Elliði vill finna nýtt orð í stað afneitunarsinna Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2019 12:03 Elliði Vignisson lætur orðið afneitunarsinni fara mjög í taugarnar á sér og kallar eftir orði sem opnar umræðuna en lokar henni ekki. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að orðskrípið sem hann kallar svo, „afneitunarsinni“ sé ljótt og fari alveg ógurlega í taugarnar á sér. „Það hlýtur að vera hægt að finna betra orð til að nota í mikilvægustu umræðu samtímans,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann segir „efasemdafólk“ ekkert skárra. Telur orðið til marks um skoðanakúgun „Helst þarf að finna tvö orð. Annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum,“ segir Elliði sem hefur skrifað pistil um málið á heimasíðu sína þar sem hann auglýsir eftir nýju orði. Í þann pistil má lesa að Elliði telur ofbeldi og skoðanakúgun einkenna umræðuna. Hann vill finna orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar umræðuna frekar en loka henni. Þá rekur hann uppruna orðsins „afneitunarsinni“ sem hann segir til þess að gera nýtt orð. „Þegar því er til dæmis slegið inni í leitarvélina „timarit.is“ þá koma upp tvær færslur. Sú fyrri frá 1994 þegar það var notað í tímariti Máls- og menningar í tengslum við umræðu um ofsóknir gegn Gyðingum (þeir sem vilja endurskoða- eða afneita þeirri staðreynd að Gyðingar urðu fyrir ofsóknum). Í seinni færslunni í „Degi“ er það haft í umfjöllun um leikritið „Jónas týnir jólunum“, en Jónas þessi afneitaði því sem sagt að jólin væru til.“ Handhafar sannleikans Elliði segir að þeir sem vilji nota orðið „afneitunarsinnar“ í tíma og ótíma telji sig handhafa sannleikans og ekkert svigrúm sé til annarrar skoðunar: „Að þeir sem vilja nálgast málið á öðrum forsendum (svo sem með öðrum gögnum) séu á sama stað og þeir sem afneita tilvist jólanna eða helfararinnar. Þeir sem þannig tala líkjast gjarnan trúboðum. Þeir sem afneita trúnni eru trúvillingar, afneitunarsinnar.“ Elliði neitar því að vera sjálfur með orð í huga sem gæti hentað þessari mikilvægu umræðu. Helst þurfi að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hins vegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði segist ekki vita hvenær þetta orð, afneitunarsinni, hafi komið fram í þessu samhengi né hver eigi þann heiður að eiga það sem slíkt, vafasamur heiður að mati Elliða. „Nei, því miður ekki. Það er amk það nýlega að þau gögn eru ekki komin inn á timarit.is.“ Loftslagsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að orðskrípið sem hann kallar svo, „afneitunarsinni“ sé ljótt og fari alveg ógurlega í taugarnar á sér. „Það hlýtur að vera hægt að finna betra orð til að nota í mikilvægustu umræðu samtímans,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann segir „efasemdafólk“ ekkert skárra. Telur orðið til marks um skoðanakúgun „Helst þarf að finna tvö orð. Annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum,“ segir Elliði sem hefur skrifað pistil um málið á heimasíðu sína þar sem hann auglýsir eftir nýju orði. Í þann pistil má lesa að Elliði telur ofbeldi og skoðanakúgun einkenna umræðuna. Hann vill finna orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar umræðuna frekar en loka henni. Þá rekur hann uppruna orðsins „afneitunarsinni“ sem hann segir til þess að gera nýtt orð. „Þegar því er til dæmis slegið inni í leitarvélina „timarit.is“ þá koma upp tvær færslur. Sú fyrri frá 1994 þegar það var notað í tímariti Máls- og menningar í tengslum við umræðu um ofsóknir gegn Gyðingum (þeir sem vilja endurskoða- eða afneita þeirri staðreynd að Gyðingar urðu fyrir ofsóknum). Í seinni færslunni í „Degi“ er það haft í umfjöllun um leikritið „Jónas týnir jólunum“, en Jónas þessi afneitaði því sem sagt að jólin væru til.“ Handhafar sannleikans Elliði segir að þeir sem vilji nota orðið „afneitunarsinnar“ í tíma og ótíma telji sig handhafa sannleikans og ekkert svigrúm sé til annarrar skoðunar: „Að þeir sem vilja nálgast málið á öðrum forsendum (svo sem með öðrum gögnum) séu á sama stað og þeir sem afneita tilvist jólanna eða helfararinnar. Þeir sem þannig tala líkjast gjarnan trúboðum. Þeir sem afneita trúnni eru trúvillingar, afneitunarsinnar.“ Elliði neitar því að vera sjálfur með orð í huga sem gæti hentað þessari mikilvægu umræðu. Helst þurfi að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hins vegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði segist ekki vita hvenær þetta orð, afneitunarsinni, hafi komið fram í þessu samhengi né hver eigi þann heiður að eiga það sem slíkt, vafasamur heiður að mati Elliða. „Nei, því miður ekki. Það er amk það nýlega að þau gögn eru ekki komin inn á timarit.is.“
Loftslagsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira