Glæsilegt tveggja daga barnaþing sett í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2019 20:00 Forseti Íslands sagði börnum á barnaþingi í dag að mikilvægt væri að setja sér markmið en vera reiðubúinn að endurskoða þau. Sjálfur hafi hann ætlað að verða atvinnumaður í handbolta en endað sem forseti. Umboðsmaður barna hefur hóp ungmenna í hópi ráðgjafa sem koma að undirbúningi og þinghaldi barnaþings. Þeirra á meðal eru Vigdís Sóley Vignisdóttir nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Eiður Axelsson nemandi í Sæmundarskóla.Hvað er Barnaþing?„Það er staður þar sem börn koma saman og segja skoðanir sínar um ákveðin málefni. Fullorðnir eru þar líka, sem hafa völd, til að hlusta og gera eitthvað úr málunum,“ segir Vigdís Sóley.Eykur þetta áhuga barna og ungmenna á að taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni?„Ég vona það. Vona líka að við fáum nýliðun í ráðgjafahópinn til að taka þátt í þessu rosalega skemmtilega sem við gerum svona á hverjum degi,“ segir Eiður. Fyrsta barnaþing á Íslandi sem stendur í tvo daga var sett í Hörpu í dag að viðstöddum forseta Íslands, sjö ráðherrum, forseta Alþingis og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og verndara barnaþings. Og það voru margir þingfulltrúar sem vildu heilsa upp á hana, fyrsta lýðræðilega kosnu konuna í forsetastóli.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/EinarSalvör Nordal umboðsmðaur barna segir börn í sjötta til tíunda bekk alls staðar að af landinu sækja þingið.Hvað er stóra verkefnið sem bíður þeirra?„Þau fá mjög opna spurningu í fyrramálið. Setjast hérna við borð og ræða saman. Þau raunverulega ráða því hvaða mál verða sett á dagskrá og hvað er mikilvægast fyrir þau að ræða,“ segir Salvör. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í léttu spjalli við nokkra ráðgjafa þingsins að eitt mikilvægasta verkefni skólanna væri að efla sjálfstraust nemenda. Sjálfur hafi hann verið feiminn í æsku „En ég get sagt við ykkur hin. Þið eigið að setja ykkur markmið. Þið eigið að þora,“ sagði Guðni. Og þegar hann var spurður hvort hann hafi átt sér þann draum sem barn að verða forseti svaraði forsetinn: „Ekki sem barn og ekki heldur sem fullorðinn,“ og uppskar mikinn hlátur þinggesta. Hann hafi ætlað að verða atvinnumaður í handbolta eins og bróðir hans Patrekur. „Þannig að munið eftir því sem ég var að segja um að setja sér markmið. Maður þarf líka að endurskoða markmiðin,“ sagði forseti Íslands.Ráðherrar gerðu sér ferð á Barnaþing í dag.Vísir/EinarGlatt á hjalla í Hörpu.Vísir/Einar Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Forseti Íslands sagði börnum á barnaþingi í dag að mikilvægt væri að setja sér markmið en vera reiðubúinn að endurskoða þau. Sjálfur hafi hann ætlað að verða atvinnumaður í handbolta en endað sem forseti. Umboðsmaður barna hefur hóp ungmenna í hópi ráðgjafa sem koma að undirbúningi og þinghaldi barnaþings. Þeirra á meðal eru Vigdís Sóley Vignisdóttir nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Eiður Axelsson nemandi í Sæmundarskóla.Hvað er Barnaþing?„Það er staður þar sem börn koma saman og segja skoðanir sínar um ákveðin málefni. Fullorðnir eru þar líka, sem hafa völd, til að hlusta og gera eitthvað úr málunum,“ segir Vigdís Sóley.Eykur þetta áhuga barna og ungmenna á að taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni?„Ég vona það. Vona líka að við fáum nýliðun í ráðgjafahópinn til að taka þátt í þessu rosalega skemmtilega sem við gerum svona á hverjum degi,“ segir Eiður. Fyrsta barnaþing á Íslandi sem stendur í tvo daga var sett í Hörpu í dag að viðstöddum forseta Íslands, sjö ráðherrum, forseta Alþingis og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og verndara barnaþings. Og það voru margir þingfulltrúar sem vildu heilsa upp á hana, fyrsta lýðræðilega kosnu konuna í forsetastóli.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/EinarSalvör Nordal umboðsmðaur barna segir börn í sjötta til tíunda bekk alls staðar að af landinu sækja þingið.Hvað er stóra verkefnið sem bíður þeirra?„Þau fá mjög opna spurningu í fyrramálið. Setjast hérna við borð og ræða saman. Þau raunverulega ráða því hvaða mál verða sett á dagskrá og hvað er mikilvægast fyrir þau að ræða,“ segir Salvör. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í léttu spjalli við nokkra ráðgjafa þingsins að eitt mikilvægasta verkefni skólanna væri að efla sjálfstraust nemenda. Sjálfur hafi hann verið feiminn í æsku „En ég get sagt við ykkur hin. Þið eigið að setja ykkur markmið. Þið eigið að þora,“ sagði Guðni. Og þegar hann var spurður hvort hann hafi átt sér þann draum sem barn að verða forseti svaraði forsetinn: „Ekki sem barn og ekki heldur sem fullorðinn,“ og uppskar mikinn hlátur þinggesta. Hann hafi ætlað að verða atvinnumaður í handbolta eins og bróðir hans Patrekur. „Þannig að munið eftir því sem ég var að segja um að setja sér markmið. Maður þarf líka að endurskoða markmiðin,“ sagði forseti Íslands.Ráðherrar gerðu sér ferð á Barnaþing í dag.Vísir/EinarGlatt á hjalla í Hörpu.Vísir/Einar
Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent