Kristianstad vann stórsigur á Varberg, 31-23, er liðin mættust í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Það var ljóst frá upphafi í hvað stefndi en heimamenn í Kristianstad voru 19-9 yfir í hálfleik.
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var góður í kvöld en hann skoraði sjö mörk. Ólafur Andrés Guðmundsson bætti við þremur mörkum.
Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Savehof unnu sigur á Hallby í spennuleik, 30-29. Sigurmarkið kom rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok.
Kristianstad er komið upp að hlið Ystads í fjórða til fimmta sæti deildarinnar en Savehof er í 6. sætinu.
Heitur Teitur í stórsigri Kristianstad
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti


Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn



Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
