Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 15:30 Þórir Hergeirsson að stýra norska landsliðinu. EPA-EFE/FILIP SINGER Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í handbolta í Japan. Það er því ekkert skrýtið að norska handboltasambandið vilji halda Selfyssingnum og hann sjálfur virðist taka vel í slík plön ef marka má svar hans í stuttu viðtali við blaðamann Aftenposten í dag. Þórir og norsku stelpurnar hittu blaðamenn í dag en liðið átti frídag áður en kemur að tveimur síðustu leikjum liðsins í riðlinum á fimmtudag og föstudag. Blaðamaður Aftenposten spurði Þórir út í framhaldið með liðið en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá 2009 og var áður aðstoðarþjálfari í næstum því áratug. Núverandi samningur Þóris og norska handboltasambandsins rennur út um áramótin 2021 til 2002 og báðir aðilar hafa því tíma til að meta stöðuna. Blaðamaður Aftenposten er á því að þetta snúist fyrst og fremst um það hvað Þórir vill. Hún spurði því Þórir út í framtíðina. Þórir Hergeirsson sagði henni að hann elski það að vera þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og það sé þess vegna sem hann lét vita snemma af því að hann vilji framlengja samninginn sinn.Thorir Hergeirsson tar en ny periode som landslagstrener.https://t.co/1T0i5QxMG6 — 100% Sport (@100prosentsport) December 4, 2019 „Það eru bara nokkur smáatriði sem eru eftir. Við erum nánast komin í mark með nýjan samning. Ég er spenntur,“ sagði Þórir. Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu enda löngu sannað að Íslendingurinn er á heimavelli þegar kemur að því að halda norska kvennalandsliðinu í fremstu röð. Það kemur því ekki á óvart að blaðamaður Aftenposten slái því upp að það séu fagnaðarlæti í herbúðum norska sambandsins að vita af því að Þórir sé klár í slaginn næstu ár. Þórir tók við liðinu af Marit Breivik sem þjálfaði norsku stelpurnar í fjórtán ár eða frá 1994 til 2008. Hún var 53 ára gömul þegar hún hætti með liðið. Þórir heldur upp á 56 ára afmælið sitt í apríl. Hann er búinn að vera með norska landsliðið í ellefu ár og á þeim tíma hefur liðið unnið til ellefu verðlauna á stórmótum eða sjö gull, tvö silfur og tvö brons. Þórir á nú möguleika á að gera norska liðið að heimsmeisturum í þriðja sinn en liðið vann silfur síðast (2017) en hafði unnið gull 2011 og 2015. Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í handbolta í Japan. Það er því ekkert skrýtið að norska handboltasambandið vilji halda Selfyssingnum og hann sjálfur virðist taka vel í slík plön ef marka má svar hans í stuttu viðtali við blaðamann Aftenposten í dag. Þórir og norsku stelpurnar hittu blaðamenn í dag en liðið átti frídag áður en kemur að tveimur síðustu leikjum liðsins í riðlinum á fimmtudag og föstudag. Blaðamaður Aftenposten spurði Þórir út í framhaldið með liðið en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá 2009 og var áður aðstoðarþjálfari í næstum því áratug. Núverandi samningur Þóris og norska handboltasambandsins rennur út um áramótin 2021 til 2002 og báðir aðilar hafa því tíma til að meta stöðuna. Blaðamaður Aftenposten er á því að þetta snúist fyrst og fremst um það hvað Þórir vill. Hún spurði því Þórir út í framtíðina. Þórir Hergeirsson sagði henni að hann elski það að vera þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og það sé þess vegna sem hann lét vita snemma af því að hann vilji framlengja samninginn sinn.Thorir Hergeirsson tar en ny periode som landslagstrener.https://t.co/1T0i5QxMG6 — 100% Sport (@100prosentsport) December 4, 2019 „Það eru bara nokkur smáatriði sem eru eftir. Við erum nánast komin í mark með nýjan samning. Ég er spenntur,“ sagði Þórir. Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu enda löngu sannað að Íslendingurinn er á heimavelli þegar kemur að því að halda norska kvennalandsliðinu í fremstu röð. Það kemur því ekki á óvart að blaðamaður Aftenposten slái því upp að það séu fagnaðarlæti í herbúðum norska sambandsins að vita af því að Þórir sé klár í slaginn næstu ár. Þórir tók við liðinu af Marit Breivik sem þjálfaði norsku stelpurnar í fjórtán ár eða frá 1994 til 2008. Hún var 53 ára gömul þegar hún hætti með liðið. Þórir heldur upp á 56 ára afmælið sitt í apríl. Hann er búinn að vera með norska landsliðið í ellefu ár og á þeim tíma hefur liðið unnið til ellefu verðlauna á stórmótum eða sjö gull, tvö silfur og tvö brons. Þórir á nú möguleika á að gera norska liðið að heimsmeisturum í þriðja sinn en liðið vann silfur síðast (2017) en hafði unnið gull 2011 og 2015.
Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti