„Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2019 07:00 Lokakeppnin er 14.desember í London. Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson „Það gengur mjög vel hérna í London, allir dagar eru stútfullir af upplifunum, áskorunum og tækifærum. Ég tók þátt í hæfileikakeppninni hérna og komst í topp 20 í henni en það hefur eitt mjög spennandi komið út úr því sem ég má því miður ekki segja frá enn sem komið er,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð sem er stödd í London þar sem hún tekur þátt í Miss World keppninni 14. desember fyrir Íslands hönd. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar sem hún gerði einmitt í hæfileikakeppninni. „Það eina sem ég get sagt er að það verður erfitt að taka ekki eftir Íslandi á lokakvöldinu. Svo spilaði ég og söng uppá sviði á Hard Rock í London en við vorum nokkrar kallaðar upp þar með atriðin okkar, ég var ein þeirra. Það var ótrúlega gaman.“ Kolfinna segir að allt umstangið í kringum keppnina sé þúsundfalt stærra en hún hafði búið sig undir. „Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana að ég átti stundum erfitt með að hlaupa ekki bara upp í herbergi og fela mig. En þetta er búið að venjast og nú er ég búin að finna minn stað hérna úti og er alsæl.“ Kolfinna segist hafa kynnst fjölmörgum konum í ferlinu.Kolfinna kemur fram fyrir Íslands hönd í Miss World.Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson„Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mér finnst ég hafa þekkt þessar stelpur í mikið lengri tíma en þann tíma sem við höfum eytt saman hér í London. Ég held að samböndin sem myndast hér séu alveg einstök og efast um að svona tengingar finnist auðveldlega annarsstaðar.“ Hún segist vera mjög spennt fyrir lokakvöldinu. „Ég er alveg gríðarlega spennt og stolt yfir að fá að vera fulltrúi Íslands, með nafn landsins okkar á borðanum mínum. Þetta verður frábær skemmtun og spennandi kvöld.“ Kolfinna segir að helsta áskorunin sé að fara svona rosalega út fyrir þægindarammann. „Ég hef alltaf verið feimin og félagsfælin manneskja en maður kemst ekkert upp með það hérna, og það hefur verið jákvætt fyrir mig þar sem það hefur hjálpað mér að vaxa og ekki líða illa í stórum hópum. Ég fór út í djúpu laugina og það gerði mér gott.“ Hún bætir við að æfingarnar séu það skemmtilegasta við það að taka þátt. „Ég elska æfingarnar fyrir lokakvöldið. Þar sem við erum að æfa öll atriðin og dansana. Ég er söngkona og hef leikið í söngleikjum og mér hefur alltaf fundist gaman á æfingum þannig að þetta á einstaklega vel við mig og ég læri sjálf mikið af þessu, sem mun nýtast mér áfram á mínum ferli.“ Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Það gengur mjög vel hérna í London, allir dagar eru stútfullir af upplifunum, áskorunum og tækifærum. Ég tók þátt í hæfileikakeppninni hérna og komst í topp 20 í henni en það hefur eitt mjög spennandi komið út úr því sem ég má því miður ekki segja frá enn sem komið er,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð sem er stödd í London þar sem hún tekur þátt í Miss World keppninni 14. desember fyrir Íslands hönd. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar sem hún gerði einmitt í hæfileikakeppninni. „Það eina sem ég get sagt er að það verður erfitt að taka ekki eftir Íslandi á lokakvöldinu. Svo spilaði ég og söng uppá sviði á Hard Rock í London en við vorum nokkrar kallaðar upp þar með atriðin okkar, ég var ein þeirra. Það var ótrúlega gaman.“ Kolfinna segir að allt umstangið í kringum keppnina sé þúsundfalt stærra en hún hafði búið sig undir. „Þetta var svo yfirþyrmandi fyrstu dagana að ég átti stundum erfitt með að hlaupa ekki bara upp í herbergi og fela mig. En þetta er búið að venjast og nú er ég búin að finna minn stað hérna úti og er alsæl.“ Kolfinna segist hafa kynnst fjölmörgum konum í ferlinu.Kolfinna kemur fram fyrir Íslands hönd í Miss World.Mynd/Gunnlaugur Rögnvaldsson„Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað mér finnst ég hafa þekkt þessar stelpur í mikið lengri tíma en þann tíma sem við höfum eytt saman hér í London. Ég held að samböndin sem myndast hér séu alveg einstök og efast um að svona tengingar finnist auðveldlega annarsstaðar.“ Hún segist vera mjög spennt fyrir lokakvöldinu. „Ég er alveg gríðarlega spennt og stolt yfir að fá að vera fulltrúi Íslands, með nafn landsins okkar á borðanum mínum. Þetta verður frábær skemmtun og spennandi kvöld.“ Kolfinna segir að helsta áskorunin sé að fara svona rosalega út fyrir þægindarammann. „Ég hef alltaf verið feimin og félagsfælin manneskja en maður kemst ekkert upp með það hérna, og það hefur verið jákvætt fyrir mig þar sem það hefur hjálpað mér að vaxa og ekki líða illa í stórum hópum. Ég fór út í djúpu laugina og það gerði mér gott.“ Hún bætir við að æfingarnar séu það skemmtilegasta við það að taka þátt. „Ég elska æfingarnar fyrir lokakvöldið. Þar sem við erum að æfa öll atriðin og dansana. Ég er söngkona og hef leikið í söngleikjum og mér hefur alltaf fundist gaman á æfingum þannig að þetta á einstaklega vel við mig og ég læri sjálf mikið af þessu, sem mun nýtast mér áfram á mínum ferli.“
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13
Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina "Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. 9. október 2019 15:30