Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð Guðný Hrönn skrifar 13. maí 2017 14:15 Þórður Pálsson er maðurinn á bak við þættina The Valhalla Murders sem líta dagsins ljós á næsta ári. MYND/Eva Riley Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Leikstjóri og höfundur þáttanna The Valhalla Murders, Þórður Pálsson, var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að sjónvarpsþáttunum kviknaði. Stuttu eftir að hann kynnti hugmyndina fyrir framleiðslufyrirtækinu True North var sett saman teymi sem vinnur að því að skrifa þættina. „Við erum að skrifa núna og erum komin frekar langt á leið með skrifin. Margrét Örnólfsdóttir yfirhandritshöfundur og Óttar M. Norðfjörð skipta með sér skrifunum. Kristinn Þórðarson og Davíð Óskar Ólafsson eru framleiðendur þáttanna. Teymið í kringum verkefnið gæti því eiginlega ekki verið betra frá mínu sjónarhorni séð,“ segir Þórður. Spurður út í söguþráð þáttanna segir Þórður þá fjalla um tvö óvenjuleg morðmál. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ segir Þórður. Finnur fyrir áhuga fólksÍ þáttunum fá áhorfendur að fylgjast náið með tveimur rannsóknarlögreglumönnum við rannsókn málsins. „Það eru þau Arnar og Kata. Arnar er sérfræðingur sem fenginn er að láni frá dönsku rannsóknarlögreglunni. Hann er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Danmörku í 15 ár. Kata starfar fyrir íslensku lögregluna og sér um rannsókn málsins. Það myndast smá rígur á milli þeirra því Kata taldi sig vera fullfæra um að sjá um málið án utanaðkomandi hjálpar. Við fylgjumst náið með þessum tveimur persónum við rannsókn málsins og um leið fáum við sýn inn í fortíð þeirra beggja. Það ríkir nefnilega ákveðin mystería í kringum þau. Arnar er til dæmis búinn að búa lengi í Danmörku og vill helst ekki koma aftur til Íslands, þá fer áhorfandinn vonandi að velta fyrir sér hver ástæðan fyrir því sé,“ segir Þórður sem finnur fyrir miklum áhuga hjá almenningi á þáttum sem fjalla um fyrsta raðmorðingja Íslands.„Ég held að þessi pæling, raðmorðingi á Íslandi, og þessir karakterar þyki spennandi. Fólk hefur sýnt þessari sögu mikinn áhuga og einnig hvernig lögreglan á Íslandi myndi fara að því að rannsaka mál af þessari stærðargráðu.“En hvenær líta þættirnir dagsins ljós? „Við erum að fara í tökur í vetur, og væntanlega verða þættirnir sýndir veturinn eftir það. Þessa stundina erum við að ráða inn leikara, við erum að fá fólk í prufur og ræða við hina og þessa. Það er allt í vinnslu eins og er, það er ekki búið að negla neitt niður.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Leikstjóri og höfundur þáttanna The Valhalla Murders, Þórður Pálsson, var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að sjónvarpsþáttunum kviknaði. Stuttu eftir að hann kynnti hugmyndina fyrir framleiðslufyrirtækinu True North var sett saman teymi sem vinnur að því að skrifa þættina. „Við erum að skrifa núna og erum komin frekar langt á leið með skrifin. Margrét Örnólfsdóttir yfirhandritshöfundur og Óttar M. Norðfjörð skipta með sér skrifunum. Kristinn Þórðarson og Davíð Óskar Ólafsson eru framleiðendur þáttanna. Teymið í kringum verkefnið gæti því eiginlega ekki verið betra frá mínu sjónarhorni séð,“ segir Þórður. Spurður út í söguþráð þáttanna segir Þórður þá fjalla um tvö óvenjuleg morðmál. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ segir Þórður. Finnur fyrir áhuga fólksÍ þáttunum fá áhorfendur að fylgjast náið með tveimur rannsóknarlögreglumönnum við rannsókn málsins. „Það eru þau Arnar og Kata. Arnar er sérfræðingur sem fenginn er að láni frá dönsku rannsóknarlögreglunni. Hann er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Danmörku í 15 ár. Kata starfar fyrir íslensku lögregluna og sér um rannsókn málsins. Það myndast smá rígur á milli þeirra því Kata taldi sig vera fullfæra um að sjá um málið án utanaðkomandi hjálpar. Við fylgjumst náið með þessum tveimur persónum við rannsókn málsins og um leið fáum við sýn inn í fortíð þeirra beggja. Það ríkir nefnilega ákveðin mystería í kringum þau. Arnar er til dæmis búinn að búa lengi í Danmörku og vill helst ekki koma aftur til Íslands, þá fer áhorfandinn vonandi að velta fyrir sér hver ástæðan fyrir því sé,“ segir Þórður sem finnur fyrir miklum áhuga hjá almenningi á þáttum sem fjalla um fyrsta raðmorðingja Íslands.„Ég held að þessi pæling, raðmorðingi á Íslandi, og þessir karakterar þyki spennandi. Fólk hefur sýnt þessari sögu mikinn áhuga og einnig hvernig lögreglan á Íslandi myndi fara að því að rannsaka mál af þessari stærðargráðu.“En hvenær líta þættirnir dagsins ljós? „Við erum að fara í tökur í vetur, og væntanlega verða þættirnir sýndir veturinn eftir það. Þessa stundina erum við að ráða inn leikara, við erum að fá fólk í prufur og ræða við hina og þessa. Það er allt í vinnslu eins og er, það er ekki búið að negla neitt niður.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira