Væntanlegur veðurofsi frestar 28 tíma Esjuæfingu John Snorra fyrir K2 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2019 12:30 John Snorri ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2 að vetri til. Lífsspor Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsa. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári.John Snorri ætlar að brjóta blað í sögu íslenskrar fjallamennsku með því að verða fyrsti maðurinn í sögunni til þess að klífa fjallið K2 á landamærum Pakistan og Kína að vetri til, næsthæsta tind jarðar. John Snorri ræddi ferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann spurður af hverju hann vildi ná þessum áfanga enhann hefur nú þegar klifið K2.„Af því að ég veit að ég get þetta og ég vill sjá íslenska fánann á toppnum á K2 að vetri til. Fyrsti fáninn í heiminum, að hann sé íslenskur. Það er enginn sem getur tekið það í burtu. Hann verður alltaf fyrsti fáninn til að standa á K2 að vetri til,“ sagði John Snorri.Hingað til hefur enginn klifið K2 að vetri til enda aðstæður afar erfiðar. „Það var pólskur hópur, 1987, sem var að reyna við K2 að vetri til. Þeir voru að eiga við 73 gráðu frost og 130 kílómetra vind. Við erum að reikna með að fara í svona aðstæður. Það er verið að sauma á mig svefnpoka sem á að þola 70 gráður,“ sagði John Snorri. Skásta hitastigið sem von er á -50 til -60 gráður John Snorri þarf að komast á tindinn fyrir 22. mars en þá lýkur hinu formlega vetrartímabili. Alls áætlar hann að leiðangurinn taki þrjá mánuði. Fyrstu mánuðurnir fari í undirbúningsvinnu á fjallinu og svo mun hópur hans sæta lagi og bíða eftir besta veðrinu til að komast upp.„Skásta veðrið, kannski -50, -60 gráður og ekki mikill vindur,“ sagði John Snorri um kjöraðstæður auk þess sem hann vonar að fjallið verði ísilagt.„Mesta hættann er kuldinn og að þurfa að eiga við hann. Ég held að það sé mesta hættan. Svo er alltaf hætta á snjóflóði og grjóthruni. Ég er hins vegar að vonast til þess að það sé lítill snjór í fjallinu. Ég held að það sé miklir vindar að hann festist ekki jafn mikið. Bestu aðstæður eru þær að það verði bara frosið, ísilagt. Það væru kjöraðstæður,“ sagði John Snorri. Esjan verður æfingavöllur Johns Snorra, en ekki í dag.Vísir/Vilhelm Engin Esjuferð í bili Undirbúningurinn fyrir ferðina er margþættur en meðal þess sem John Snorri hafði áætlað að gera var að labba 14 sinnum upp á Esjuna á 28 tímum. Fyrsta ferðin átti að verða klukkan sex í kvöld en æfingunni hefur nú verið frestað, þar sem spáð er arfavitlausi veðri víðast hvar um landið.Sagði John Snorri að líklega hefði það verið tilvalið að æfa sig í vonskuveðri en þar sem almenningi hafi verið boðið að koma með sé ekki forsvaranlegt að halda æfinguna.„Þetta er það besta sem gæti verið til að æfa sig en við erum að bjóða fólki að koma með og þá er ekki sniðugt að bjóða fólki út í gula viðvörun. Þá þarf björgunarsveitina, Esjan yrði öll bláblikkandi,“ sagði John Snorri.„Það hefði verið mjög gott að fara á Esjuna í dag en við ætlum að fresta því um viku.“ Bítið Esjan Fjallamennska Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði Manaslu, áttunda hæsta fjall heims, í gærmorgun. 26. september 2019 14:20 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Gjaldþrota, fjallhress og sáttur John Snorri göngugarpur hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og honum er létt. 1. júlí 2019 14:31 Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson hefur frestað opinni Esjuæfingu sem hefjast átti í kvöld vegna væntanlegs veðurofsa. Æfingin átti að vera liður í undirbúningi Johns Snorra fyrir ferð hans á K2 sem hann fer í á nýju ári.John Snorri ætlar að brjóta blað í sögu íslenskrar fjallamennsku með því að verða fyrsti maðurinn í sögunni til þess að klífa fjallið K2 á landamærum Pakistan og Kína að vetri til, næsthæsta tind jarðar. John Snorri ræddi ferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann spurður af hverju hann vildi ná þessum áfanga enhann hefur nú þegar klifið K2.„Af því að ég veit að ég get þetta og ég vill sjá íslenska fánann á toppnum á K2 að vetri til. Fyrsti fáninn í heiminum, að hann sé íslenskur. Það er enginn sem getur tekið það í burtu. Hann verður alltaf fyrsti fáninn til að standa á K2 að vetri til,“ sagði John Snorri.Hingað til hefur enginn klifið K2 að vetri til enda aðstæður afar erfiðar. „Það var pólskur hópur, 1987, sem var að reyna við K2 að vetri til. Þeir voru að eiga við 73 gráðu frost og 130 kílómetra vind. Við erum að reikna með að fara í svona aðstæður. Það er verið að sauma á mig svefnpoka sem á að þola 70 gráður,“ sagði John Snorri. Skásta hitastigið sem von er á -50 til -60 gráður John Snorri þarf að komast á tindinn fyrir 22. mars en þá lýkur hinu formlega vetrartímabili. Alls áætlar hann að leiðangurinn taki þrjá mánuði. Fyrstu mánuðurnir fari í undirbúningsvinnu á fjallinu og svo mun hópur hans sæta lagi og bíða eftir besta veðrinu til að komast upp.„Skásta veðrið, kannski -50, -60 gráður og ekki mikill vindur,“ sagði John Snorri um kjöraðstæður auk þess sem hann vonar að fjallið verði ísilagt.„Mesta hættann er kuldinn og að þurfa að eiga við hann. Ég held að það sé mesta hættan. Svo er alltaf hætta á snjóflóði og grjóthruni. Ég er hins vegar að vonast til þess að það sé lítill snjór í fjallinu. Ég held að það sé miklir vindar að hann festist ekki jafn mikið. Bestu aðstæður eru þær að það verði bara frosið, ísilagt. Það væru kjöraðstæður,“ sagði John Snorri. Esjan verður æfingavöllur Johns Snorra, en ekki í dag.Vísir/Vilhelm Engin Esjuferð í bili Undirbúningurinn fyrir ferðina er margþættur en meðal þess sem John Snorri hafði áætlað að gera var að labba 14 sinnum upp á Esjuna á 28 tímum. Fyrsta ferðin átti að verða klukkan sex í kvöld en æfingunni hefur nú verið frestað, þar sem spáð er arfavitlausi veðri víðast hvar um landið.Sagði John Snorri að líklega hefði það verið tilvalið að æfa sig í vonskuveðri en þar sem almenningi hafi verið boðið að koma með sé ekki forsvaranlegt að halda æfinguna.„Þetta er það besta sem gæti verið til að æfa sig en við erum að bjóða fólki að koma með og þá er ekki sniðugt að bjóða fólki út í gula viðvörun. Þá þarf björgunarsveitina, Esjan yrði öll bláblikkandi,“ sagði John Snorri.„Það hefði verið mjög gott að fara á Esjuna í dag en við ætlum að fresta því um viku.“
Bítið Esjan Fjallamennska Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði Manaslu, áttunda hæsta fjall heims, í gærmorgun. 26. september 2019 14:20 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Gjaldþrota, fjallhress og sáttur John Snorri göngugarpur hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og honum er létt. 1. júlí 2019 14:31 Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson toppaði Manaslu, áttunda hæsta fjall heims, í gærmorgun. 26. september 2019 14:20
Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19
Gjaldþrota, fjallhress og sáttur John Snorri göngugarpur hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og honum er létt. 1. júlí 2019 14:31
Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00
Hyggst ganga á K2 að vetri til John Snorri Sigurjónsson kleif nýverið eitt hæsta fjall heims, Manaslu í Nepal, aðeins annar Íslendinga. John segir tilfinninguna á toppnum frábæra. 28. september 2019 08:30