Brady og félagar töpuðu aftur og toppslagurinn bauð upp á heil 94 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2019 11:00 Það gengur illa hjá Tom Brady og félögum þessa dagana. Getty/Maddie Meyer Baltimore Ravens og KansasCityChiefs sýndu styrk sinn og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en besti leikur gærdagsins á milli Saints og 49ers var án efa einnig besti leikur tímabilsins til þessa.NewOrleansSaints og SanFrancisco49ers, tvö af bestu liðum deildarinnar, mættust í mögnuðu leik í Superdome í NewOrleans og úrslitin réðust á vallarmarki í blálokin eftir að félögin höfðu skorað samtals 94 stig. SanFrancisco49ers vann 48-46 og steig um leið stórt skref í að verða efst í Þjóðadeildinni þar sem þessi bæði sterku lið voru að berjast um toppsætið. Liðin skiptu fimm sinnum um forystu og buðu samtals upp á alls 981 jarda og tólf snertimörkum í þessum stórskemmtilega leik. Sparkarinn RobbieGould tryggði SanFrancisco49ers síðan sigurinn eftir að JimmyGaroppolo hafði fundið GeorgeKittle á lífsnauðsynlegri fjórðu tilraun.SanFrancisco49ers er því komið á toppinn í Þjóðadeildinni og í viðbót þá mistókst SeattleSeahawks liðinu að komast upp að hlið SanFrancisco liðsins. SeattleSeahawks tapaði nefnilega á móti Los Angeles Rams í kvöldleiknum. Los Angeles Rams liðið varð að vinna og á nú enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Patrick Mahomes, besti leikmaður síðasta tímabils, hafði betur í baráttunni við Tom Brady, besta leikmann allra tíma, þegar KansasCityChiefs vann 23-16 sigur á NFL-meisturum New England Patriots. Með sigrinum tryggði KansasCityChiefs sér efsta sætið í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar.New England Patriots var að tapa öðrum leiknum í röð en núna tapaði liðið á heimavelli sem hafði ekki gerst síðan í október 2017 eða í um 26 mánuði. Tom Brady og félagar byrjuðu tímabilið frábærlega en hafa nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið fékk létt prógramm framan af og hefur ekki átt mörg svör á móti betri liðum deildarinnar.BaltimoreRavens varð fyrsta liðið í Ameríkudeildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna 24-17 útisigur á BuffaloBills. Þetta var níundi sigurleikur Hrafnanna í röð sem er nýtt met. Lamar Jackson kastaði fyrir þremur snertimörkum og er áfram líklegastur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar.Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Los Angeles Rams - Seattle Seahawks 28-12 New England Patriots - Kansas City Chiefs 16-23 Arizona Cardinals - Pittsburgh Steelers 17-23 Oakland Raiders - Tennessee Titans 21-42 Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers 10-45 Buffalo Bills - Baltimore Ravens 17-24 Atlanta Falcons - Carolina Panthers 40-20 Cleveland Browns - Cincinnati Bengals 27-19 Houston Texans - Denver Broncos 24-38 Minnesota Vikings - Detroit Lions 20-7 Tampa Bay Buccaneers - Indianapolis Colts 38-35 New York Jets - Miami Dolphins 22-21 New Orleans Saints - San Francisco 49ers 46-48 Green Bay Packers - Washington Redskins 20-15ÞjóðadeildinAustur Dallas Cowboys 6-7 Philadelphia Eagles 5-7 Washington Redskins 3-10 New York Giants 2-10Norður Green Bay Packers 10-3 Minnesota Vikings 9-4 Chicago Bears 7-6 Detroit Lions 3-9Suður New Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 6-7 Carolina Panthers 5-8 Atlanta Falcons 4-9Vestur San Francisco 49ers 11-2 Seattle Seahawks 10-3 Los Angeles Rams 8-5 Arizona Cardinals 3-9AmeríkudeildinAustur New England Patriots 10-3 Buffalo Bills 9-4 New York Jets 5-8 Miami Dolphins 3-10Norður Baltimore Ravens 11-2 Pittsburgh Steelers 8-5 Cleveland Browns 6-7 Cincinnati Bengals 1-12Suður Houston Texans 8-5 Tennessee Titans 8-5 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 4-9Vestur Kansas City Chiefs 9-4 Oakland Raiders 6-7 Denver Broncos 5-8 Los Angeles Chargers 5-8 NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
Baltimore Ravens og KansasCityChiefs sýndu styrk sinn og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en besti leikur gærdagsins á milli Saints og 49ers var án efa einnig besti leikur tímabilsins til þessa.NewOrleansSaints og SanFrancisco49ers, tvö af bestu liðum deildarinnar, mættust í mögnuðu leik í Superdome í NewOrleans og úrslitin réðust á vallarmarki í blálokin eftir að félögin höfðu skorað samtals 94 stig. SanFrancisco49ers vann 48-46 og steig um leið stórt skref í að verða efst í Þjóðadeildinni þar sem þessi bæði sterku lið voru að berjast um toppsætið. Liðin skiptu fimm sinnum um forystu og buðu samtals upp á alls 981 jarda og tólf snertimörkum í þessum stórskemmtilega leik. Sparkarinn RobbieGould tryggði SanFrancisco49ers síðan sigurinn eftir að JimmyGaroppolo hafði fundið GeorgeKittle á lífsnauðsynlegri fjórðu tilraun.SanFrancisco49ers er því komið á toppinn í Þjóðadeildinni og í viðbót þá mistókst SeattleSeahawks liðinu að komast upp að hlið SanFrancisco liðsins. SeattleSeahawks tapaði nefnilega á móti Los Angeles Rams í kvöldleiknum. Los Angeles Rams liðið varð að vinna og á nú enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Patrick Mahomes, besti leikmaður síðasta tímabils, hafði betur í baráttunni við Tom Brady, besta leikmann allra tíma, þegar KansasCityChiefs vann 23-16 sigur á NFL-meisturum New England Patriots. Með sigrinum tryggði KansasCityChiefs sér efsta sætið í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar.New England Patriots var að tapa öðrum leiknum í röð en núna tapaði liðið á heimavelli sem hafði ekki gerst síðan í október 2017 eða í um 26 mánuði. Tom Brady og félagar byrjuðu tímabilið frábærlega en hafa nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið fékk létt prógramm framan af og hefur ekki átt mörg svör á móti betri liðum deildarinnar.BaltimoreRavens varð fyrsta liðið í Ameríkudeildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna 24-17 útisigur á BuffaloBills. Þetta var níundi sigurleikur Hrafnanna í röð sem er nýtt met. Lamar Jackson kastaði fyrir þremur snertimörkum og er áfram líklegastur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar.Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Los Angeles Rams - Seattle Seahawks 28-12 New England Patriots - Kansas City Chiefs 16-23 Arizona Cardinals - Pittsburgh Steelers 17-23 Oakland Raiders - Tennessee Titans 21-42 Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers 10-45 Buffalo Bills - Baltimore Ravens 17-24 Atlanta Falcons - Carolina Panthers 40-20 Cleveland Browns - Cincinnati Bengals 27-19 Houston Texans - Denver Broncos 24-38 Minnesota Vikings - Detroit Lions 20-7 Tampa Bay Buccaneers - Indianapolis Colts 38-35 New York Jets - Miami Dolphins 22-21 New Orleans Saints - San Francisco 49ers 46-48 Green Bay Packers - Washington Redskins 20-15ÞjóðadeildinAustur Dallas Cowboys 6-7 Philadelphia Eagles 5-7 Washington Redskins 3-10 New York Giants 2-10Norður Green Bay Packers 10-3 Minnesota Vikings 9-4 Chicago Bears 7-6 Detroit Lions 3-9Suður New Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 6-7 Carolina Panthers 5-8 Atlanta Falcons 4-9Vestur San Francisco 49ers 11-2 Seattle Seahawks 10-3 Los Angeles Rams 8-5 Arizona Cardinals 3-9AmeríkudeildinAustur New England Patriots 10-3 Buffalo Bills 9-4 New York Jets 5-8 Miami Dolphins 3-10Norður Baltimore Ravens 11-2 Pittsburgh Steelers 8-5 Cleveland Browns 6-7 Cincinnati Bengals 1-12Suður Houston Texans 8-5 Tennessee Titans 8-5 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 4-9Vestur Kansas City Chiefs 9-4 Oakland Raiders 6-7 Denver Broncos 5-8 Los Angeles Chargers 5-8
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira