Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2019 19:57 Margir eru ósáttir við umfjöllun DV. Skjáskot Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn.Skjáskot af Instagram story Birgis Hákonar.Beinist reiði þeirra einkum að umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær þar sem upplýsingar voru birtar um heimili ungs tónlistarfólks. Sumir hafa jafnvel brugðist við með því að birta myndir af húsi sem þau telja vera heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, á samfélagsmiðlum. Vísi hefur þó borist ábending um það að sú mynd sem margir hafi dreift í tengslum við málið sé ekki af núverandi heimili hennar. Tónlistamaðurinn Birgir Hákon er einn þeirra sem var tekinn fyrir í umfjöllun DV. Hann segist hafa frétt af umfjölluninni fyrr í dag þar sem birt er mynd af húsinu sem hann býr í, heimilisfang og leiguverð.Hluti af umræddri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær.DV/Skjáskot„Ég var ekki sáttur.“ Birgir segist ekki vita hvernig miðilinn hafi nálgast umræddar upplýsingar en segir þær í hans tilfelli vera rangar.Rapparinn Birgir Hákon.Aðsend„Ég bý í hluta af húsinu, ég bý ekki í 300 fermetrum og ég byrjaði ekki að leigja í október,“ segir hann í samtali við Vísir. Hann segist hafa verið mjög ósáttur við þessa umfjöllun miðilsins og telur hana fyrst og fremst vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég held að það vilji enginn, þótt maður sé skráður með lögheimili og annað, að það sé birt mynd af húsinu þínu og verið að bjóða fólki í heimsókn. Þetta er bara fáránlegt.“ Birgir segir að með því að tala um málið og hvetja til sniðgöngu DV á samfélagsmiðlum sínum hafi hann viljað vekja athygli á þessu og að honum finnist umfjöllunin vera óþægileg. „Það virðist vera það eina sem hægt er að gera í stöðunni að gera eitthvað róttækt, annars breytist aldrei neitt.“Plötusnúðurinn Dóra Júlia og tónlistarmaðurinn Króli brugðust hart við umfjöllun DV á Instagram.SkjáskotAðspurður um það hvort að Birgir hafi haft samband við DV og kvartað undan umfjölluninni segist hann hafa reynt að ná í Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, í síma án árangurs.Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 til að árétta að mynd sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og sögð vera af heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, sé raunar ekki mynd af heimili hennar. Aðrir búa nú í húsinu. Fjölmiðlar Lífið Tónlist Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn.Skjáskot af Instagram story Birgis Hákonar.Beinist reiði þeirra einkum að umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær þar sem upplýsingar voru birtar um heimili ungs tónlistarfólks. Sumir hafa jafnvel brugðist við með því að birta myndir af húsi sem þau telja vera heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, á samfélagsmiðlum. Vísi hefur þó borist ábending um það að sú mynd sem margir hafi dreift í tengslum við málið sé ekki af núverandi heimili hennar. Tónlistamaðurinn Birgir Hákon er einn þeirra sem var tekinn fyrir í umfjöllun DV. Hann segist hafa frétt af umfjölluninni fyrr í dag þar sem birt er mynd af húsinu sem hann býr í, heimilisfang og leiguverð.Hluti af umræddri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær.DV/Skjáskot„Ég var ekki sáttur.“ Birgir segist ekki vita hvernig miðilinn hafi nálgast umræddar upplýsingar en segir þær í hans tilfelli vera rangar.Rapparinn Birgir Hákon.Aðsend„Ég bý í hluta af húsinu, ég bý ekki í 300 fermetrum og ég byrjaði ekki að leigja í október,“ segir hann í samtali við Vísir. Hann segist hafa verið mjög ósáttur við þessa umfjöllun miðilsins og telur hana fyrst og fremst vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég held að það vilji enginn, þótt maður sé skráður með lögheimili og annað, að það sé birt mynd af húsinu þínu og verið að bjóða fólki í heimsókn. Þetta er bara fáránlegt.“ Birgir segir að með því að tala um málið og hvetja til sniðgöngu DV á samfélagsmiðlum sínum hafi hann viljað vekja athygli á þessu og að honum finnist umfjöllunin vera óþægileg. „Það virðist vera það eina sem hægt er að gera í stöðunni að gera eitthvað róttækt, annars breytist aldrei neitt.“Plötusnúðurinn Dóra Júlia og tónlistarmaðurinn Króli brugðust hart við umfjöllun DV á Instagram.SkjáskotAðspurður um það hvort að Birgir hafi haft samband við DV og kvartað undan umfjölluninni segist hann hafa reynt að ná í Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, í síma án árangurs.Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 til að árétta að mynd sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og sögð vera af heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, sé raunar ekki mynd af heimili hennar. Aðrir búa nú í húsinu.
Fjölmiðlar Lífið Tónlist Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira