„Við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 18:45 Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar kynnti niðurstöður PISA-könnunar í morgun. Við höfum brugðist kennurum og stórt samfélagslegt verkefni er framundan við að bæta lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta segir forstjóri Menntamálastofnunar. Menntamálaráðherra kynnti í dag aðgerðir til að bregðast við dapurri niðurstöðu nýjustu PISA-könnunar. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti. Útkoma Íslands í síðustu könnunin, sem var lögð fyrir 15 ára nemendur vorið 2018 og kynnt var í dag, er ekki góð. Þannig er Ísland langt fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna þegar kemur að lesskilningi, líkt og Vísir hefur fjallað um í dag, og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við síðan árið 2000. Í þeim efnum er staða drengja lakari en stúlkna. Læsi á stærðfræði hefur þó farið uppávið miðað við síðustu könnun en læsi á náttúruvísindi hefur einnig þróast í niðurávið. Sjá einnig: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar „Það sem þyrfti að bæta, að þá höfum við lagt mikla áherslu á stuðning við kennara. Okkur finnst að við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum við að takast á við þessar miklu breytingar sem hafa átt sér stað,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Vísar hann þar til þeirra samfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað frá því að sá árgangur sem tók könnunina 2018, kom í heiminn. „Við höfum bent á ákveðna þætti sem að kannski liggja að baki þessari þróun. Það eru miklar samfélagslegar breytingar sem hafa átt sér stað. Ef við skoðum bara þennan árgang sem er fæddur 2002 sem tekur PISA 2018. Hann byrjar sína skólagöngu 2008 þegar er hrun, Iphone, samfélagsmiðlar, koma inn á þessu tímabili. Það eru miklar, tæknilegar samfélagsbreytingar sem eiga sér stað,“ segir Arnór. Þá þurfi að líta sérstaklega til sveitarfélaganna en árangurinn á landsbyggðinni er mun lakari heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnuninni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við fyrri könnunum með margvíslegum hætti en hún kynnti frekari aðgerðir í dag. „Ég segi, við þurfum að gera betur. Ég er mikil keppnismanneskja þannig að ég lít á þetta sem áhugaverða áskorun fyrir alla þjóðina,“ segir Lilja. Hún segist bjartsýn á að á Íslandi verði framúrskarandi menntakerfi árið 2024. „Við höfum gríðarlegan mannauð hér á Íslandi og okkur mun takast þetta.“ Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Við höfum brugðist kennurum og stórt samfélagslegt verkefni er framundan við að bæta lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta segir forstjóri Menntamálastofnunar. Menntamálaráðherra kynnti í dag aðgerðir til að bregðast við dapurri niðurstöðu nýjustu PISA-könnunar. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti. Útkoma Íslands í síðustu könnunin, sem var lögð fyrir 15 ára nemendur vorið 2018 og kynnt var í dag, er ekki góð. Þannig er Ísland langt fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna þegar kemur að lesskilningi, líkt og Vísir hefur fjallað um í dag, og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við síðan árið 2000. Í þeim efnum er staða drengja lakari en stúlkna. Læsi á stærðfræði hefur þó farið uppávið miðað við síðustu könnun en læsi á náttúruvísindi hefur einnig þróast í niðurávið. Sjá einnig: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar „Það sem þyrfti að bæta, að þá höfum við lagt mikla áherslu á stuðning við kennara. Okkur finnst að við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum við að takast á við þessar miklu breytingar sem hafa átt sér stað,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Vísar hann þar til þeirra samfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað frá því að sá árgangur sem tók könnunina 2018, kom í heiminn. „Við höfum bent á ákveðna þætti sem að kannski liggja að baki þessari þróun. Það eru miklar samfélagslegar breytingar sem hafa átt sér stað. Ef við skoðum bara þennan árgang sem er fæddur 2002 sem tekur PISA 2018. Hann byrjar sína skólagöngu 2008 þegar er hrun, Iphone, samfélagsmiðlar, koma inn á þessu tímabili. Það eru miklar, tæknilegar samfélagsbreytingar sem eiga sér stað,“ segir Arnór. Þá þurfi að líta sérstaklega til sveitarfélaganna en árangurinn á landsbyggðinni er mun lakari heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnuninni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við fyrri könnunum með margvíslegum hætti en hún kynnti frekari aðgerðir í dag. „Ég segi, við þurfum að gera betur. Ég er mikil keppnismanneskja þannig að ég lít á þetta sem áhugaverða áskorun fyrir alla þjóðina,“ segir Lilja. Hún segist bjartsýn á að á Íslandi verði framúrskarandi menntakerfi árið 2024. „Við höfum gríðarlegan mannauð hér á Íslandi og okkur mun takast þetta.“
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31
Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07
Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent