frá.

Klippa: Frá vettvangi eldsvoða í Örfirisey í nótt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×