Börn höfð með í ráðum með markvissari hætti Hrund Þórsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 12:01 Börn í Kópavogi taka virkan þátt í hátíðahöldum þar í bæ í dag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Jóhann K. Haldið er upp á afmæli Barnasáttmálans með pompi og prakt í Kópavogi í dag og tekur stór hluti barna bæjarins þátt í viðamikilli dagskrá í Menningarhúsum hans. Í fyrradag skrifuðu félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi undir samstarfssamning um að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann með stuðningi frá ráðuneytinu. Akureyri og Kópavogur hafa þegar hafið innleiðingu og segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, að innleiðingin snúist um að horfa með skýrari hætti til barna í störfum sveitarfélagsins. „Við horfum til þess að hafa þau með í þátttöku varðandi ýmislegt sem við erum að bardúsa í bænum, auka lýðræðisvitund þeirra og skapa þeim grundvöll til að hafa enn meiri áhrif. Þetta snýst líka um að tryggja jafnrétti meðal barnanna þannig að öll börn geti fengið að njóta sín og enginn sé skilinn útundan. Við gerum þetta allt með markvissum hætti og munum líka mæla árangur þess sem við erum að gera með innleiðingu sáttmálans,“ segir Ármann. Ármann segir innleiðinguna strax skila árangri, þannig hafi börn til dæmis verið höfð með í ráðum við ákvarðanatöku um endurbyggingu Kársnesskóla. „Við erum líka að spyrja börnin meira út í skipulagsmálin og svo erum við, eins og mörg önnur bæjarfélög, með ungmennaráð. Bæjarstjórnin hittir ráðið og við höfum það líka með í gerð fjárhagsáætlunar. Við erum á þessari vegferð og þetta vinnur allt saman.“ Ýmislegt er um að vera í tilefni dagsins. Þannig munu samtökin Barnaheill- Save the Children á Íslandi, til að mynda afhenda árlega viðurkenningu sína í dag. Einnig fá skólar og frístundaheimili í Vesturbænum auk félagsmiðstöðvarinnar Frosta, viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem Réttindaskólar og Réttindafrístund UNICEF og verður Vesturbær Reykjavíkur þannig fyrsta réttindahverfi landsins. Ármann segir að innleiða hefði átt Barnasáttmálann miklu fyrr, það sé þó aldrei of seint. „Ég held að mörg sveitarfélög séu að virkja börn meira en gert hefur verið, hvort sem þau eru búin að innleiða sáttmálann eða ekki en hann er góður vegvísir og hjálpar okkur að meta verk okkar frá einu ári til annars.“ Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Haldið er upp á afmæli Barnasáttmálans með pompi og prakt í Kópavogi í dag og tekur stór hluti barna bæjarins þátt í viðamikilli dagskrá í Menningarhúsum hans. Í fyrradag skrifuðu félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi undir samstarfssamning um að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann með stuðningi frá ráðuneytinu. Akureyri og Kópavogur hafa þegar hafið innleiðingu og segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, að innleiðingin snúist um að horfa með skýrari hætti til barna í störfum sveitarfélagsins. „Við horfum til þess að hafa þau með í þátttöku varðandi ýmislegt sem við erum að bardúsa í bænum, auka lýðræðisvitund þeirra og skapa þeim grundvöll til að hafa enn meiri áhrif. Þetta snýst líka um að tryggja jafnrétti meðal barnanna þannig að öll börn geti fengið að njóta sín og enginn sé skilinn útundan. Við gerum þetta allt með markvissum hætti og munum líka mæla árangur þess sem við erum að gera með innleiðingu sáttmálans,“ segir Ármann. Ármann segir innleiðinguna strax skila árangri, þannig hafi börn til dæmis verið höfð með í ráðum við ákvarðanatöku um endurbyggingu Kársnesskóla. „Við erum líka að spyrja börnin meira út í skipulagsmálin og svo erum við, eins og mörg önnur bæjarfélög, með ungmennaráð. Bæjarstjórnin hittir ráðið og við höfum það líka með í gerð fjárhagsáætlunar. Við erum á þessari vegferð og þetta vinnur allt saman.“ Ýmislegt er um að vera í tilefni dagsins. Þannig munu samtökin Barnaheill- Save the Children á Íslandi, til að mynda afhenda árlega viðurkenningu sína í dag. Einnig fá skólar og frístundaheimili í Vesturbænum auk félagsmiðstöðvarinnar Frosta, viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem Réttindaskólar og Réttindafrístund UNICEF og verður Vesturbær Reykjavíkur þannig fyrsta réttindahverfi landsins. Ármann segir að innleiða hefði átt Barnasáttmálann miklu fyrr, það sé þó aldrei of seint. „Ég held að mörg sveitarfélög séu að virkja börn meira en gert hefur verið, hvort sem þau eru búin að innleiða sáttmálann eða ekki en hann er góður vegvísir og hjálpar okkur að meta verk okkar frá einu ári til annars.“
Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira