Telur hættu á að ekki sé horft til heildarinnar Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Capacent metur hlutabréf Kviku banka á 12,4 krónur á hlut. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningar á næstu þremur árum vegna kaupauka starfsmanna er verðmatsgengið 11,3 krónur á hlut. Við lokun markaðar í gær var gengið 10,55 og því er verðmatið 17,5 prósent yfir markaðsgengi. „Sjálfstæði hverrar rekstrareiningar [Kviku] er mikið og kröfur um arðbærni rekstrar er mikill,“ segir í greiningu Capacent sem Markaðurinn hefur undir höndum. „Tekjur starfsmanna eru tengdar afkomu sviða og því hætta á að ekki sé horft nægilega til framtíðar og til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á heildarhagsmuni bankans. Hagmunir einstakra sviða geta því þvælst fyrir heildarhagsmunum bankans. Innanhússpólitík getur skapað vandamál í fyrirtækjum sem eru samsett úr mörgum smærri einingum,“ segir Capacent. Kvika byggir á samruna MP-banka, Straumi, Virðingar, Öldu-sjóðum og Gamma. Kvika er ekki alhliða banki heldur býður þjónustu þar sem ábatinn er mestur og nýtir með þeim hætti veikleika stóru viðskiptabankanna, segir í verðmatinu. „Ýmis þjónusta hefur verið frí hjá bönkunum eða undirverðlögð á meðan verð annarrar þjónustu er hátt.“ Greinendur Capacent segja að stóru bankarnir eigi erfitt um vik að keppa við Auði, innlánsreikninga Kviku. „Bankarnir geta ekki hækkað innlánsvexti án þess að vaxtamunur þeirra lækki sem dregur úr arðsemi þar sem vaxtamunur bankanna er notaður til að greiða niður annan fastan kostnað,“ og benda á að vaxtamunurinn sé hins vegar hrein viðbót við hagnað Kviku þar sem vaxtamunurinn stendur ekki undir öðrum kostnaði. – hvj Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Capacent metur hlutabréf Kviku banka á 12,4 krónur á hlut. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningar á næstu þremur árum vegna kaupauka starfsmanna er verðmatsgengið 11,3 krónur á hlut. Við lokun markaðar í gær var gengið 10,55 og því er verðmatið 17,5 prósent yfir markaðsgengi. „Sjálfstæði hverrar rekstrareiningar [Kviku] er mikið og kröfur um arðbærni rekstrar er mikill,“ segir í greiningu Capacent sem Markaðurinn hefur undir höndum. „Tekjur starfsmanna eru tengdar afkomu sviða og því hætta á að ekki sé horft nægilega til framtíðar og til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á heildarhagsmuni bankans. Hagmunir einstakra sviða geta því þvælst fyrir heildarhagsmunum bankans. Innanhússpólitík getur skapað vandamál í fyrirtækjum sem eru samsett úr mörgum smærri einingum,“ segir Capacent. Kvika byggir á samruna MP-banka, Straumi, Virðingar, Öldu-sjóðum og Gamma. Kvika er ekki alhliða banki heldur býður þjónustu þar sem ábatinn er mestur og nýtir með þeim hætti veikleika stóru viðskiptabankanna, segir í verðmatinu. „Ýmis þjónusta hefur verið frí hjá bönkunum eða undirverðlögð á meðan verð annarrar þjónustu er hátt.“ Greinendur Capacent segja að stóru bankarnir eigi erfitt um vik að keppa við Auði, innlánsreikninga Kviku. „Bankarnir geta ekki hækkað innlánsvexti án þess að vaxtamunur þeirra lækki sem dregur úr arðsemi þar sem vaxtamunur bankanna er notaður til að greiða niður annan fastan kostnað,“ og benda á að vaxtamunurinn sé hins vegar hrein viðbót við hagnað Kviku þar sem vaxtamunurinn stendur ekki undir öðrum kostnaði. – hvj
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira