Seinni bylgjan: Hvað haldið þið að Haukur Þrastarson sé? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 09:00 Haukur Þrastarson. Vísir/Daníel FH-ingar unnu frábæran sigur á Selfossi í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi og eitt af lykilatriðið var að mati Loga Geirssonar í Seinni bylgjunni í gær var Haukur Þrastarson hafði hvorki kraft né orku í að bera uppi Selfossliðið allan tímann. „Við sáum að Hauki Þrastarsyni var skipt út af í fyrri hálfleik því hann var bara sprunginn. Hann stóð þarna á miðlínunni eftir tuttugu mínútur,“ Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær en Henry Birgir Gunnarsson var ekki alveg sammála. „Hvernig getur þú sagt að Haukur Þrastarson sé sprunginn eftir tuttugu mínútur? Þessi maður er búinn að sýna að hann er ómennskur,“ sagði Henry Birgir. „Þú sagðir að hann gæti hlaupið hringinn í kringum landið aftur á bak og ég sagðist vera tilbúinn að veðja á móti því. Hann hefði ekki getað hlaupið aftur á bak allan völlinn þegar tuttugu mínútur voru búnar. Hann stóð bara og hugsaði: Hvað er í gangi?,“ sagði Logi. „Hann var allt í öllu sóknarlega og spilaði fyrir framan í vörninni. Hvað haldið þið að hann sé? Enda var gæinn bara búinn á því,“ sagði Logi. „Hann er með 26 prósent skotnýtingu í þessum leik en þetta er maður sem er búinn að vera með 70 prósent skotnýtingu í allan vetur,“ sagði Logi. „Hann skapar ellefu skotfæri og á átta stoðsendingar en þegar kom að skotunum þá var bara ekkert að frétta,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til Guðlaugs Arnarssonar. „Sjáið líka skotin sem hann er að taka. Þetta eru erfið skot og þetta er illa undirbúið. Hann þarf að gera þetta rosalega mikið upp á eigin spýtur,“ sagði Guðlaugur. „Maðurinn er búinn að vera stórkostlegur og það vita það allir. Þetta er besti leikmaðurinn í deildinni og hann er búinn að semja við eitt besta lið í heimi því hann er að fara í Kielce. Það sem ég er að tala um er hvernig hann er notaður,“ sagði Logi og bætti við: „Hann er gjörsamlega sprunginn eftir tuttugu mínútur. Hvernig ætlar þú að hámarka leikmanninn svona. Það gengur ekki,“ sagði Logi. „Við sáum samt að þegar hann fór út af þá hrundi allt. Hann verður að hafa hann inn á og verður að keyra á honum. Þeir þurfa að finna réttar lausnir til að geta nýtt hann enn betur,“ sagði Guðlaugur. Það má sjá alla umræðuna um Hauk Þrastarson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Hauk Þrastarson Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
FH-ingar unnu frábæran sigur á Selfossi í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi og eitt af lykilatriðið var að mati Loga Geirssonar í Seinni bylgjunni í gær var Haukur Þrastarson hafði hvorki kraft né orku í að bera uppi Selfossliðið allan tímann. „Við sáum að Hauki Þrastarsyni var skipt út af í fyrri hálfleik því hann var bara sprunginn. Hann stóð þarna á miðlínunni eftir tuttugu mínútur,“ Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær en Henry Birgir Gunnarsson var ekki alveg sammála. „Hvernig getur þú sagt að Haukur Þrastarson sé sprunginn eftir tuttugu mínútur? Þessi maður er búinn að sýna að hann er ómennskur,“ sagði Henry Birgir. „Þú sagðir að hann gæti hlaupið hringinn í kringum landið aftur á bak og ég sagðist vera tilbúinn að veðja á móti því. Hann hefði ekki getað hlaupið aftur á bak allan völlinn þegar tuttugu mínútur voru búnar. Hann stóð bara og hugsaði: Hvað er í gangi?,“ sagði Logi. „Hann var allt í öllu sóknarlega og spilaði fyrir framan í vörninni. Hvað haldið þið að hann sé? Enda var gæinn bara búinn á því,“ sagði Logi. „Hann er með 26 prósent skotnýtingu í þessum leik en þetta er maður sem er búinn að vera með 70 prósent skotnýtingu í allan vetur,“ sagði Logi. „Hann skapar ellefu skotfæri og á átta stoðsendingar en þegar kom að skotunum þá var bara ekkert að frétta,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til Guðlaugs Arnarssonar. „Sjáið líka skotin sem hann er að taka. Þetta eru erfið skot og þetta er illa undirbúið. Hann þarf að gera þetta rosalega mikið upp á eigin spýtur,“ sagði Guðlaugur. „Maðurinn er búinn að vera stórkostlegur og það vita það allir. Þetta er besti leikmaðurinn í deildinni og hann er búinn að semja við eitt besta lið í heimi því hann er að fara í Kielce. Það sem ég er að tala um er hvernig hann er notaður,“ sagði Logi og bætti við: „Hann er gjörsamlega sprunginn eftir tuttugu mínútur. Hvernig ætlar þú að hámarka leikmanninn svona. Það gengur ekki,“ sagði Logi. „Við sáum samt að þegar hann fór út af þá hrundi allt. Hann verður að hafa hann inn á og verður að keyra á honum. Þeir þurfa að finna réttar lausnir til að geta nýtt hann enn betur,“ sagði Guðlaugur. Það má sjá alla umræðuna um Hauk Þrastarson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Hauk Þrastarson
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira