Hátíðarkalkúnabringa með öllu tilheyrandi að hætti Jóhanns dansdómara Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 12:59 Jóhann Gunnar er mikill og góður matreiðslumaður. Dansdómarinn og sælkerinn Jóhann Gunnar Arnarsson sýndi Evu Laufey Kjaran í Íslandi í dag í skothelda aðferð við að elda kalkúnabringu með öllu tilheyrandi. Trönuberjasósa, sætar kartöflur bakaðar í ofni með kornflex krönsi og ómótsæðileg rjómalöguð kalkúnafylling. Fullkomið um hátíðarnar en hér að neðan má sjá uppskriftina og hvernig þetta er gert frá a-ö. Einnig má sjá innslagið í heild sinni. Kalkúnabringa að hætti Jóa Pækill, magnið í uppskriftinni miðast við heilan kalkún og ráðlagt að nota helminginn ef þið eruð með kalkúnabringu. 6 L vatn 1 pk Maldon salt (250 g ) 3 msk svört piparkorn 1 búnt rósmarín 1 búnt steinselja 6 lárviðarlauf 1 pk sellerí 1 búnt tímían 1 kanilstöng 6 neglunaglar 2 msk einiber 6 anísstjörnur 2 msk ljós sinnepsfræ 150 g flórsykur 2 laukar (skornir í fjóra bita) 1 góð engiferrót skorin í teninga 2 appelsínur (skornar í fjóra bita) 4 msk hlynsíróp 4 msk fljótandi hunangAðferð: Setjið vatn í ílát sem á að nota. Því næst fer allt hárefnið í uppskriftinni í ílátið og mikilvægt að kreista safann úr appelsínunni. Hrærið því næst vel í leginum og reynið að leysa upp saltið, sykurinn, sírópið og hunangið. Setjið kalkúninn eða kalkúnabringur ofan í löginn og bætið við meira af vatnið ef það hylur ekki alveg fuglinn. Geymið á köldum stað í 2-3 daga. Gott er að þerra fuglinn áður með viskastykkið áður en hann er eldaður. Notið ziplock pökkunaraðferð, en hún gengur þannig fyrir sig að hráefnið er lagt í poka og pokanum er síðan dýft rólega ofan í vatn þannig að opið snúi upp. Það má ekkert vatn fara í pokann. Þrýstið létt á pokann en með þessari aðferð þá þrýstist loftið út og pokinn lofttæmist. Lokið pokanum og setjið í stórt fat með sous vide græjunni og átið liggja í 64 gráðu heitu vatnsbaði í 3 klukkustundir.Gljáinn 75 g smjör 3 msk hlynsírópAðferð: Bræðið smjör á pönnu og steikið kalkúnabringuna svolítið þannig að hún brúnist á öllum hliðum, setjið hlynsírópið út á pönnuna og baðið kalkúnabringuna upp úr smjörsírópsblöndunni. Leyfið kalkúnabringunni að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið hana fram.Kalkúnafylling 2 pk heslihnetur 2 pk pekanhnetur 1 pk kasjúhnetur 1 pk valhnetur ½ poki sveskjur ½ poki þurrkuð epli ½ poki þurrkaðar aprikósur 500 ml rjómiAðferð: Setjið hneturnar í matvinnsluvél og maukið fremur fínt, því næst blandið þið saman öllum hráefnum og setjið í eldfast mót. Hellið rjómanum út á og bakið í ofni við 180°C í 40-45 mínútur.Sætar kartöflur með kornflexmulningi 4 stórar sætar kartöflur (bakaðar í ofni í 50 - 60 mínútur, þar til mjúkar í gegn) 1 bolli púðursykur 1 ½ tsk lyftiduft ¼ tsk salt 3 egg 1 ½ tsk vanilludropar ½ bolli smjörKornflex mulningur 3 msk smjör ¼ bolli púðursykur 1 ½ bolli kornflexAðferð: Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og hellið í eldfast mót. Bakið við 180°C í 20 mínútur og þá er það tekið út og kornflex mulningur settur ofan á. Blandið smjöri, púðursykri og kornflexi saman og myljið vel. Sáldrið yfir kartöflugratínið og setjið aftur inn í ofn í 20 mínútur. Berið strax fram. Jól Jólamatur Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Dansdómarinn og sælkerinn Jóhann Gunnar Arnarsson sýndi Evu Laufey Kjaran í Íslandi í dag í skothelda aðferð við að elda kalkúnabringu með öllu tilheyrandi. Trönuberjasósa, sætar kartöflur bakaðar í ofni með kornflex krönsi og ómótsæðileg rjómalöguð kalkúnafylling. Fullkomið um hátíðarnar en hér að neðan má sjá uppskriftina og hvernig þetta er gert frá a-ö. Einnig má sjá innslagið í heild sinni. Kalkúnabringa að hætti Jóa Pækill, magnið í uppskriftinni miðast við heilan kalkún og ráðlagt að nota helminginn ef þið eruð með kalkúnabringu. 6 L vatn 1 pk Maldon salt (250 g ) 3 msk svört piparkorn 1 búnt rósmarín 1 búnt steinselja 6 lárviðarlauf 1 pk sellerí 1 búnt tímían 1 kanilstöng 6 neglunaglar 2 msk einiber 6 anísstjörnur 2 msk ljós sinnepsfræ 150 g flórsykur 2 laukar (skornir í fjóra bita) 1 góð engiferrót skorin í teninga 2 appelsínur (skornar í fjóra bita) 4 msk hlynsíróp 4 msk fljótandi hunangAðferð: Setjið vatn í ílát sem á að nota. Því næst fer allt hárefnið í uppskriftinni í ílátið og mikilvægt að kreista safann úr appelsínunni. Hrærið því næst vel í leginum og reynið að leysa upp saltið, sykurinn, sírópið og hunangið. Setjið kalkúninn eða kalkúnabringur ofan í löginn og bætið við meira af vatnið ef það hylur ekki alveg fuglinn. Geymið á köldum stað í 2-3 daga. Gott er að þerra fuglinn áður með viskastykkið áður en hann er eldaður. Notið ziplock pökkunaraðferð, en hún gengur þannig fyrir sig að hráefnið er lagt í poka og pokanum er síðan dýft rólega ofan í vatn þannig að opið snúi upp. Það má ekkert vatn fara í pokann. Þrýstið létt á pokann en með þessari aðferð þá þrýstist loftið út og pokinn lofttæmist. Lokið pokanum og setjið í stórt fat með sous vide græjunni og átið liggja í 64 gráðu heitu vatnsbaði í 3 klukkustundir.Gljáinn 75 g smjör 3 msk hlynsírópAðferð: Bræðið smjör á pönnu og steikið kalkúnabringuna svolítið þannig að hún brúnist á öllum hliðum, setjið hlynsírópið út á pönnuna og baðið kalkúnabringuna upp úr smjörsírópsblöndunni. Leyfið kalkúnabringunni að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið hana fram.Kalkúnafylling 2 pk heslihnetur 2 pk pekanhnetur 1 pk kasjúhnetur 1 pk valhnetur ½ poki sveskjur ½ poki þurrkuð epli ½ poki þurrkaðar aprikósur 500 ml rjómiAðferð: Setjið hneturnar í matvinnsluvél og maukið fremur fínt, því næst blandið þið saman öllum hráefnum og setjið í eldfast mót. Hellið rjómanum út á og bakið í ofni við 180°C í 40-45 mínútur.Sætar kartöflur með kornflexmulningi 4 stórar sætar kartöflur (bakaðar í ofni í 50 - 60 mínútur, þar til mjúkar í gegn) 1 bolli púðursykur 1 ½ tsk lyftiduft ¼ tsk salt 3 egg 1 ½ tsk vanilludropar ½ bolli smjörKornflex mulningur 3 msk smjör ¼ bolli púðursykur 1 ½ bolli kornflexAðferð: Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og hellið í eldfast mót. Bakið við 180°C í 20 mínútur og þá er það tekið út og kornflex mulningur settur ofan á. Blandið smjöri, púðursykri og kornflexi saman og myljið vel. Sáldrið yfir kartöflugratínið og setjið aftur inn í ofn í 20 mínútur. Berið strax fram.
Jól Jólamatur Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“