Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2019 16:00 Frá leik með FH í sumar. vísir/daníel Stjórn Barna- og unglingaráðs (BUR) knattspyrnudeildar FH hefur sagt sig frá störfum fyrir deildina. Ágreiningurinn snýst um sex milljóna króna lán sem knattspyrnudeildin fékk frá BUR. Tvö bréf hafa verið send til foreldra iðkenda í FH vegna málsins og er tóninn í því fyrra öllu hvassari. Í því fyrra er talað um skoðanaágreining við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann félagsins, trúnaðarbrest og „óásættanleg vinnubrögð þeirra síðustu vikur,“ eins og það er orðað. Í seinna bréfinu kemur fram að aðilar málsins hafi sest niður um helgina og reynt að finna sameiginlega lausn. „Formaður FH, varaformaður FH, hluti stjórnar knattspyrnudeildar FH og fráfarandi stjórn barna og unglingaráðs hefur fundað um málið og eru að vinna sameiginlega að sátt um ágreining aðila. Allir eru staðráðnir í því að tryggja að starfið fyrir iðkendur, foreldra og þjálfara haldist óbreytt. Með von um farsæla niðurstöðu,“ segir í bréfinu. Undir það rita stjórn knattspyrnudeildar, fráfarandi stjórn BUR sem og formaður og varaformaður FH. Arnar Hjálmsson, einn þeirra sem sat í stjórn BUR, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði á formann FH, Viðar Halldórsson. „Afsögn þessara fjögurra úr BUR er vegna ágreinings um sex milljónir sem knattspyrnudeildin, sem BUR heyrir undir, vildi fá að láni. Þau voru óhress með það. En meirihluti knattspyrnudeildar samþykkti að lánið yrði veitt,“ sagði Viðar. „Fólk hefur síðan sest niður eins og sást í seinni yfirlýsingunni. Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau.“ Viðar segir að skipuð hafi verið ný stjórn BUR til bráðabirgða. Næsti aðalfundur knattspyrnudeildar er í febrúar á næsta ári. Að hans sögn eru milljónirnar sex ekki há upphæð í stóra samhengingu. „Við erum að tala um sex milljónir í félagi þar sem fjármálaleg umsvif á þessu ári voru um 1,6 milljarður. Þetta er frekar lítill hluti,“ sagði Viðar og bætti við að umsvif FH hafi verið þónokkuð mikil á þessu ári vegna byggingu knatthússins Skessunnar. „Að mínu mati urðu óþarfa læti en það er öllum heimilt að hafa sínar skoðanir og koma þeim á framfæri. Það má ekki gera lítið úr skoðunum fólks þótt allir séu ekki alltaf sammála,“ sagði Viðar að lokum. Mikil umræða hefur verið um fjárhaggskröggur meistaraflokks karla hjá FH undanfarna mánuði. Í frétt 433.is kemur fram að launakostnaður meistaraflokks karla hafi lækkað um rúmlega 20% frá því síðasta tímabili lauk. Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira
Stjórn Barna- og unglingaráðs (BUR) knattspyrnudeildar FH hefur sagt sig frá störfum fyrir deildina. Ágreiningurinn snýst um sex milljóna króna lán sem knattspyrnudeildin fékk frá BUR. Tvö bréf hafa verið send til foreldra iðkenda í FH vegna málsins og er tóninn í því fyrra öllu hvassari. Í því fyrra er talað um skoðanaágreining við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann félagsins, trúnaðarbrest og „óásættanleg vinnubrögð þeirra síðustu vikur,“ eins og það er orðað. Í seinna bréfinu kemur fram að aðilar málsins hafi sest niður um helgina og reynt að finna sameiginlega lausn. „Formaður FH, varaformaður FH, hluti stjórnar knattspyrnudeildar FH og fráfarandi stjórn barna og unglingaráðs hefur fundað um málið og eru að vinna sameiginlega að sátt um ágreining aðila. Allir eru staðráðnir í því að tryggja að starfið fyrir iðkendur, foreldra og þjálfara haldist óbreytt. Með von um farsæla niðurstöðu,“ segir í bréfinu. Undir það rita stjórn knattspyrnudeildar, fráfarandi stjórn BUR sem og formaður og varaformaður FH. Arnar Hjálmsson, einn þeirra sem sat í stjórn BUR, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði á formann FH, Viðar Halldórsson. „Afsögn þessara fjögurra úr BUR er vegna ágreinings um sex milljónir sem knattspyrnudeildin, sem BUR heyrir undir, vildi fá að láni. Þau voru óhress með það. En meirihluti knattspyrnudeildar samþykkti að lánið yrði veitt,“ sagði Viðar. „Fólk hefur síðan sest niður eins og sást í seinni yfirlýsingunni. Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau.“ Viðar segir að skipuð hafi verið ný stjórn BUR til bráðabirgða. Næsti aðalfundur knattspyrnudeildar er í febrúar á næsta ári. Að hans sögn eru milljónirnar sex ekki há upphæð í stóra samhengingu. „Við erum að tala um sex milljónir í félagi þar sem fjármálaleg umsvif á þessu ári voru um 1,6 milljarður. Þetta er frekar lítill hluti,“ sagði Viðar og bætti við að umsvif FH hafi verið þónokkuð mikil á þessu ári vegna byggingu knatthússins Skessunnar. „Að mínu mati urðu óþarfa læti en það er öllum heimilt að hafa sínar skoðanir og koma þeim á framfæri. Það má ekki gera lítið úr skoðunum fólks þótt allir séu ekki alltaf sammála,“ sagði Viðar að lokum. Mikil umræða hefur verið um fjárhaggskröggur meistaraflokks karla hjá FH undanfarna mánuði. Í frétt 433.is kemur fram að launakostnaður meistaraflokks karla hafi lækkað um rúmlega 20% frá því síðasta tímabili lauk.
Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Fleiri fréttir Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Sjá meira