Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 15:59 Fiona Hill. AP/Alex Brandon Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Það gerði hún vegna samsæriskenningar um að það hafi verið Úkraína sem hafði afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Hún sagði ásakanir um að Úkraínumenn hafi haft kerfisbundin afskipti af forsetakosningunum 2016 væru „skáldskapur“. Hún sagði útsendara öryggisstofnanna Rússlands hafa haft afskipti af kosningunum og þeir sömu útsendarar hefðu samið þennan skáldskap. Hill var aðstoðarkona John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Hún ítrekaði að hún hefði starfað í þremur ríkisstjórnum og aðhylltist ekki pólitík. „Ég vil biðja ykkur um að vinsamlegast dreifa ekki pólitískum lygum, sem eru greinilega í hag Rússa,“ sagði Hill og beindi orðum sínum að þingmönnum Repúblikanaflokksins.Málið snýr að einni af tveimur rannsóknum sem Trump vildi að Volodymir Zelensky, forseti Úkraínu, tilkynnti opinberlega að Úkraínumenn ætluðu að framkvæma. Hún tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Vitni sem koma að málefnum Úkraínu og unnu með Sondland segja Giuliani hafa kynnt Trump fyrir samsæriskenningunni og hann hafi sömuleiðis mótað slæma skoðun forsetans á Úkraínu. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir ánægju sinni með að enginn væri lengur að tala um afskipti Rússa af kosningunum 2016. „Guði sé lof. Enginn er að saka okkur um afskipti af kosningum í Bandaríkjunum lengur. Nú eru þeir að ásaka Úkraínu,“ sagði Pútín á ráðstefnu í Moskvu í gær. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15 Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Það gerði hún vegna samsæriskenningar um að það hafi verið Úkraína sem hafði afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Hún sagði ásakanir um að Úkraínumenn hafi haft kerfisbundin afskipti af forsetakosningunum 2016 væru „skáldskapur“. Hún sagði útsendara öryggisstofnanna Rússlands hafa haft afskipti af kosningunum og þeir sömu útsendarar hefðu samið þennan skáldskap. Hill var aðstoðarkona John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump. Hún ítrekaði að hún hefði starfað í þremur ríkisstjórnum og aðhylltist ekki pólitík. „Ég vil biðja ykkur um að vinsamlegast dreifa ekki pólitískum lygum, sem eru greinilega í hag Rússa,“ sagði Hill og beindi orðum sínum að þingmönnum Repúblikanaflokksins.Málið snýr að einni af tveimur rannsóknum sem Trump vildi að Volodymir Zelensky, forseti Úkraínu, tilkynnti opinberlega að Úkraínumenn ætluðu að framkvæma. Hún tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Vitni sem koma að málefnum Úkraínu og unnu með Sondland segja Giuliani hafa kynnt Trump fyrir samsæriskenningunni og hann hafi sömuleiðis mótað slæma skoðun forsetans á Úkraínu. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir ánægju sinni með að enginn væri lengur að tala um afskipti Rússa af kosningunum 2016. „Guði sé lof. Enginn er að saka okkur um afskipti af kosningum í Bandaríkjunum lengur. Nú eru þeir að ásaka Úkraínu,“ sagði Pútín á ráðstefnu í Moskvu í gær.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Rússland Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15 Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14
Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15
Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23
Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30