Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. Kjartan mun taka tímabundið við sem ríkislögreglustjóri. Hann gerir ráð fyrir að sinna starfinu í um tvo mánuði ef ráðning nýs ríkislögreglustjóra gengur vel. Hann hefur þó sjálfur engan áhuga á að sækja um stöðuna. Kjartan var staddur á Höfn í Hornafirði þegar fréttastofa náði tali af honum. „Ég var bara beðinn um það af ráðuneytinu um að taka þetta að mér. Þá var líka kannað hvort ég vildi sækja um þetta starf sem ég hef ekki áhuga á. Ég vil bara vera lögreglustjóri í mínu umdæmi. Mér líður vel hér en hins vegar var ég til í að taka þetta að mér, bara stutt. Ég vil bara þakka fyrir það traust sem mér er sýnt í þessum efnum,“ segir Kjartan.Vill klára hafið verk á Suðurlandi Inntur eftir frekari skýringum á því hvers vegna hann hafi ekki áhuga á að sækja um svarar Kjartan: „Ég hef nú alltaf verið landsbyggðarmaður og líður best þar. Og ég hef nóg að gera hérna á Suðurlandi. Þetta er stórt og víðáttumikið umdæmi og ég er búinn að vera með það í fimm ár. Ég er á mínu síðasta tímabili og vil bara klára það eins vel og ég get og og ég vil ná að sinna mínu fólki hér á Suðurlandi.“Muntu breyta einhverju á þessum tveimur mánuðum sem þú munt sinna embætti ríkislögreglustjóra? „Ég held að fólk þurfi að leggja svolítið áherslu á að flýta sér ekki of mikið og setja sig vel inn í hlutin. Það sem ég mun leggja áherslu á við þau verkefni, sem fólk ætlar að skoða, er að hlustað sé bæði á starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra – sem hafa náttúrulega mikla þekkingu og reynslu því þar er mikill mannauður – og svo líka á aðra hagsmunaaðila eins og lögreglustjórana og ráðuneytið og að við vöndum okkur við þetta. En það er náttúrulega ljóst að þar sem ég starfa bara tímabundið að þá er ég náttúrulega ekki að taka neinar stefnumótandi ákvarðanir fyrir embætti ríkislögreglustjóra á þeim tíma heldur frekar að undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra.En muntu gera einhverjar breytingar?„Það verður bara að koma í ljós. Ég verð fyrst að fá að koma þarna inn og skoða hlutina – og sjá hvað ég get gert af því sem mig langar kannski til að gera.“Haraldur Johannessen greindi frá því í morgun að hann hygðist hætta sem ríkislögreglustjóri um áramótin.Vísir/VilhelmLíst vel á plön ráðherra Dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í hádeginu að nýtt lögregluráð tæki til starfa 1. janúar á næsta ári. Lögregluráð verður formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra undir formennski ríkislögreglustjóra. Lögregluráðið hefur þann tilgang að gera lögreglunni kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Ráðið muni leiða til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla.Hvernig lýst þér á þessar tillögur sem dómsmálaráðherra kynnti í hádeginu?„Mér líst mjög vel á það. Ég held það sé mjög mikilvægt að það sé góð samvinna og samráð á milli lögreglustjóranna undir stjórn ríkislögreglustjóra. Ég held að þetta eigi að geta skilað lögreglunni fram á veginn og að þetta löggæsluráð geti þá mótað framtíðarsýn fyrir lögregluna og hvernig við viljum starfa.“Hefur vantað upp á flæði og samvinnu á milli embætta?„Það hafa náttúrulega verið, kannski ekki á milli embættanna sem slíkra, ákveðnir hnökrar í samskiptum við embætti ríkislögreglustjóra og fólk hefur kannski þurft að tala meira saman og vinna meira saman og vinna betur saman og frumvinnan við það er að fólk hittist og talist saman sem oftast,“ segir Kjartan sem kveðst vera tilbúinn í slaginn. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. Kjartan mun taka tímabundið við sem ríkislögreglustjóri. Hann gerir ráð fyrir að sinna starfinu í um tvo mánuði ef ráðning nýs ríkislögreglustjóra gengur vel. Hann hefur þó sjálfur engan áhuga á að sækja um stöðuna. Kjartan var staddur á Höfn í Hornafirði þegar fréttastofa náði tali af honum. „Ég var bara beðinn um það af ráðuneytinu um að taka þetta að mér. Þá var líka kannað hvort ég vildi sækja um þetta starf sem ég hef ekki áhuga á. Ég vil bara vera lögreglustjóri í mínu umdæmi. Mér líður vel hér en hins vegar var ég til í að taka þetta að mér, bara stutt. Ég vil bara þakka fyrir það traust sem mér er sýnt í þessum efnum,“ segir Kjartan.Vill klára hafið verk á Suðurlandi Inntur eftir frekari skýringum á því hvers vegna hann hafi ekki áhuga á að sækja um svarar Kjartan: „Ég hef nú alltaf verið landsbyggðarmaður og líður best þar. Og ég hef nóg að gera hérna á Suðurlandi. Þetta er stórt og víðáttumikið umdæmi og ég er búinn að vera með það í fimm ár. Ég er á mínu síðasta tímabili og vil bara klára það eins vel og ég get og og ég vil ná að sinna mínu fólki hér á Suðurlandi.“Muntu breyta einhverju á þessum tveimur mánuðum sem þú munt sinna embætti ríkislögreglustjóra? „Ég held að fólk þurfi að leggja svolítið áherslu á að flýta sér ekki of mikið og setja sig vel inn í hlutin. Það sem ég mun leggja áherslu á við þau verkefni, sem fólk ætlar að skoða, er að hlustað sé bæði á starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra – sem hafa náttúrulega mikla þekkingu og reynslu því þar er mikill mannauður – og svo líka á aðra hagsmunaaðila eins og lögreglustjórana og ráðuneytið og að við vöndum okkur við þetta. En það er náttúrulega ljóst að þar sem ég starfa bara tímabundið að þá er ég náttúrulega ekki að taka neinar stefnumótandi ákvarðanir fyrir embætti ríkislögreglustjóra á þeim tíma heldur frekar að undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra.En muntu gera einhverjar breytingar?„Það verður bara að koma í ljós. Ég verð fyrst að fá að koma þarna inn og skoða hlutina – og sjá hvað ég get gert af því sem mig langar kannski til að gera.“Haraldur Johannessen greindi frá því í morgun að hann hygðist hætta sem ríkislögreglustjóri um áramótin.Vísir/VilhelmLíst vel á plön ráðherra Dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í hádeginu að nýtt lögregluráð tæki til starfa 1. janúar á næsta ári. Lögregluráð verður formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra undir formennski ríkislögreglustjóra. Lögregluráðið hefur þann tilgang að gera lögreglunni kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Ráðið muni leiða til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla.Hvernig lýst þér á þessar tillögur sem dómsmálaráðherra kynnti í hádeginu?„Mér líst mjög vel á það. Ég held það sé mjög mikilvægt að það sé góð samvinna og samráð á milli lögreglustjóranna undir stjórn ríkislögreglustjóra. Ég held að þetta eigi að geta skilað lögreglunni fram á veginn og að þetta löggæsluráð geti þá mótað framtíðarsýn fyrir lögregluna og hvernig við viljum starfa.“Hefur vantað upp á flæði og samvinnu á milli embætta?„Það hafa náttúrulega verið, kannski ekki á milli embættanna sem slíkra, ákveðnir hnökrar í samskiptum við embætti ríkislögreglustjóra og fólk hefur kannski þurft að tala meira saman og vinna meira saman og vinna betur saman og frumvinnan við það er að fólk hittist og talist saman sem oftast,“ segir Kjartan sem kveðst vera tilbúinn í slaginn.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19