Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2019 13:17 Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. Fréttablaðið/anton brink „Útgáfusaga Fréttablaðsins er nokkuð löng, yfir tuttugu ár og það hefur ekki fallið út dagur sem fyrirhugað var að gefa út blað þannig að það stendur nú til að gefa út blað á morgun þó það verði með svolítið breyttu sniði.“ Þetta segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins. Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir. Jón segir að verkfallið muni setja sitt mark á blað morgundagsins, það muni ekki fara fram hjá lesendum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Í dag stendur yfir fjórða verkfallið í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Þetta er þó fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum í verkfallinu, áður hafa vinnustöðvanirnar eingöngu náð til netmiðla, ljósmyndara og myndatökumanna. Í síðustu viku felldu félagsmenn nýjan kjarasamning en ríflega 70% höfnuðu honum. Á þriðjudag var tekist á við samningaborðið að nýju en sá fundurinn bar engan árangur og var honum slitið án þess að boðað hefði verið til nýs fundar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hann gæti ekki boðið félagsmönnum sínum upp á að greiða atkvæði um sama samning og þeir felldu.Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir.Vísir/SigurjónJón segir að fréttastofan sé fremur fáliðuð í dag sökum verkfallsins. „Það segir sig sjálft að það munar um fólk sem skrifar alla daga í blaðið og tekur myndir í blaðið þannig að það held ég að muni ekki fara framhjá neinum að verkfallið setur mark sitt á það.“ Aðspurður hvort hann muni sjálfur skrifa í blaðið segir Jón. „Ég mun ekki skrifa fréttir í blaðið en ég mun skrifa væntanlega eitthvað, svona bara til að fylgja því úr hlaði en svo eru líka aðsendar greinar sem verða í blaðinu og sitthvað fleira.“Veistu hvort verkfallið hafi haft áhrif á auglýsingasölu fyrir þetta tiltekna blað?„Nú þekki ég það ekki, við höldum þessu nú alveg aðgreindu, ritstjórn og auglýsingatengdum málum svo ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig sú staða er.“ Gengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins. „Það stendur ekki til að brjóta verkfallsrétt á fólki. Við stöndum með fólki í þeim efnum, svona ólíkt því sem maður hefur séð annars staðar,“ segir Jón og bætir við að hann muni standa með starfsfólkinu sínu. „Auðvitað hefðu allir kosið að til þessa verkfalls hefði ekki þurft að koma en úr því sem komið er þá reynum við bara að gera það sem hægt er að gera í stöðunni.“ Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
„Útgáfusaga Fréttablaðsins er nokkuð löng, yfir tuttugu ár og það hefur ekki fallið út dagur sem fyrirhugað var að gefa út blað þannig að það stendur nú til að gefa út blað á morgun þó það verði með svolítið breyttu sniði.“ Þetta segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins. Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir. Jón segir að verkfallið muni setja sitt mark á blað morgundagsins, það muni ekki fara fram hjá lesendum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Í dag stendur yfir fjórða verkfallið í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Þetta er þó fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum í verkfallinu, áður hafa vinnustöðvanirnar eingöngu náð til netmiðla, ljósmyndara og myndatökumanna. Í síðustu viku felldu félagsmenn nýjan kjarasamning en ríflega 70% höfnuðu honum. Á þriðjudag var tekist á við samningaborðið að nýju en sá fundurinn bar engan árangur og var honum slitið án þess að boðað hefði verið til nýs fundar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hann gæti ekki boðið félagsmönnum sínum upp á að greiða atkvæði um sama samning og þeir felldu.Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir.Vísir/SigurjónJón segir að fréttastofan sé fremur fáliðuð í dag sökum verkfallsins. „Það segir sig sjálft að það munar um fólk sem skrifar alla daga í blaðið og tekur myndir í blaðið þannig að það held ég að muni ekki fara framhjá neinum að verkfallið setur mark sitt á það.“ Aðspurður hvort hann muni sjálfur skrifa í blaðið segir Jón. „Ég mun ekki skrifa fréttir í blaðið en ég mun skrifa væntanlega eitthvað, svona bara til að fylgja því úr hlaði en svo eru líka aðsendar greinar sem verða í blaðinu og sitthvað fleira.“Veistu hvort verkfallið hafi haft áhrif á auglýsingasölu fyrir þetta tiltekna blað?„Nú þekki ég það ekki, við höldum þessu nú alveg aðgreindu, ritstjórn og auglýsingatengdum málum svo ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig sú staða er.“ Gengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins. „Það stendur ekki til að brjóta verkfallsrétt á fólki. Við stöndum með fólki í þeim efnum, svona ólíkt því sem maður hefur séð annars staðar,“ segir Jón og bætir við að hann muni standa með starfsfólkinu sínu. „Auðvitað hefðu allir kosið að til þessa verkfalls hefði ekki þurft að koma en úr því sem komið er þá reynum við bara að gera það sem hægt er að gera í stöðunni.“
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34
Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10
Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30