NFL: Lamar og félagar halda áfram að vinna bestu lið deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 14:00 Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á einu augabragði orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar. Getty/y Rob Carr Baltimore Ravens liðið hefur sett stefnuna á Super Bowl í ár og liðið er líklegur kandídat eftir að hafa unnið hvert frábæra liðið á fætur öðru á undanförnum vikum. Baltimore Ravens vann annað spútniklið í gær eða lið San Francisco 49ers. Bæði liðin því með tíu sigra í tólf leikjum. Það mátti þó ekki miklu muna því Hrafnarnir unnu á vallarmarki í blálokin. Baltimore Ravens fór á toppinn í Ameríkudeildinni eftir að Houston Texans vann meistara New England Patriots í kvöldleiknum. Bæði Ravens og Patriots hafa unnið tíu leiki en Baltimore vann innbyrðis leik liðanna og er því ofar.Game ball goes to OB.#WeAreTexanspic.twitter.com/fTnS13wzhb — Houston Texans (@HoustonTexans) December 2, 2019 Houston Texans er í efsta sæti í sínum riðli í Ameríkudeildinni en Tennessee Titans vann sinn þriðja leik í röð og er aðeins einum leik á eftir. Það er því mikil spenna í Suður-riðlinum. Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á sínu fyrsta heila tímabili í byrjunarliðshlutverki og hefur spilað nær óaðfinnanlega. Það stefnir allt í það að þessi óvenjulegi og nær óstöðvandi leikmaður verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár.Lamar Jackson and the Ravens have beaten ... Seahawks Patriots Texans 49ers Those teams have a combined 36-9 record on the season ?? pic.twitter.com/E8iVCeNHZQ — ESPN (@espn) December 1, 2019Baltimore liðið hefur unnið bestu lið deildarinnar að undanförnu. Liðið hefur unnið átta síðustu leiki sína eða alla leiki frá og með 1. október. Meðal liðanna sem hafa legið í valnum eru sterk lið eins og Seattle Seahawks, New England Patriots, Houston Texans, Los Angeles Rams og nú síðast San Francisco 49ers.FINAL: Eight in a row. The @Ravens win! #SFvsBALpic.twitter.com/B2HTCWJKXU — NFL (@NFL) December 1, 2019 Green Bay Packers og Kansas City Chiefs styrktu bæði stöðu sína í sínum riðlum með sigrum í gær. Packers vann New York Giants í snjókomu og Chiefs vann sannfærandi sigur á Oakland Raiders. Tveir af óvæntustu sigrum dagsins voru sigrar Miami Dolphins og Washington Redskins sem bæði voru aðeins að vinna þriðja leikinn sinn í sumar. Cincinnati Bengals vann líka sinn fyrsta leik á tímabilinu og endaði þar með ellefu leikja taphrinu. Dallas Cowboys er líka áfram á toppnum í sínum riðli þrátt fyrir tvö vandræðaleg töp í röð. Ástæðan er að Philadelphia Eagles tapaði sínum þriðja leik í röð í gær og nú fyrir Miami Dolphins.Úrsltin í NFL-deildinni í gær: Houston Texans- New England Patriots 28-22 Denver Broncos - Los Angeles Chargers 23-20 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 40-9 Arizona Cardinals - Los Angeles Rams 7-34 Baltimore Ravens - San Francisco 49ers 20-17 Carolina Panthers - Washington Redskins 21-29 Cincinnati Bengals - New York Jets 22-6 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 17-31 Jacksonville Jaguars - Tampa Bay Buccaneers 11-28 Miami Dolphins - Philadelphia Eagles 37-31 New York Giants - Green Bay Packers 13-31 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 20-13 NFL Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sjá meira
Baltimore Ravens liðið hefur sett stefnuna á Super Bowl í ár og liðið er líklegur kandídat eftir að hafa unnið hvert frábæra liðið á fætur öðru á undanförnum vikum. Baltimore Ravens vann annað spútniklið í gær eða lið San Francisco 49ers. Bæði liðin því með tíu sigra í tólf leikjum. Það mátti þó ekki miklu muna því Hrafnarnir unnu á vallarmarki í blálokin. Baltimore Ravens fór á toppinn í Ameríkudeildinni eftir að Houston Texans vann meistara New England Patriots í kvöldleiknum. Bæði Ravens og Patriots hafa unnið tíu leiki en Baltimore vann innbyrðis leik liðanna og er því ofar.Game ball goes to OB.#WeAreTexanspic.twitter.com/fTnS13wzhb — Houston Texans (@HoustonTexans) December 2, 2019 Houston Texans er í efsta sæti í sínum riðli í Ameríkudeildinni en Tennessee Titans vann sinn þriðja leik í röð og er aðeins einum leik á eftir. Það er því mikil spenna í Suður-riðlinum. Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á sínu fyrsta heila tímabili í byrjunarliðshlutverki og hefur spilað nær óaðfinnanlega. Það stefnir allt í það að þessi óvenjulegi og nær óstöðvandi leikmaður verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár.Lamar Jackson and the Ravens have beaten ... Seahawks Patriots Texans 49ers Those teams have a combined 36-9 record on the season ?? pic.twitter.com/E8iVCeNHZQ — ESPN (@espn) December 1, 2019Baltimore liðið hefur unnið bestu lið deildarinnar að undanförnu. Liðið hefur unnið átta síðustu leiki sína eða alla leiki frá og með 1. október. Meðal liðanna sem hafa legið í valnum eru sterk lið eins og Seattle Seahawks, New England Patriots, Houston Texans, Los Angeles Rams og nú síðast San Francisco 49ers.FINAL: Eight in a row. The @Ravens win! #SFvsBALpic.twitter.com/B2HTCWJKXU — NFL (@NFL) December 1, 2019 Green Bay Packers og Kansas City Chiefs styrktu bæði stöðu sína í sínum riðlum með sigrum í gær. Packers vann New York Giants í snjókomu og Chiefs vann sannfærandi sigur á Oakland Raiders. Tveir af óvæntustu sigrum dagsins voru sigrar Miami Dolphins og Washington Redskins sem bæði voru aðeins að vinna þriðja leikinn sinn í sumar. Cincinnati Bengals vann líka sinn fyrsta leik á tímabilinu og endaði þar með ellefu leikja taphrinu. Dallas Cowboys er líka áfram á toppnum í sínum riðli þrátt fyrir tvö vandræðaleg töp í röð. Ástæðan er að Philadelphia Eagles tapaði sínum þriðja leik í röð í gær og nú fyrir Miami Dolphins.Úrsltin í NFL-deildinni í gær: Houston Texans- New England Patriots 28-22 Denver Broncos - Los Angeles Chargers 23-20 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 40-9 Arizona Cardinals - Los Angeles Rams 7-34 Baltimore Ravens - San Francisco 49ers 20-17 Carolina Panthers - Washington Redskins 21-29 Cincinnati Bengals - New York Jets 22-6 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 17-31 Jacksonville Jaguars - Tampa Bay Buccaneers 11-28 Miami Dolphins - Philadelphia Eagles 37-31 New York Giants - Green Bay Packers 13-31 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 20-13
NFL Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sjá meira