BBC mælir með þáttunum Brot: „Finnum fyrir mikilli eftirvæntingu og spennu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2019 10:00 Menningarvefur BBC hvetur fólk til að horfa á The Valhalla Murders eða Brot. Mynd/Skjáskot Menningarvefur BBC birti um helgina lista yfir 10 sjónvarpsþætti sem „vert væri að horfa á“ í vetur. Á þeim lista eru þættirnir The Valhalla Murders, sem á íslensku kallast Brot. Þættirnir verða frumsýndir á RÚV þann 26. desember næstkomandi og fara svo inn á Netflix. BBC mælir sérstaklega með þáttunum fyrir aðdáendur þáttanna Brúin og Ófærð. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikill heiður að vera nefndir á þessum lista samhliða þessum seríum og finnum við fyrir mikilli eftirvæntingu og spennu fyrir þáttunum hér heim og erlendis,“ segir Davíð Óskar Ólafsson einn leikstjóra þáttanna í samtali við Vísi. Hann segir að þættirnir séu nú á lokametrunum í eftirvinnslu en þeir eru framleiddir af Truenorth og Mystery Productions .BBC mælir sérstaklega með þáttunum fyrir aðdáendur þáttanna Brúin og Ófærð.Skjáskot/BBCÞórður Pálsson á hugmyndina að þáttunum og leikstýrir þeim ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Þórður var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að þáttunum kviknaði. Handrit skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir, Óttar Norðfjörð, Mikael Torfason og Otto Geir Borg. Þættirnir hlutu á síðasta ári styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum en eru fjármagnaðir af Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Netflix. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ sagði Þórður um þættina í samtali við Vísi. Með aðalhlutverk fara þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors. Stiklu fyrir þættina má sjá hér að neðan. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. 13. maí 2017 14:15 True North framleiðir sjónvarpsseríu um raðmorðingja í Reykjavík Fjöldi verkefna á dagskrá hjá framleiðslufyrirtækinu á döfinni. 13. febrúar 2017 10:53 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Menningarvefur BBC birti um helgina lista yfir 10 sjónvarpsþætti sem „vert væri að horfa á“ í vetur. Á þeim lista eru þættirnir The Valhalla Murders, sem á íslensku kallast Brot. Þættirnir verða frumsýndir á RÚV þann 26. desember næstkomandi og fara svo inn á Netflix. BBC mælir sérstaklega með þáttunum fyrir aðdáendur þáttanna Brúin og Ófærð. „Þetta er náttúrulega ótrúlega mikill heiður að vera nefndir á þessum lista samhliða þessum seríum og finnum við fyrir mikilli eftirvæntingu og spennu fyrir þáttunum hér heim og erlendis,“ segir Davíð Óskar Ólafsson einn leikstjóra þáttanna í samtali við Vísi. Hann segir að þættirnir séu nú á lokametrunum í eftirvinnslu en þeir eru framleiddir af Truenorth og Mystery Productions .BBC mælir sérstaklega með þáttunum fyrir aðdáendur þáttanna Brúin og Ófærð.Skjáskot/BBCÞórður Pálsson á hugmyndina að þáttunum og leikstýrir þeim ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Þórður var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að þáttunum kviknaði. Handrit skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir, Óttar Norðfjörð, Mikael Torfason og Otto Geir Borg. Þættirnir hlutu á síðasta ári styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum en eru fjármagnaðir af Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Netflix. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ sagði Þórður um þættina í samtali við Vísi. Með aðalhlutverk fara þau Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors. Stiklu fyrir þættina má sjá hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. 13. maí 2017 14:15 True North framleiðir sjónvarpsseríu um raðmorðingja í Reykjavík Fjöldi verkefna á dagskrá hjá framleiðslufyrirtækinu á döfinni. 13. febrúar 2017 10:53 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. 13. maí 2017 14:15
True North framleiðir sjónvarpsseríu um raðmorðingja í Reykjavík Fjöldi verkefna á dagskrá hjá framleiðslufyrirtækinu á döfinni. 13. febrúar 2017 10:53