Segist hafa verið beðin um að segja ekki frá nauðgun þar sem slíkt kæmi föður sínum illa Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 13:16 Bob Hawke er einn af risunum í ástralskri stjórnmálasögu. Getty Dóttir Bob Hawke, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, segir að sér hafi verið nauðgað snemma á níunda áratugnum en að hún hafi verið beðin um að þegja þunnu hljóði til að koma í veg fyrir að skaða ekki stjórnmálaferil föður síns. Ásakanir Rosslyn Dillon koma fram í réttargögnum sem ástralska síðan New Daily hefur komist yfir. Segir hún að Bill Landeryou, fyrrverandi þingmaður og samflokksmaður Hawke, hafi nauðgað sér. Bæði Hawke og Landeryou eru nú látnir. Í frétt BBC segir að hin 59 ára Dillon sæki nú fjórar milljónir ástralskra dala í dánarbú föður síns, um 270 milljónir íslenskra króna. Segir í gögnunum að Dillon segi Landeryou hafa nauðgað sér árið 1983, á þeim tíma er hún starfaði á skrifstofu þingmannsins og Hawke sóttist eftir því að verða leiðtogi ástralska Verkamannaflokksins. Dillon segir að hún hafi þrívegis orðið fyrir kynferðisofbeldi. Eftir þriðja atvikið hafi hún rætt málið við föður sinn og að hún hugðist leita með málið til lögreglu. Þá eigi Hawke að hafa sagt: „Það getur þú ekki gert. Ég get ekki verið með nein deilumál núna. Mér þykir það leitt en ég sækist nú eftir því að leiða Verkamannaflokkinn.“Fjölskyldan meðvituð Sue Pieters-Hawke, systir Rosslyn Dillon, segir fjölskylduna hafa verið meðvitaða um ásakanirnar á þeim tíma. „Hún sagði fólki frá þessu á sínum tíma. Ég tel að viðbrögðin hafi verið stuðningsrík en það fól ekki í sér að leitað var til réttarkerfisins,“ segir Pieters-Hawke. Landeryou var þingmaður á árunum 1976 til 1992 og eru þeir Hawke sagðir hafa átt í góðum samskiptum í forsætisráðherratíð Hawke, frá 1983 til 1991. Ástralía Tengdar fréttir Einn af risunum í ástralskri stjórnmálasögu er látinn Bob Hawke, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, er látinn, 89 ára að aldri. 16. maí 2019 23:41 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Dóttir Bob Hawke, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, segir að sér hafi verið nauðgað snemma á níunda áratugnum en að hún hafi verið beðin um að þegja þunnu hljóði til að koma í veg fyrir að skaða ekki stjórnmálaferil föður síns. Ásakanir Rosslyn Dillon koma fram í réttargögnum sem ástralska síðan New Daily hefur komist yfir. Segir hún að Bill Landeryou, fyrrverandi þingmaður og samflokksmaður Hawke, hafi nauðgað sér. Bæði Hawke og Landeryou eru nú látnir. Í frétt BBC segir að hin 59 ára Dillon sæki nú fjórar milljónir ástralskra dala í dánarbú föður síns, um 270 milljónir íslenskra króna. Segir í gögnunum að Dillon segi Landeryou hafa nauðgað sér árið 1983, á þeim tíma er hún starfaði á skrifstofu þingmannsins og Hawke sóttist eftir því að verða leiðtogi ástralska Verkamannaflokksins. Dillon segir að hún hafi þrívegis orðið fyrir kynferðisofbeldi. Eftir þriðja atvikið hafi hún rætt málið við föður sinn og að hún hugðist leita með málið til lögreglu. Þá eigi Hawke að hafa sagt: „Það getur þú ekki gert. Ég get ekki verið með nein deilumál núna. Mér þykir það leitt en ég sækist nú eftir því að leiða Verkamannaflokkinn.“Fjölskyldan meðvituð Sue Pieters-Hawke, systir Rosslyn Dillon, segir fjölskylduna hafa verið meðvitaða um ásakanirnar á þeim tíma. „Hún sagði fólki frá þessu á sínum tíma. Ég tel að viðbrögðin hafi verið stuðningsrík en það fól ekki í sér að leitað var til réttarkerfisins,“ segir Pieters-Hawke. Landeryou var þingmaður á árunum 1976 til 1992 og eru þeir Hawke sagðir hafa átt í góðum samskiptum í forsætisráðherratíð Hawke, frá 1983 til 1991.
Ástralía Tengdar fréttir Einn af risunum í ástralskri stjórnmálasögu er látinn Bob Hawke, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, er látinn, 89 ára að aldri. 16. maí 2019 23:41 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Einn af risunum í ástralskri stjórnmálasögu er látinn Bob Hawke, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, er látinn, 89 ára að aldri. 16. maí 2019 23:41