Miedema skoraði sex mörk í leiknum og lagði upp fjögur til viðbótar. Hún kom því með beinum hætti að tíu af ellefu mörkum Arsenal í leiknum.
Staðan var 5-0 í hálfleik, Arsenal í vil. Miedema skoraði þrjú markanna og lagði hin tvö upp. Hún endurtók svo leikinn í seinni hálfleik; skoraði þrennu og gaf tvær stoðsendingar.
Vivianne Miedema today:
Arsenal put 11 past Bristol City, and she was involved in 10 of them pic.twitter.com/TRwalKhA17
— Goal (@goal) December 1, 2019
Miedema fékk heiðursskiptingu á 70. mínútu og kom því ekkert að ellefta og síðasta marki Arsenal. Það gerði Emma Mitchell sem kom inn á sem varamaður fyrir Miedema.
Hún hefur skorað í síðustu átta leikjum sínum fyrir Arsenal og hollenska landsliðið; alls 20 mörk.
Miedema varð Englandsmeistari með Arsenal á síðasta tímabili. Hún varð einnig tvisvar þýskur meistari með Bayern München. Þá átti Miedema stóran þátt í því að Holland varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum.