Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2019 07:50 Nýtt skipurit tók gildi á Landspítalanum þann 1. október síðastliðinn. vísir/vilhelm Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. Var það gert í liðinni viku en eftirtalin voru ráðin í stöðurnar að því er fram kemur á vef spítalans:Birna Helgadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður aðfanga og umhverfis Birna er með BSc próf í líffræði og einnig með meistaragráðu í umhverfisfræði og diplóma í opinberri stjórnsýslu auk þess sem hún leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur starfað á Landspítala frá 2012, við umhverfismál og verkefnastjórnun, en áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi hjá Alta og gæðastjóri hjá Medcare.Guðný Valgeirsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður öldrunarþjónustu Guðný lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 en var áður sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Einnig lauk Guðný MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012. Guðný hefur meðal annars starfað sem markaðsfulltrúi hjá Vistor í 10 ár og frá árinu 2016 hefur hún gegnt stjórnunarstörfum á Landspítala, nú síðast sem deildarstjóri á dag-, göngu- og samfélagsdeild á Landakoti.Jón Magnús Kristjánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður bráðaþjónustu Jón Magnús útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og lauk sérnámi í bráðalækningum við háskólasjúkrahúsið í Lundi. Hann leggur nú stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík samhliða starfi. Jón Magnús hefur starfað á Landspítala samfellt frá árinu 2009 og gegnt starfi yfirlæknis bráðalækninga frá árinu 2016.Karl Konráð Andersen hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Karl útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk sérnámi í lyflækningum og hjartasjúkdómafræði frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 1995 og doktorsprófi árið 1997 frá Gautaborgarháskóla. Hann hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1997 og sem yfirlæknir hjartagáttar frá 2013. Hann er einnig prófessor í hlutastarfi við læknadeild Háskóla Íslands.Linda Kristmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu Linda lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaragráðu í geðhjúkrun með áherslu á geðhjúkrun barna og unglinga árið 1998. Enn fremur lauk hún meistaraprófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur starfað á Landspítala frá 1990 og gegnt ýmsum stjórnunarstörfum, síðast starfi framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs frá 2016.Margrét Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður skurðlækningaþjónustu Margrét útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk diplómanámi í heilsu- og sjúkrahússtjórnun frá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 1995. Einnig hefur hún lokið diplómanámi í bæði lýðheilsufræðum og opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Margrét starfaði sem forstjóri Heilsugæslunnar á Akureyri í tólf ár og þar áður í þrjú ár sem hjúkrunarforstjóri sömu stofnunar. Hún hefur undanfarin sex ár starfað sem verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra skurðlækningasviðs á Landspítala.Maríanna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður rannsóknarþjónustu Maríanna lauk kandídatsprófi í læknisfræði árið 1999 og sérfræðinámi í myndgreiningu frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 2007. Frá þeim tíma hefur Maríanna starfað sem röntgenlæknir á Landspítala og sem yfirlæknir frá árinu 2014.Nanna Briem hefur verið ráðin forstöðumaður geðþjónustu Nanna lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og lauk sérfræðinámi í geðlækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Osló árið 2003. Hún hefur starfað sem geðlæknir á Landspítala síðan og frá árinu 2014 hefur hún verið yfirlæknir geðlækninga á meðferðargeðdeildinni á Laugarási og einnig yfirlæknir sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar frá 2016.Runólfur Pálsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Runólfur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1985, sérfræðinámi í lyflækningum frá Hartford Hospital og University of Connecticut árið 1991 og sérfræðinámi í nýrnalækningum frá Massachusetts General Hospital og Harvard Medical School árið 1996. Runólfur hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1997 og gegnt þar ýmsum stjórnunarstöðum. Hann starfar einnig í hlutastarfi sem prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.Vigdís Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður skurðstofa og gjörgæslna Vigdís lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1998, diplómanámi í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Royal College of Nursing í London og meistaraprófi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands árið 2007. Einnig hefur hún að baki nám og vottun í straumlínustjórnun. Vigdís hefur starfað á Landspítala frá árinu 2009 en einnig hefur hún starfað í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanfarin ár hefur Vigdís unnið sem verkefnastjóri og síðan verið framkvæmdastjóri aðgerðasviðs.Hildur Helgadóttir ráðin tímabundið forstöðumaður krabbameinsþjónustu Ákveðið var að hætta við ráðningu í stöðu forstöðumanns krabbameinsþjónustu á grundvelli auglýsingar en spítalinn hefur náð samkomulagi við Hildi Helgadóttir hjúkrunarfræðing og verkefnisstjóra að hún gegni hlutverki forstöðumanns þjónustukjarnans tímabundið til eins árs. Hildur útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1985, er með meistarapróf í hjúkrun frá háskólanum í Calgary og meistarapróf í verkefnastjórnun frá verkfræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á ýmsum deildum á Landspítala og m.a. gegnt stöðum sérfræðings í hjúkrun, deildarstjóra, hjúkrunarframkvæmdastjóra auk þess að vera hjúkrunarforstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Frá árinu 2007 hefur Hildur verið innlagnastjóri og að undanförnu verkefnastjóri á Landspítala. Að því er fram kemur í föstudagspistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, mun hann halda níu snarpa starfsmannafundi í desember á öllum stærstu starfsstöðvum spítalans. Þar mun hann kynna breytingarnar á skipuritinu, skipulagi og stjórnendum auk þess sem hann mun segja frá fjölbreyttum hagræðingaraðgerðum til þess að bæta fjárhagsstöðu Landspítala. Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. Var það gert í liðinni viku en eftirtalin voru ráðin í stöðurnar að því er fram kemur á vef spítalans:Birna Helgadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður aðfanga og umhverfis Birna er með BSc próf í líffræði og einnig með meistaragráðu í umhverfisfræði og diplóma í opinberri stjórnsýslu auk þess sem hún leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur starfað á Landspítala frá 2012, við umhverfismál og verkefnastjórnun, en áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi hjá Alta og gæðastjóri hjá Medcare.Guðný Valgeirsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður öldrunarþjónustu Guðný lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 en var áður sjúkraliði frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Einnig lauk Guðný MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012. Guðný hefur meðal annars starfað sem markaðsfulltrúi hjá Vistor í 10 ár og frá árinu 2016 hefur hún gegnt stjórnunarstörfum á Landspítala, nú síðast sem deildarstjóri á dag-, göngu- og samfélagsdeild á Landakoti.Jón Magnús Kristjánsson hefur verið ráðinn forstöðumaður bráðaþjónustu Jón Magnús útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og lauk sérnámi í bráðalækningum við háskólasjúkrahúsið í Lundi. Hann leggur nú stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík samhliða starfi. Jón Magnús hefur starfað á Landspítala samfellt frá árinu 2009 og gegnt starfi yfirlæknis bráðalækninga frá árinu 2016.Karl Konráð Andersen hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu Karl útskrifaðist úr læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk sérnámi í lyflækningum og hjartasjúkdómafræði frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 1995 og doktorsprófi árið 1997 frá Gautaborgarháskóla. Hann hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1997 og sem yfirlæknir hjartagáttar frá 2013. Hann er einnig prófessor í hlutastarfi við læknadeild Háskóla Íslands.Linda Kristmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu Linda lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaragráðu í geðhjúkrun með áherslu á geðhjúkrun barna og unglinga árið 1998. Enn fremur lauk hún meistaraprófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún hefur starfað á Landspítala frá 1990 og gegnt ýmsum stjórnunarstörfum, síðast starfi framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs frá 2016.Margrét Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður skurðlækningaþjónustu Margrét útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1987 og lauk diplómanámi í heilsu- og sjúkrahússtjórnun frá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 1995. Einnig hefur hún lokið diplómanámi í bæði lýðheilsufræðum og opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Margrét starfaði sem forstjóri Heilsugæslunnar á Akureyri í tólf ár og þar áður í þrjú ár sem hjúkrunarforstjóri sömu stofnunar. Hún hefur undanfarin sex ár starfað sem verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra skurðlækningasviðs á Landspítala.Maríanna Garðarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður rannsóknarþjónustu Maríanna lauk kandídatsprófi í læknisfræði árið 1999 og sérfræðinámi í myndgreiningu frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 2007. Frá þeim tíma hefur Maríanna starfað sem röntgenlæknir á Landspítala og sem yfirlæknir frá árinu 2014.Nanna Briem hefur verið ráðin forstöðumaður geðþjónustu Nanna lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og lauk sérfræðinámi í geðlækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Osló árið 2003. Hún hefur starfað sem geðlæknir á Landspítala síðan og frá árinu 2014 hefur hún verið yfirlæknir geðlækninga á meðferðargeðdeildinni á Laugarási og einnig yfirlæknir sérhæfðrar endurhæfingargeðdeildar frá 2016.Runólfur Pálsson hefur verið ráðinn forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Runólfur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1985, sérfræðinámi í lyflækningum frá Hartford Hospital og University of Connecticut árið 1991 og sérfræðinámi í nýrnalækningum frá Massachusetts General Hospital og Harvard Medical School árið 1996. Runólfur hefur starfað á Landspítala samfellt frá 1997 og gegnt þar ýmsum stjórnunarstöðum. Hann starfar einnig í hlutastarfi sem prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.Vigdís Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður skurðstofa og gjörgæslna Vigdís lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1998, diplómanámi í stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Royal College of Nursing í London og meistaraprófi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands árið 2007. Einnig hefur hún að baki nám og vottun í straumlínustjórnun. Vigdís hefur starfað á Landspítala frá árinu 2009 en einnig hefur hún starfað í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Undanfarin ár hefur Vigdís unnið sem verkefnastjóri og síðan verið framkvæmdastjóri aðgerðasviðs.Hildur Helgadóttir ráðin tímabundið forstöðumaður krabbameinsþjónustu Ákveðið var að hætta við ráðningu í stöðu forstöðumanns krabbameinsþjónustu á grundvelli auglýsingar en spítalinn hefur náð samkomulagi við Hildi Helgadóttir hjúkrunarfræðing og verkefnisstjóra að hún gegni hlutverki forstöðumanns þjónustukjarnans tímabundið til eins árs. Hildur útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1985, er með meistarapróf í hjúkrun frá háskólanum í Calgary og meistarapróf í verkefnastjórnun frá verkfræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur starfað á ýmsum deildum á Landspítala og m.a. gegnt stöðum sérfræðings í hjúkrun, deildarstjóra, hjúkrunarframkvæmdastjóra auk þess að vera hjúkrunarforstjóri á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Frá árinu 2007 hefur Hildur verið innlagnastjóri og að undanförnu verkefnastjóri á Landspítala. Að því er fram kemur í föstudagspistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, mun hann halda níu snarpa starfsmannafundi í desember á öllum stærstu starfsstöðvum spítalans. Þar mun hann kynna breytingarnar á skipuritinu, skipulagi og stjórnendum auk þess sem hann mun segja frá fjölbreyttum hagræðingaraðgerðum til þess að bæta fjárhagsstöðu Landspítala.
Landspítalinn Vistaskipti Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent