Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 12:07 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti aðgerðirnar á blaðamannafundi í morgun. Vísir/vilhelm Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum þar sem kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu í morgun. „Varðandi lesskilning, sem er nú aðalsviðið núna, þá erum við að fara marktækt aftur úr frá því 2009 þegar lesskilningur var síðast aðal sviðið. En við höfum kannski náð ákveðnu jafnvægi, það er ekki marktæk breyting frá 2015 þó það sé heldur niður á við þar,“ segir Arnór. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnir niðurstöður PISA-könnunar 2018.Vísir/Vilhelm Þannig fá aðeins sex af 37 ríkjum OECD færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Þeim hefur fjölgað milli kannana sem ekki geta lesið sér til gagns. „Í stærðfræðinni þá eru mjög ánægjulegar fréttir, við erum að bæta okkur þar verulega, marktækt frá því í síðustu könnun og erum komin yfir meðaltal OECD þar og á svipuðu róli og Norðurlöndin. Náttúruvísindin eru svona svipuð og þau hafa verið, því miður frekar slakur árangur þar,“ segir Arnór en skýrslu um niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Stofna fagráð og fjölga kennslustundum í móðurmáli Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist líta niðurstöðurnar alvarlegum augum. „Þess vegna þurfum við að gera betur og þess vegna var ég að tilkynna um aðgerðirnar. Það sem við erum að fara í, við erum að fara að efla námsorðaforða, við erum að fara í starfsþróun kennara og við ætlum að fjölga íslenskutímum, það er að segja í móðurmálinu okkar,“ segir Lilja. „Eitt af því sem við sjáum þegar við erum að bera okkur saman, til að mynda við Svíþjóð, er að þar eru fleiri tímar í móðurmálinu og nú tökum við mið á þessu og förum strax í aðgerðir.“ Þá stendur jafnframt til að ráðast í aðgerðir til að fjölga kennurum með sérhæfða þekkingu, endurskoða námsefni og fyrirkomulag námsefnisgerðar og efla menntarannsóknir. Stofnuð verða fagráð í læsi, stærðfræði og náttúruvísindum sem heyra munu beint undir ráðherra. Nánar er fjallað um þær aðgerðir sem ráðherra kynnti í morgun í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Hér að neðan má sjá kynninguna í heild sinni. Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum þar sem kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnti niðurstöður könnunarinnar á blaðamannafundi í menntamálaráðuneytinu í morgun. „Varðandi lesskilning, sem er nú aðalsviðið núna, þá erum við að fara marktækt aftur úr frá því 2009 þegar lesskilningur var síðast aðal sviðið. En við höfum kannski náð ákveðnu jafnvægi, það er ekki marktæk breyting frá 2015 þó það sé heldur niður á við þar,“ segir Arnór. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, kynnir niðurstöður PISA-könnunar 2018.Vísir/Vilhelm Þannig fá aðeins sex af 37 ríkjum OECD færri stig en Ísland þegar kemur að lesskilningi. Þeim hefur fjölgað milli kannana sem ekki geta lesið sér til gagns. „Í stærðfræðinni þá eru mjög ánægjulegar fréttir, við erum að bæta okkur þar verulega, marktækt frá því í síðustu könnun og erum komin yfir meðaltal OECD þar og á svipuðu róli og Norðurlöndin. Náttúruvísindin eru svona svipuð og þau hafa verið, því miður frekar slakur árangur þar,“ segir Arnór en skýrslu um niðurstöður könnunarinnar má finna hér. Stofna fagráð og fjölga kennslustundum í móðurmáli Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist líta niðurstöðurnar alvarlegum augum. „Þess vegna þurfum við að gera betur og þess vegna var ég að tilkynna um aðgerðirnar. Það sem við erum að fara í, við erum að fara að efla námsorðaforða, við erum að fara í starfsþróun kennara og við ætlum að fjölga íslenskutímum, það er að segja í móðurmálinu okkar,“ segir Lilja. „Eitt af því sem við sjáum þegar við erum að bera okkur saman, til að mynda við Svíþjóð, er að þar eru fleiri tímar í móðurmálinu og nú tökum við mið á þessu og förum strax í aðgerðir.“ Þá stendur jafnframt til að ráðast í aðgerðir til að fjölga kennurum með sérhæfða þekkingu, endurskoða námsefni og fyrirkomulag námsefnisgerðar og efla menntarannsóknir. Stofnuð verða fagráð í læsi, stærðfræði og náttúruvísindum sem heyra munu beint undir ráðherra. Nánar er fjallað um þær aðgerðir sem ráðherra kynnti í morgun í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Hér að neðan má sjá kynninguna í heild sinni. Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira