Sportpakkinn: Grafa hitamæla ofan í Laugardalsvöll og leita til fjölda sérfræðinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 16:15 Guðjón Guðmundsson á Laugardalsvellinum í dag. Mynd/S2 Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvellar þurfa að gera miklu miklu meira en að leggja hitadúk yfir Laugardalsvöllinn ef völlurinn á að vera klár fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu í mars. Guðjón Guðmundsson skellti sér niður á snævi þakktan Laugardalsvöll í dag og skoðaði aðstæður en svona gætu aðstæðurnar verið þegar Íslands fær Rúmeníu í heimsókn 26. mars næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur sett í gang aðgerðaráætlun svo að Laugardalsvöllurinn verði leikfær á þessum mikilvæga degi.Vitum ekkert hvað bíður okkar „Við erum að fást við íslenska vetur og vitum ekkert hvað bíður okkar. Við þurfum því í okkar plönum að gera ráð fyrir öllum sviðsmyndum og það er ekki einfalt,“ sagði Víðir Reynisson, starfsmaður KSÍ. „Við þurfum bæði að vera heppin með aðstæður en svo þurfa þær aðgerðir sem Kristinn vallarstjóri og hans menn hafa lagt til, að ganga upp. Það eru margir óvissuþættir í því ennþá,“ sagði Víðir en hverjir eru helstu óvissuþættirnir. „Við ráðum lítið við veðrið en við erum með áætlanir með að vinna þannig í vellinum að reyna að draga úr sveiflunum sem geta orðið. Síðan erum við að skoða hvenær við þurfum að bregðast við ef við þurfum að breyta okkar áætlunum. Okkar verkefni núna er að skila tillögum til stjórnar KSÍ fyrir 12. desember þannig að aðgerðaáætlun vetrarins liggi fyrir þá,“ sagði Víðir. Það er ekki nóg að huga að vellinum tveimur vikum fyrir leik.Sérfræðingar á öllum mögulegum sviðum „Við byrjuðum á þessu fyrir talsverðu síðan þegar ljóst væri að umspilið yrði okkar hlutskipti í keppninni. Við höfum unnið í þessu daglega síðan og það er ansi stór hópur manna sem kemur að þessu og mitt verkefni er að leiða þann hóp,“ sagði Víðir. „Við erum búnir að kalla til sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum og erum í samskiptum við aðila sem við teljum að geti hjálpað okkur við þetta. Verkefnið er snúið og mikil áskorun en jafnframt mjög skemmtilegt fyrir okkur,“ sagði Víðir. Árið 2013 þurfti KSÍ að leggja hitadúk yfir völlinn fyrir leik á móti Króatíu í umspili fyrir HM 2014. Sá leikur fór fram í nóvember en verkefnið er hins vegar viðameira fyrir leikinn á móti Rúmeníu í mars á næsta ári. „Það verður stefnt að því að gera svipað en dúkurinn verður kannski lengur yfir vellinum á næsta ári en var fyrir Króatíuleikinn. Þá var hann yfir vellinum í kringum viku. Núna vonumst við að fá hann þremur vikum fyrir leik,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Það þarf að gera meira en að leggja dúkinn yfir völlinn.Mikil vinna í svörtu skammdeginu „Við þurfum að gera miklu miklu meira. Þetta er búið að vera mánaðarundirbúningur síðan að við áttuðum okkur á því að við værum að fara í umspilið. Þetta verður undirbúningur fram að leik eða desember, janúar og febrúar í ákveðinni vinnur og svo kemur hitadúkurinn hugsanlega í mars. Plan og vinna í svarta skammdeginu verður mikil,“ sagði Kristinn. Það er búið að fjárfesta í jarðvegshitamælum og rakamælum sem ætlunin er að graf í völlinn. „Við fylgjumst þar með hitastiginu og ástandinu á vellinum í tölvunni,“ sagði Kristinn. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: KSÍ undirbýr Laugardalsvöllinn fyrir umspilsleikinn í mars EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Veður Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvellar þurfa að gera miklu miklu meira en að leggja hitadúk yfir Laugardalsvöllinn ef völlurinn á að vera klár fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu í mars. Guðjón Guðmundsson skellti sér niður á snævi þakktan Laugardalsvöll í dag og skoðaði aðstæður en svona gætu aðstæðurnar verið þegar Íslands fær Rúmeníu í heimsókn 26. mars næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur sett í gang aðgerðaráætlun svo að Laugardalsvöllurinn verði leikfær á þessum mikilvæga degi.Vitum ekkert hvað bíður okkar „Við erum að fást við íslenska vetur og vitum ekkert hvað bíður okkar. Við þurfum því í okkar plönum að gera ráð fyrir öllum sviðsmyndum og það er ekki einfalt,“ sagði Víðir Reynisson, starfsmaður KSÍ. „Við þurfum bæði að vera heppin með aðstæður en svo þurfa þær aðgerðir sem Kristinn vallarstjóri og hans menn hafa lagt til, að ganga upp. Það eru margir óvissuþættir í því ennþá,“ sagði Víðir en hverjir eru helstu óvissuþættirnir. „Við ráðum lítið við veðrið en við erum með áætlanir með að vinna þannig í vellinum að reyna að draga úr sveiflunum sem geta orðið. Síðan erum við að skoða hvenær við þurfum að bregðast við ef við þurfum að breyta okkar áætlunum. Okkar verkefni núna er að skila tillögum til stjórnar KSÍ fyrir 12. desember þannig að aðgerðaáætlun vetrarins liggi fyrir þá,“ sagði Víðir. Það er ekki nóg að huga að vellinum tveimur vikum fyrir leik.Sérfræðingar á öllum mögulegum sviðum „Við byrjuðum á þessu fyrir talsverðu síðan þegar ljóst væri að umspilið yrði okkar hlutskipti í keppninni. Við höfum unnið í þessu daglega síðan og það er ansi stór hópur manna sem kemur að þessu og mitt verkefni er að leiða þann hóp,“ sagði Víðir. „Við erum búnir að kalla til sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum og erum í samskiptum við aðila sem við teljum að geti hjálpað okkur við þetta. Verkefnið er snúið og mikil áskorun en jafnframt mjög skemmtilegt fyrir okkur,“ sagði Víðir. Árið 2013 þurfti KSÍ að leggja hitadúk yfir völlinn fyrir leik á móti Króatíu í umspili fyrir HM 2014. Sá leikur fór fram í nóvember en verkefnið er hins vegar viðameira fyrir leikinn á móti Rúmeníu í mars á næsta ári. „Það verður stefnt að því að gera svipað en dúkurinn verður kannski lengur yfir vellinum á næsta ári en var fyrir Króatíuleikinn. Þá var hann yfir vellinum í kringum viku. Núna vonumst við að fá hann þremur vikum fyrir leik,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Það þarf að gera meira en að leggja dúkinn yfir völlinn.Mikil vinna í svörtu skammdeginu „Við þurfum að gera miklu miklu meira. Þetta er búið að vera mánaðarundirbúningur síðan að við áttuðum okkur á því að við værum að fara í umspilið. Þetta verður undirbúningur fram að leik eða desember, janúar og febrúar í ákveðinni vinnur og svo kemur hitadúkurinn hugsanlega í mars. Plan og vinna í svarta skammdeginu verður mikil,“ sagði Kristinn. Það er búið að fjárfesta í jarðvegshitamælum og rakamælum sem ætlunin er að graf í völlinn. „Við fylgjumst þar með hitastiginu og ástandinu á vellinum í tölvunni,“ sagði Kristinn. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: KSÍ undirbýr Laugardalsvöllinn fyrir umspilsleikinn í mars
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Veður Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira