Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2019 13:17 Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. Fréttablaðið/anton brink „Útgáfusaga Fréttablaðsins er nokkuð löng, yfir tuttugu ár og það hefur ekki fallið út dagur sem fyrirhugað var að gefa út blað þannig að það stendur nú til að gefa út blað á morgun þó það verði með svolítið breyttu sniði.“ Þetta segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins. Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir. Jón segir að verkfallið muni setja sitt mark á blað morgundagsins, það muni ekki fara fram hjá lesendum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Í dag stendur yfir fjórða verkfallið í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Þetta er þó fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum í verkfallinu, áður hafa vinnustöðvanirnar eingöngu náð til netmiðla, ljósmyndara og myndatökumanna. Í síðustu viku felldu félagsmenn nýjan kjarasamning en ríflega 70% höfnuðu honum. Á þriðjudag var tekist á við samningaborðið að nýju en sá fundurinn bar engan árangur og var honum slitið án þess að boðað hefði verið til nýs fundar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hann gæti ekki boðið félagsmönnum sínum upp á að greiða atkvæði um sama samning og þeir felldu.Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir.Vísir/SigurjónJón segir að fréttastofan sé fremur fáliðuð í dag sökum verkfallsins. „Það segir sig sjálft að það munar um fólk sem skrifar alla daga í blaðið og tekur myndir í blaðið þannig að það held ég að muni ekki fara framhjá neinum að verkfallið setur mark sitt á það.“ Aðspurður hvort hann muni sjálfur skrifa í blaðið segir Jón. „Ég mun ekki skrifa fréttir í blaðið en ég mun skrifa væntanlega eitthvað, svona bara til að fylgja því úr hlaði en svo eru líka aðsendar greinar sem verða í blaðinu og sitthvað fleira.“Veistu hvort verkfallið hafi haft áhrif á auglýsingasölu fyrir þetta tiltekna blað?„Nú þekki ég það ekki, við höldum þessu nú alveg aðgreindu, ritstjórn og auglýsingatengdum málum svo ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig sú staða er.“ Gengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins. „Það stendur ekki til að brjóta verkfallsrétt á fólki. Við stöndum með fólki í þeim efnum, svona ólíkt því sem maður hefur séð annars staðar,“ segir Jón og bætir við að hann muni standa með starfsfólkinu sínu. „Auðvitað hefðu allir kosið að til þessa verkfalls hefði ekki þurft að koma en úr því sem komið er þá reynum við bara að gera það sem hægt er að gera í stöðunni.“ Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Útgáfusaga Fréttablaðsins er nokkuð löng, yfir tuttugu ár og það hefur ekki fallið út dagur sem fyrirhugað var að gefa út blað þannig að það stendur nú til að gefa út blað á morgun þó það verði með svolítið breyttu sniði.“ Þetta segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins. Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir. Jón segir að verkfallið muni setja sitt mark á blað morgundagsins, það muni ekki fara fram hjá lesendum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Í dag stendur yfir fjórða verkfallið í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Þetta er þó fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum í verkfallinu, áður hafa vinnustöðvanirnar eingöngu náð til netmiðla, ljósmyndara og myndatökumanna. Í síðustu viku felldu félagsmenn nýjan kjarasamning en ríflega 70% höfnuðu honum. Á þriðjudag var tekist á við samningaborðið að nýju en sá fundurinn bar engan árangur og var honum slitið án þess að boðað hefði verið til nýs fundar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hann gæti ekki boðið félagsmönnum sínum upp á að greiða atkvæði um sama samning og þeir felldu.Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir.Vísir/SigurjónJón segir að fréttastofan sé fremur fáliðuð í dag sökum verkfallsins. „Það segir sig sjálft að það munar um fólk sem skrifar alla daga í blaðið og tekur myndir í blaðið þannig að það held ég að muni ekki fara framhjá neinum að verkfallið setur mark sitt á það.“ Aðspurður hvort hann muni sjálfur skrifa í blaðið segir Jón. „Ég mun ekki skrifa fréttir í blaðið en ég mun skrifa væntanlega eitthvað, svona bara til að fylgja því úr hlaði en svo eru líka aðsendar greinar sem verða í blaðinu og sitthvað fleira.“Veistu hvort verkfallið hafi haft áhrif á auglýsingasölu fyrir þetta tiltekna blað?„Nú þekki ég það ekki, við höldum þessu nú alveg aðgreindu, ritstjórn og auglýsingatengdum málum svo ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig sú staða er.“ Gengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins. „Það stendur ekki til að brjóta verkfallsrétt á fólki. Við stöndum með fólki í þeim efnum, svona ólíkt því sem maður hefur séð annars staðar,“ segir Jón og bætir við að hann muni standa með starfsfólkinu sínu. „Auðvitað hefðu allir kosið að til þessa verkfalls hefði ekki þurft að koma en úr því sem komið er þá reynum við bara að gera það sem hægt er að gera í stöðunni.“
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34
Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10
Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?