Seinni bylgjan: Skot upp á tíu
Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, skoraði sigurmarkið með skot yfir allan völlinn í þann mund sem leiktíminn rann út. Lonac skoraði ekki bara sigurmarkið heldur varði hún 17 skot.
„KA/Þór er gríðarlega heppið með þennan markvörð. Hún hefur verið góð í síðustu leikjum og er lykilinn að því að þær hafa hirt þessi stig,“ sagði Halldór Sigfússon í Seinni bylgjunni á mánudaginn.
Ágúst Jóhannsson tók í sama streng og hrósaði Lonac fyrir frammistöðuna á tímabilinu.
„Hún hefur verið mjög vaxandi í vetur. Hún hefur varið vel og er fljót að koma boltanum í leik. Þetta skot er svo hreint og gott. Skotið er algjörlega upp á tíu,“ sagði Ágúst.
Umræðuna um leik KA/Þórs og Stjörnunnar og alla leikina í 9. umferð Olís-deildar kvenna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Vel útfærð lokasókn FH-inga
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru hrifnir af leikkerfinu sem Sigursteinn Arndal teiknaði upp fyrir lokasókn FH gegn Stjörnunni.

Sara skaut HK í kaf
Haukar voru allan tímann með frumkvæðið gegn HK og unnu á endanum sex marka sigur, 29-23.

Sjáðu ótrúlegt sigurmark KA/Þórs
KA/Þór vann sigur á Stjörnunni í Olísdeild kvenna með svakalegu lokamarki yfir allan völlinn.

Dramatískt sigurmark á Akureyri
KA/Þór vann sterkan sigur á Stjörnunni í Olísdeild kvenna í handbolta í æsispennandi leik á Akureyri.

Seinni bylgjan: Hláturskast vegna Framsóknarpeysu Gústa
Uppátæki Ágústs Jóhannssonar í Seinni bylgjunni vakti mikla kátínu.

Seinni bylgjan: Hin mörgu svipbrigði Gríms
Þjálfari Selfoss bauð upp á mikil og skemmtileg svipbrigði í viðtali eftir leikinn gegn Fram.

Seinni bylgjan: Valsmenn geta farið alla leið
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja að Valsmenn geti farið langt á Áskorendabikar Evrópu.

Valur seig fram úr undir lokin
Valur vann átta marka sigur á Aftureldingu, 19-27, í lokaleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna.

Leik lokið: ÍBV - Fram 23-24 | Framarar sluppu með sigur
Steinunn Björnsdóttir tryggði Fram sigur á ÍBV í Eyjum í Olís-deild kvenna.