Niðurstaðan virðist þó ekki hafa komið starfsmönnum SpaceX á óvart en talsmaður fyrirtækisins sagði tilgang tilraunarinnar vera að kanna hve mikinn þrýsting geimfarið þyldi. Hann sagði engan hafa sakað og að atvikið myndi ekki koma verulega niður á áætlunum SpaceX.
Greiningaraðilum þykir síðasta staðhæfingin þó hæpin þar sem áætlanir SpaceX þóttu undarlegar fyrir.
Hér má sjá atvikið í gær.
RIP Starship Mk1. @LabPadre stream:https://t.co/CwiHPUf7D3pic.twitter.com/SckLfdIhw3
— Chris B - NSF (@NASASpaceflight) November 20, 2019
Hér má sjá frétt frá september 2017 um ætlanir SpaceX að senda menn til Mars árið 2024.
Starfsmenn SpaceX eru þó þegar byrjaðir á smíði annarrar útgáfu geimfarsins sem nefnist Starship Mk2. Elon Musk, stofnandi og eigandi SpaceX, sagði á Twitter í gær að vel kæmi til greina að sleppa alfarið að skjóta frumgerðinni og annarri kynslóð Starship á loft og notast þess í stað bara við þriðju kynslóðina.