Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2019 06:30 Frá einum af fundum borgarstjórnar sem eru yfirleitt miklir maraþonfundir. vísir/vilhelm Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. Þar af hafa 7,2 milljónir króna farið í mat og drykk eða sem nemur 360 þúsundum á hverjum fundi. Það gera rúmlega 15 þúsund krónur á hvern borgarfulltrúa en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg fá fleiri að borða á fundum borgarstjórnar en borgarfulltrúarnir 23. Alls eru um 40 manns sem fá að borða á fundunum, það eru auk borgarfulltrúa varaborgarfulltrúar, starfsfólk Ráðhússins og öryggisverðir. Ef tölunni 360.000 krónur er deilt í 40 kemur út talan 9.000 krónur á mann. Þetta kemur fram í svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn frá Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar, en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Í svarinu kemur fram að 5,8 milljónir króna hafi verið greiddar til Múlakaffis fyrir mat, kaffi og annað matarkyns. Þá hafa 1,3 milljónir farið í annan mat og drykk. Í svari fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að fyrirkomulagið við borgarstjórnarfundi sé þannig að Ráðhúsið skal vera opið meðan á fundi stendur. „Þrír húsverðir eru í yfirvinnu frá kl. 18 á meðan húsið er opið. Ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til kl. 18:00 myndi sparast matarkostnaður, útsendingakostnaður og yfirvinna húsvarða. Ekki hefur verið greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu annarra starfsmanna á skrifstofu borgarstjórnar vegna borgarstjórnarfunda,“ segir í svarinu.Nýlega farið að panta pítsur til að halda kostnaði niðri Málið er til umræðu inni á Pírataspjallinu á Facebook þar sem forseti borgarstjórnar, sá sem lagði fyrirspurnina fram, hefur tjáð sig um málið. Pawel bendir á að nýlega hafi verið tekið upp á því að panta pizzur á fundi borgarstjórnar til þess að halda kostnaði niðri. Sá kostnaður nái hins vegar ekki inn á það tímabil sem fyrirspurn hans og svar borgarinnar nær til. Þá er því einnig velt upp í umræðunni hvers vegna fundir borgarstjórnar séu ekki haldnir á hefðbundnum dagvinnutíma. Þeir hefjast klukkan 14 á þriðjudögum og standa yfirleitt til miðnættis, jafnvel lengur. Er því velt upp hvort svona maraþonfundir séu skilvirkir og spurt hvers vegna fundirnir séu ekki á dagvinnutíma. Pawel bendir á að fyrirkomulagið sé svona því sögulega hafi sveitarstjórnarfólk ekki verið í fullri vinnu. Þau rök eigi hins vegar ekki lengur við. „Hins vegar er ljóst að ef borgarstjórn myndi funda yfir heila virka daga þá er ekki hægt að funda í nefndum og fagráðum á þeim tíma, sem myndi þýða ákveðið rask. Auðvitað allt leysanlegt, en vandinn er að þú þarft góðan vilja fólks, allra, til að halda fundalengd niðri. Trúið það skortir ekki vilja hjá mér til að koma því fyrir að hægt sé að klára fundi fyrir kvöldmat,“ segir Pawel í umræðunni á Pírataspjallinu.Borgarfulltrúi Flokks fólksins orðlaus yfir kostnaðinum Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, bókaði eftirfarandi um kostnaðinn: Borgarfulltrúi Flokks fólksins á ekki orð yfir þeim kostnaði sem einn borgarstjórnarfundur kostar. Meðalkostnaður fyrir hvern fund á kjörtímabilinu er ca. 850.000.- vegna veitinga fyrir borgarstjórn, vegna útsendinga á vef Reykjavíkurborgar og í útvarpi og vegna yfirvinnu húsvarða í Ráðhúsi frá kl. 18.00. Borgarfulltrúi hefur rætt við tæknimenn um þessi mál og ber flestum saman að þessi upphæð er ekki eðlileg. Tæknihlutinn er að taka stærstan hluta af þessari upphæð. Gæði útsendinga eru auk þess léleg, hljóð og mynd fer ekki saman. Ef borið er saman við útsendingar Alþingis má sjá gríðarlegan mun. Hér þarf að skoða málin ofan í kjölinn og auðvitað finna aðra leið. Þessa upphæð mætti lækka um helming í það minnsta hvað varðar tæknilegu málin. Borgarfulltrúi gerir þá kröfu að þeir sem annast þessi mál taki þetta til gaumgæfilegrar athugunar, geri verðkönnun og samanburð sem þarf til að finna ódýrari leiðir. Útboð þarf að vera á öllum kostnaðarþáttum að sjálfsögðu jafnvel þótt áætlun um kostnað nái ekki viðmiði innkaupareglna. Kolbrún bætir því svo við varðandi kostnað við matinn að stór hópur fái að borða á fundum borgarstjórnar: „…en fæstir fitna á þessum fundum svo mikið er víst, en kostnaður við útsendingu og upptöku er brjálæðislegur og gæði ömurleg, hljóð og mynd fara ekki saman.“Fréttin var uppfærð kl. 08:13 með nánari upplýsingum um hve margir borða á fundum borgarstjórnar. Borgarstjórn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. Þar af hafa 7,2 milljónir króna farið í mat og drykk eða sem nemur 360 þúsundum á hverjum fundi. Það gera rúmlega 15 þúsund krónur á hvern borgarfulltrúa en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg fá fleiri að borða á fundum borgarstjórnar en borgarfulltrúarnir 23. Alls eru um 40 manns sem fá að borða á fundunum, það eru auk borgarfulltrúa varaborgarfulltrúar, starfsfólk Ráðhússins og öryggisverðir. Ef tölunni 360.000 krónur er deilt í 40 kemur út talan 9.000 krónur á mann. Þetta kemur fram í svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn frá Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar, en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Í svarinu kemur fram að 5,8 milljónir króna hafi verið greiddar til Múlakaffis fyrir mat, kaffi og annað matarkyns. Þá hafa 1,3 milljónir farið í annan mat og drykk. Í svari fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að fyrirkomulagið við borgarstjórnarfundi sé þannig að Ráðhúsið skal vera opið meðan á fundi stendur. „Þrír húsverðir eru í yfirvinnu frá kl. 18 á meðan húsið er opið. Ef borgarstjórnarfundir stæðu skemur en til kl. 18:00 myndi sparast matarkostnaður, útsendingakostnaður og yfirvinna húsvarða. Ekki hefur verið greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu annarra starfsmanna á skrifstofu borgarstjórnar vegna borgarstjórnarfunda,“ segir í svarinu.Nýlega farið að panta pítsur til að halda kostnaði niðri Málið er til umræðu inni á Pírataspjallinu á Facebook þar sem forseti borgarstjórnar, sá sem lagði fyrirspurnina fram, hefur tjáð sig um málið. Pawel bendir á að nýlega hafi verið tekið upp á því að panta pizzur á fundi borgarstjórnar til þess að halda kostnaði niðri. Sá kostnaður nái hins vegar ekki inn á það tímabil sem fyrirspurn hans og svar borgarinnar nær til. Þá er því einnig velt upp í umræðunni hvers vegna fundir borgarstjórnar séu ekki haldnir á hefðbundnum dagvinnutíma. Þeir hefjast klukkan 14 á þriðjudögum og standa yfirleitt til miðnættis, jafnvel lengur. Er því velt upp hvort svona maraþonfundir séu skilvirkir og spurt hvers vegna fundirnir séu ekki á dagvinnutíma. Pawel bendir á að fyrirkomulagið sé svona því sögulega hafi sveitarstjórnarfólk ekki verið í fullri vinnu. Þau rök eigi hins vegar ekki lengur við. „Hins vegar er ljóst að ef borgarstjórn myndi funda yfir heila virka daga þá er ekki hægt að funda í nefndum og fagráðum á þeim tíma, sem myndi þýða ákveðið rask. Auðvitað allt leysanlegt, en vandinn er að þú þarft góðan vilja fólks, allra, til að halda fundalengd niðri. Trúið það skortir ekki vilja hjá mér til að koma því fyrir að hægt sé að klára fundi fyrir kvöldmat,“ segir Pawel í umræðunni á Pírataspjallinu.Borgarfulltrúi Flokks fólksins orðlaus yfir kostnaðinum Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, bókaði eftirfarandi um kostnaðinn: Borgarfulltrúi Flokks fólksins á ekki orð yfir þeim kostnaði sem einn borgarstjórnarfundur kostar. Meðalkostnaður fyrir hvern fund á kjörtímabilinu er ca. 850.000.- vegna veitinga fyrir borgarstjórn, vegna útsendinga á vef Reykjavíkurborgar og í útvarpi og vegna yfirvinnu húsvarða í Ráðhúsi frá kl. 18.00. Borgarfulltrúi hefur rætt við tæknimenn um þessi mál og ber flestum saman að þessi upphæð er ekki eðlileg. Tæknihlutinn er að taka stærstan hluta af þessari upphæð. Gæði útsendinga eru auk þess léleg, hljóð og mynd fer ekki saman. Ef borið er saman við útsendingar Alþingis má sjá gríðarlegan mun. Hér þarf að skoða málin ofan í kjölinn og auðvitað finna aðra leið. Þessa upphæð mætti lækka um helming í það minnsta hvað varðar tæknilegu málin. Borgarfulltrúi gerir þá kröfu að þeir sem annast þessi mál taki þetta til gaumgæfilegrar athugunar, geri verðkönnun og samanburð sem þarf til að finna ódýrari leiðir. Útboð þarf að vera á öllum kostnaðarþáttum að sjálfsögðu jafnvel þótt áætlun um kostnað nái ekki viðmiði innkaupareglna. Kolbrún bætir því svo við varðandi kostnað við matinn að stór hópur fái að borða á fundum borgarstjórnar: „…en fæstir fitna á þessum fundum svo mikið er víst, en kostnaður við útsendingu og upptöku er brjálæðislegur og gæði ömurleg, hljóð og mynd fara ekki saman.“Fréttin var uppfærð kl. 08:13 með nánari upplýsingum um hve margir borða á fundum borgarstjórnar.
Borgarstjórn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira