Seinni bylgjan: Hvað haldið þið að Haukur Þrastarson sé? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 09:00 Haukur Þrastarson. Vísir/Daníel FH-ingar unnu frábæran sigur á Selfossi í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi og eitt af lykilatriðið var að mati Loga Geirssonar í Seinni bylgjunni í gær var Haukur Þrastarson hafði hvorki kraft né orku í að bera uppi Selfossliðið allan tímann. „Við sáum að Hauki Þrastarsyni var skipt út af í fyrri hálfleik því hann var bara sprunginn. Hann stóð þarna á miðlínunni eftir tuttugu mínútur,“ Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær en Henry Birgir Gunnarsson var ekki alveg sammála. „Hvernig getur þú sagt að Haukur Þrastarson sé sprunginn eftir tuttugu mínútur? Þessi maður er búinn að sýna að hann er ómennskur,“ sagði Henry Birgir. „Þú sagðir að hann gæti hlaupið hringinn í kringum landið aftur á bak og ég sagðist vera tilbúinn að veðja á móti því. Hann hefði ekki getað hlaupið aftur á bak allan völlinn þegar tuttugu mínútur voru búnar. Hann stóð bara og hugsaði: Hvað er í gangi?,“ sagði Logi. „Hann var allt í öllu sóknarlega og spilaði fyrir framan í vörninni. Hvað haldið þið að hann sé? Enda var gæinn bara búinn á því,“ sagði Logi. „Hann er með 26 prósent skotnýtingu í þessum leik en þetta er maður sem er búinn að vera með 70 prósent skotnýtingu í allan vetur,“ sagði Logi. „Hann skapar ellefu skotfæri og á átta stoðsendingar en þegar kom að skotunum þá var bara ekkert að frétta,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til Guðlaugs Arnarssonar. „Sjáið líka skotin sem hann er að taka. Þetta eru erfið skot og þetta er illa undirbúið. Hann þarf að gera þetta rosalega mikið upp á eigin spýtur,“ sagði Guðlaugur. „Maðurinn er búinn að vera stórkostlegur og það vita það allir. Þetta er besti leikmaðurinn í deildinni og hann er búinn að semja við eitt besta lið í heimi því hann er að fara í Kielce. Það sem ég er að tala um er hvernig hann er notaður,“ sagði Logi og bætti við: „Hann er gjörsamlega sprunginn eftir tuttugu mínútur. Hvernig ætlar þú að hámarka leikmanninn svona. Það gengur ekki,“ sagði Logi. „Við sáum samt að þegar hann fór út af þá hrundi allt. Hann verður að hafa hann inn á og verður að keyra á honum. Þeir þurfa að finna réttar lausnir til að geta nýtt hann enn betur,“ sagði Guðlaugur. Það má sjá alla umræðuna um Hauk Þrastarson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Hauk Þrastarson Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
FH-ingar unnu frábæran sigur á Selfossi í Olís deild karla í handbolta í gærkvöldi og eitt af lykilatriðið var að mati Loga Geirssonar í Seinni bylgjunni í gær var Haukur Þrastarson hafði hvorki kraft né orku í að bera uppi Selfossliðið allan tímann. „Við sáum að Hauki Þrastarsyni var skipt út af í fyrri hálfleik því hann var bara sprunginn. Hann stóð þarna á miðlínunni eftir tuttugu mínútur,“ Logi Geirsson í Seinni bylgjunni í gær en Henry Birgir Gunnarsson var ekki alveg sammála. „Hvernig getur þú sagt að Haukur Þrastarson sé sprunginn eftir tuttugu mínútur? Þessi maður er búinn að sýna að hann er ómennskur,“ sagði Henry Birgir. „Þú sagðir að hann gæti hlaupið hringinn í kringum landið aftur á bak og ég sagðist vera tilbúinn að veðja á móti því. Hann hefði ekki getað hlaupið aftur á bak allan völlinn þegar tuttugu mínútur voru búnar. Hann stóð bara og hugsaði: Hvað er í gangi?,“ sagði Logi. „Hann var allt í öllu sóknarlega og spilaði fyrir framan í vörninni. Hvað haldið þið að hann sé? Enda var gæinn bara búinn á því,“ sagði Logi. „Hann er með 26 prósent skotnýtingu í þessum leik en þetta er maður sem er búinn að vera með 70 prósent skotnýtingu í allan vetur,“ sagði Logi. „Hann skapar ellefu skotfæri og á átta stoðsendingar en þegar kom að skotunum þá var bara ekkert að frétta,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til Guðlaugs Arnarssonar. „Sjáið líka skotin sem hann er að taka. Þetta eru erfið skot og þetta er illa undirbúið. Hann þarf að gera þetta rosalega mikið upp á eigin spýtur,“ sagði Guðlaugur. „Maðurinn er búinn að vera stórkostlegur og það vita það allir. Þetta er besti leikmaðurinn í deildinni og hann er búinn að semja við eitt besta lið í heimi því hann er að fara í Kielce. Það sem ég er að tala um er hvernig hann er notaður,“ sagði Logi og bætti við: „Hann er gjörsamlega sprunginn eftir tuttugu mínútur. Hvernig ætlar þú að hámarka leikmanninn svona. Það gengur ekki,“ sagði Logi. „Við sáum samt að þegar hann fór út af þá hrundi allt. Hann verður að hafa hann inn á og verður að keyra á honum. Þeir þurfa að finna réttar lausnir til að geta nýtt hann enn betur,“ sagði Guðlaugur. Það má sjá alla umræðuna um Hauk Þrastarson í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Hauk Þrastarson
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira