„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 09:33 Bjarki Gunnlaugsson og Kormákur Geirharðsson rifja hér upp Domo ævinýrið og þeir gátu hlegið af þessu öllu saman næstum því tuttugu árum síðar. S2 Sport Þriðji þátturinn af A&B, þáttaraðar um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, fjallaði um þegar þeir skiptu úr fótboltanum yfir í viðskiptalífið. Í þættinum var farið yfir nokkur viðskiptaævintýri Arnars og Bjarka og þar á meðal var veitinga- og skemmtistaðurinn Domo sem var í Þingholtsstræti þar sem Sushi Social er nú til húsa. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir á Sushi Social sem var áður Domo og í þeirra eigu.S2 Sport Bræðurnir opnuðu staðinn í lok nóvember árið 2006 en Arnar og Bjarki tóku ásamt Rósant Birgi höndum saman með þeim Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni sem áttu fyrir Ölstofuna. Arnar og Bjarki áttu áður Hverfisbarinn sem hafði gengið mjög vel. Svona Asian-Fusion fílingur „Hérna erum við á Sushi Social sem var Domo í gamla daga þegar við áttum Domo. Við fórum epíska ferð til London og stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Var það ekki Hakkasan, Nobu og svona Asian-Fusion fílingur,“ sagði Arnar. „Við fengum hugmyndir,“ sagði Bjarki. Klippa: „Við fórum epíska ferð til London“ „Domo er mín hugmynd. Þarna erum við búnir að selja Hverfisbarinn og maður var strax kominn í fráhvarfseinkenni frá því að vera ekki í bransanum,“ sagði Rósant Birgir, æskuvinur bræðranna. Tíðkaðist erlendis á þeim tíma „Við höfðum áður rekið skemmtistað sem hét Felix, með fram Hverfisbarnum. Þegar við tökum við þessu húsi þá var það tvær hæðir. Hugmyndin var að vera með veitingastað á efri hæðinni og skemmtistað á neðri hæðinni. Hafa svona flæði á milli sem tíðkaðist erlendis á þeim tíma,“ sagði Bjarki. „Þeir voru strax komnir með hugmyndir hvað ætti að vera þarna: Þetta verður að vera eins og Nobu í London, eitthvað svona Asian-Fusion og skemmtistaður niðri. Okkur vantaði einhverja með okkur og ég þekkti mjög vel eina bestu veitingamenn bæjarins, Kormák og Skjöld,“ sagði Rósant. „Ég véla þá inn í þetta líka og við búum þarna til fimm manna mjög öflugt teymi,“ sagði Rósant. „Skjöldur var búinn að eiga veitingastað og hann hafði farið á hausinn. Það var bara einhver fimmtíu þúsund kall sem hann skuldaði,“ sagði Kormákur Geirharðsson. „Af hverju sagðir þú það ekki strax,“ skaut Bjarki inn í hlæjandi. Miklir karakterar „Þetta voru frábærar persónur og karakterar miklir. Við vorum til í þetta strax frá fyrsta degi,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á Kormák og Bjarka segja meira af þessum ævintýrum þeirra með Domo. Vandamálið var að einn af þessum fimm stakk af þegar hann ætlaði að sjá um staðinn. „Ég átti að vera sá sem sæi nánast alfarið um þetta en svo gerist það bara rétt fyrir opnun að eiginkona mín fyrrverandi fær stöðu í Kaupmannahöfn í sérfræðingslæknisnámi. Ég þurfti þarna á velja á milli, hvort það væri Domo eða fjölskyldan,“ sagði Rósant. „Ég ákvað að fara með þeim til Kaupmannahafnar og ég skil þá nánast eftir fjóra í myrkrinu,“ sagði Rósant. „Það er enginn sterkari en veikasti hlekkurinn og það var f-g hann,“ sagði Kormákur. Hikstaði í þrjá mánuði á eftir „Ég veit það að ég hikstaði alla vega í þrjá mánuði þarna á eftir og stundum hiksta ég enn. Ég veit að þeir kunna mér litlar þakkir fyrir,“ sagði Rósant. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á morgun sunnudaginn 27. apríl. A&B Veitingastaðir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira
Í þættinum var farið yfir nokkur viðskiptaævintýri Arnars og Bjarka og þar á meðal var veitinga- og skemmtistaðurinn Domo sem var í Þingholtsstræti þar sem Sushi Social er nú til húsa. Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir á Sushi Social sem var áður Domo og í þeirra eigu.S2 Sport Bræðurnir opnuðu staðinn í lok nóvember árið 2006 en Arnar og Bjarki tóku ásamt Rósant Birgi höndum saman með þeim Kormáki Geirharðssyni og Skildi Sigurjónssyni sem áttu fyrir Ölstofuna. Arnar og Bjarki áttu áður Hverfisbarinn sem hafði gengið mjög vel. Svona Asian-Fusion fílingur „Hérna erum við á Sushi Social sem var Domo í gamla daga þegar við áttum Domo. Við fórum epíska ferð til London og stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London,“ sagði Arnar í þriðja þætti A&B. „Var það ekki Hakkasan, Nobu og svona Asian-Fusion fílingur,“ sagði Arnar. „Við fengum hugmyndir,“ sagði Bjarki. Klippa: „Við fórum epíska ferð til London“ „Domo er mín hugmynd. Þarna erum við búnir að selja Hverfisbarinn og maður var strax kominn í fráhvarfseinkenni frá því að vera ekki í bransanum,“ sagði Rósant Birgir, æskuvinur bræðranna. Tíðkaðist erlendis á þeim tíma „Við höfðum áður rekið skemmtistað sem hét Felix, með fram Hverfisbarnum. Þegar við tökum við þessu húsi þá var það tvær hæðir. Hugmyndin var að vera með veitingastað á efri hæðinni og skemmtistað á neðri hæðinni. Hafa svona flæði á milli sem tíðkaðist erlendis á þeim tíma,“ sagði Bjarki. „Þeir voru strax komnir með hugmyndir hvað ætti að vera þarna: Þetta verður að vera eins og Nobu í London, eitthvað svona Asian-Fusion og skemmtistaður niðri. Okkur vantaði einhverja með okkur og ég þekkti mjög vel eina bestu veitingamenn bæjarins, Kormák og Skjöld,“ sagði Rósant. „Ég véla þá inn í þetta líka og við búum þarna til fimm manna mjög öflugt teymi,“ sagði Rósant. „Skjöldur var búinn að eiga veitingastað og hann hafði farið á hausinn. Það var bara einhver fimmtíu þúsund kall sem hann skuldaði,“ sagði Kormákur Geirharðsson. „Af hverju sagðir þú það ekki strax,“ skaut Bjarki inn í hlæjandi. Miklir karakterar „Þetta voru frábærar persónur og karakterar miklir. Við vorum til í þetta strax frá fyrsta degi,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á Kormák og Bjarka segja meira af þessum ævintýrum þeirra með Domo. Vandamálið var að einn af þessum fimm stakk af þegar hann ætlaði að sjá um staðinn. „Ég átti að vera sá sem sæi nánast alfarið um þetta en svo gerist það bara rétt fyrir opnun að eiginkona mín fyrrverandi fær stöðu í Kaupmannahöfn í sérfræðingslæknisnámi. Ég þurfti þarna á velja á milli, hvort það væri Domo eða fjölskyldan,“ sagði Rósant. „Ég ákvað að fara með þeim til Kaupmannahafnar og ég skil þá nánast eftir fjóra í myrkrinu,“ sagði Rósant. „Það er enginn sterkari en veikasti hlekkurinn og það var f-g hann,“ sagði Kormákur. Hikstaði í þrjá mánuði á eftir „Ég veit það að ég hikstaði alla vega í þrjá mánuði þarna á eftir og stundum hiksta ég enn. Ég veit að þeir kunna mér litlar þakkir fyrir,“ sagði Rósant. Innslagið úr A&B má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fjórði og síðasti þátturinn af A&B verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport á morgun sunnudaginn 27. apríl.
A&B Veitingastaðir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Sjá meira