Missti dekkið undan bílnum eftir dekkjaskipti Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 07:04 Mikilvægt að festa dekkin vel. Ökumaður varð fyrir því óláni að missa annað framdekkið undan bifreið sinni á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu hafði maðurinn nýlega farið með bílinn í dekkjaskipti en svo virðist sem eitthvað hafi misfarist þegar nagladekkin voru fest á bifreiðina. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað tjón hafi orðið á bílnum við það að missa dekkið í miðjum akstri, en bifreiðin var flutt með dráttarbifreið á næsta dekkjaverkstæði. Ökumaðurinn var auk þess heill heilsu og segist lögreglan hafa aðstoðað hann heim til sín. Lögreglan segir fjölda annarra mála hafa komið inn á sitt borð í gærkvöldi og nótt. Til að mynda segist hún hafa haft „ítrekuð afskipti“ af manni sem ráfaði inn í hús og gistiheimili í Fossvogi og lagðist þar til svefns. Maðurinn á að hafa verið í nokkuð annarlegu ástandi og segist lögreglan hafa flutt hann í fangaklefa þar sem maðurinn hefur dvalið í nótt. Tvö innbrot voru jafnframt framin í miðborginni í nótt, annars vegar var brotist inn í fyrirtæki og hins vegar heimili. Ekki er vitað hverju var stolið í báðum tilfellum en öryggisvörður segist hafa séð tvo menn hlaupa frá heimilinu. Grunur leikur á að þar hafi innbrotsþjófarnir verið þar á ferð og er þeirra nú leitað. Aukinheldur var tilkynnt um tvö þjófnaðarmál í Breiðholti í gærkvöldi. Þannig er unglingur sagður hafa leyft ókunnugum mönnum að nota farsímann sinn, sem fór ekki betur en svo að þeir hlupu á brott eftir að hafa fengið símann í hendurnar. Lögreglumenn höfðu hendur í hári þjófanna síðar, í tengslum við annað mál að sögn lögreglu. Tveir menn eru jafnframt sagðir hafa veist að þeim þriðja á göngustíg í Breiðholti og krafist úlpu, peninga og síma. Maðurinn náði að komast undan án þess að afhenda eigur sínar að sögn lögreglu, sem segist jafnframt hafa fundið árásarmennina síðar um kvöldið. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Ökumaður varð fyrir því óláni að missa annað framdekkið undan bifreið sinni á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu hafði maðurinn nýlega farið með bílinn í dekkjaskipti en svo virðist sem eitthvað hafi misfarist þegar nagladekkin voru fest á bifreiðina. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað tjón hafi orðið á bílnum við það að missa dekkið í miðjum akstri, en bifreiðin var flutt með dráttarbifreið á næsta dekkjaverkstæði. Ökumaðurinn var auk þess heill heilsu og segist lögreglan hafa aðstoðað hann heim til sín. Lögreglan segir fjölda annarra mála hafa komið inn á sitt borð í gærkvöldi og nótt. Til að mynda segist hún hafa haft „ítrekuð afskipti“ af manni sem ráfaði inn í hús og gistiheimili í Fossvogi og lagðist þar til svefns. Maðurinn á að hafa verið í nokkuð annarlegu ástandi og segist lögreglan hafa flutt hann í fangaklefa þar sem maðurinn hefur dvalið í nótt. Tvö innbrot voru jafnframt framin í miðborginni í nótt, annars vegar var brotist inn í fyrirtæki og hins vegar heimili. Ekki er vitað hverju var stolið í báðum tilfellum en öryggisvörður segist hafa séð tvo menn hlaupa frá heimilinu. Grunur leikur á að þar hafi innbrotsþjófarnir verið þar á ferð og er þeirra nú leitað. Aukinheldur var tilkynnt um tvö þjófnaðarmál í Breiðholti í gærkvöldi. Þannig er unglingur sagður hafa leyft ókunnugum mönnum að nota farsímann sinn, sem fór ekki betur en svo að þeir hlupu á brott eftir að hafa fengið símann í hendurnar. Lögreglumenn höfðu hendur í hári þjófanna síðar, í tengslum við annað mál að sögn lögreglu. Tveir menn eru jafnframt sagðir hafa veist að þeim þriðja á göngustíg í Breiðholti og krafist úlpu, peninga og síma. Maðurinn náði að komast undan án þess að afhenda eigur sínar að sögn lögreglu, sem segist jafnframt hafa fundið árásarmennina síðar um kvöldið.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira