Þurfum að vera undir stór barnaklámsmál búin Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2019 19:30 Íslensk löggjöf þarf að vera undir það búin að hér komi upp viðamikil barnaklámsmál, að sögn saksóknara. Það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Rannsókn þessara mála er flókin, tímafrek og tæknilega erfið og telur Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, að leggja eigi á þau ríka áherslu.Sjá einnig: Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu„Lögreglan á Íslandi hefur verið að leita sér þekkingar erlendis, hjá þeim löndum sem hafa verið að ná árangri í svona málum, og ég held að það sé mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir; bæði með peningum og öðrum úrræðum, þannig að við getum rannsakað þessi mál betur,“ segir Kolbrún. Íslensk löggjöf verði einnig að fylgja með. Refsiramminn fyrir vörslu á barnaklámi er í dag tvö ár, sem er þó sjaldnast fullnýttur. „Þegar menn hafa verið að fá dóma fyrir svona brot þá hafa þetta verið skilborðbundnir dómar eða sektir, svona mestmegnis,“ útskýrir Kolbrún.Tímaspursmál hvenær upp kemur stórt mál Veruleikinn í þessum efnum sé hins vegar að breytast, níðingar eru farnir að panta kynferðisbrot gegn börnum á netinu sem þeir fylgjast svo með í beinu streymi úr sófanum heima. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál. Norðmenn hafa í tilvikum sem þessum ákært norska menn fyrir nauðgun á börnum, með þessum hætti, þó svo að gerandinn sitji heima í Noregi og börnin séu misnotuð í Taílandi, Srí Lanka eða hvar sem það nú er,“ segir Kolbrún. „Norðmenn hafa einnig fengið dóma fyrir mansal í svona málum, eða hlutdeild í mansali, þannig að þetta eru mjög gróf brot.“ Upp hafa komi viðamikil barnaklámsmál í nágrannalöndum okkar, þar sem dæmt hefur verið fyrir vörslu milljóna mynda og myndskeiða. Kolbrún telur að íslensk löggjöf þurfi að vera undir slíkt búin. „Við þurfum að vera viðbúin því þegar - og ég segi „þegar“ en ekki „ef“ - svona stór mál koma upp hér á landi. Löggjöfin þarf að vera þannig að við náum utan um svona stór mál,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00 Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Sjá meira
Íslensk löggjöf þarf að vera undir það búin að hér komi upp viðamikil barnaklámsmál, að sögn saksóknara. Það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Rannsókn þessara mála er flókin, tímafrek og tæknilega erfið og telur Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, að leggja eigi á þau ríka áherslu.Sjá einnig: Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu„Lögreglan á Íslandi hefur verið að leita sér þekkingar erlendis, hjá þeim löndum sem hafa verið að ná árangri í svona málum, og ég held að það sé mjög mikilvægt að við fylgjum því eftir; bæði með peningum og öðrum úrræðum, þannig að við getum rannsakað þessi mál betur,“ segir Kolbrún. Íslensk löggjöf verði einnig að fylgja með. Refsiramminn fyrir vörslu á barnaklámi er í dag tvö ár, sem er þó sjaldnast fullnýttur. „Þegar menn hafa verið að fá dóma fyrir svona brot þá hafa þetta verið skilborðbundnir dómar eða sektir, svona mestmegnis,“ útskýrir Kolbrún.Tímaspursmál hvenær upp kemur stórt mál Veruleikinn í þessum efnum sé hins vegar að breytast, níðingar eru farnir að panta kynferðisbrot gegn börnum á netinu sem þeir fylgjast svo með í beinu streymi úr sófanum heima. „Þetta eru auðvitað mjög alvarleg mál. Norðmenn hafa í tilvikum sem þessum ákært norska menn fyrir nauðgun á börnum, með þessum hætti, þó svo að gerandinn sitji heima í Noregi og börnin séu misnotuð í Taílandi, Srí Lanka eða hvar sem það nú er,“ segir Kolbrún. „Norðmenn hafa einnig fengið dóma fyrir mansal í svona málum, eða hlutdeild í mansali, þannig að þetta eru mjög gróf brot.“ Upp hafa komi viðamikil barnaklámsmál í nágrannalöndum okkar, þar sem dæmt hefur verið fyrir vörslu milljóna mynda og myndskeiða. Kolbrún telur að íslensk löggjöf þurfi að vera undir slíkt búin. „Við þurfum að vera viðbúin því þegar - og ég segi „þegar“ en ekki „ef“ - svona stór mál koma upp hér á landi. Löggjöfin þarf að vera þannig að við náum utan um svona stór mál,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00 Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Sjá meira
Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig. 7. desember 2019 12:00
Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30