Pétur Rúnar: Vorum fullgóðir með okkur Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 21. nóvember 2019 21:51 Pétur í leik með Stólunum. vísir/daníel Pétur Rúnar Birgisson var sáttur eftir að Tindastóll sigraði Fjölni í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn fór 88-100 en var miklu jafnari en sú staða gefur til kynna. Fjölnismenn komu brjálaðir út úr hálfleiknum og voru ekki langt frá því á tímabili að komast yfir gestina sem leiddu með 22 stigum eftir 20 mínútur. „Ég held að við vorum fullgóðir með okkur í seinni hálfleiknum. Förum aðeins of mikið á hælana og höldum að þetta sé búið,“ sagði Pétur um áhlaup Fjölnis eftir hálfleikshléið. Heimamenn fór í svæðisvörn og skoruðu 29 stig gegn 11 stigum hjá Tindastóli í þriðja leikhluta. „Við erum að fá góð skot, setjum þau bara ekki niður. Þá fá þeir löng fráköst og fara í hraðaupphlaup og ná að laga stöðuna,“ sagði leikstjórnandinn knái frá Sauðárkróki. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Tindastólsmenn koma linir út úr búningsklefanum í hálfleik og þá enduðu þeir á því að tapa gegn Val. Pétur Rúnar þóttist fullviss um að engir af liðsfélögum hans voru að hugsa út í þann leik og allir hafi haldið einbeitingu þrátt fyrir slakan leikhluta. Þjálfarinn þeirra, Baldur Þór, skipti þar miklu máli. „Baldur Þór er alltaf með sama hugarfar. Ein leikflétta í einu.“ Pétur gengst við því að hans menn megi þó ekki við svona leikhlutum. „Þetta er í annað skiptið sem við gerum þetta í hálfleik, að koma inn á með hangandi haus. En, körfubolti er leikur áhlaupa! Það var okkar að vera sterkir í lokin.“ Tindastólsmenn voru það vissulega í kvöld, enda kláruðu þeir leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann með átta stigum. Þá hafa þeir unnið KR og Fjölni í tveimur ferðum til Reykjavíkur. Þeir héldu því heim norður um heiðar eftir aðra vel heppnaða ránsferð í höfuðborgina. Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira
Pétur Rúnar Birgisson var sáttur eftir að Tindastóll sigraði Fjölni í Dalhúsum í kvöld. Leikurinn fór 88-100 en var miklu jafnari en sú staða gefur til kynna. Fjölnismenn komu brjálaðir út úr hálfleiknum og voru ekki langt frá því á tímabili að komast yfir gestina sem leiddu með 22 stigum eftir 20 mínútur. „Ég held að við vorum fullgóðir með okkur í seinni hálfleiknum. Förum aðeins of mikið á hælana og höldum að þetta sé búið,“ sagði Pétur um áhlaup Fjölnis eftir hálfleikshléið. Heimamenn fór í svæðisvörn og skoruðu 29 stig gegn 11 stigum hjá Tindastóli í þriðja leikhluta. „Við erum að fá góð skot, setjum þau bara ekki niður. Þá fá þeir löng fráköst og fara í hraðaupphlaup og ná að laga stöðuna,“ sagði leikstjórnandinn knái frá Sauðárkróki. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að Tindastólsmenn koma linir út úr búningsklefanum í hálfleik og þá enduðu þeir á því að tapa gegn Val. Pétur Rúnar þóttist fullviss um að engir af liðsfélögum hans voru að hugsa út í þann leik og allir hafi haldið einbeitingu þrátt fyrir slakan leikhluta. Þjálfarinn þeirra, Baldur Þór, skipti þar miklu máli. „Baldur Þór er alltaf með sama hugarfar. Ein leikflétta í einu.“ Pétur gengst við því að hans menn megi þó ekki við svona leikhlutum. „Þetta er í annað skiptið sem við gerum þetta í hálfleik, að koma inn á með hangandi haus. En, körfubolti er leikur áhlaupa! Það var okkar að vera sterkir í lokin.“ Tindastólsmenn voru það vissulega í kvöld, enda kláruðu þeir leikinn með því að vinna fjórða leikhlutann með átta stigum. Þá hafa þeir unnið KR og Fjölni í tveimur ferðum til Reykjavíkur. Þeir héldu því heim norður um heiðar eftir aðra vel heppnaða ránsferð í höfuðborgina.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira