Þrír franskir björgunarsveitarmenn létu lífið í gærnótt þegar þyrla þeirra hrapaði í grennd við borgina Marseille í suðurhluta landsins.
Mennirnir voru á leið að bjarga fólki sem lent hefur í flóðum sem verið hafa tíð á svæðinu undanfarið.
Miklar rigningar hafa verið á Miðjarðarhafsströnd Frakklands síðustu vikuna sem hefur orsakað flóðin og truflanir á samgöngum.
Björgunarsveitarmenn létust í þyrluslysi
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
