Vígamenn mala gull í Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2019 14:15 Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Vísir/Getty Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. Þannig gætu hryðjuverkasamtök náð sér í miklar tekjur til að öðlast nýja meðlimi og vopn.Umfangsmikil rannsókn blaðamanna Reuters varpar meira ljósi á umsvifa vígahópanna á svæðinu og þá sérstaklega í Búrkína Fasó. Þar hafa hundruð dáið í árásum vígamanna. Þar á meðal 39 námuverkamenn í nýlegri árás. Sömuleiðis hafa verið tilkynntar fjölmargar árásir og mannrán sem tengjast gullnámugreftri. Yfirvöld þar í landi framkvæmdu í fyrra óformlega rannsókn byggða á gervihnattarmyndum sem sýndi að um 2.200 óskráðar gullnámur voru starfræktar í Búrkína Fasó. Um helmingur þeirra er í minna en 25 kílómetra fjarlægð frá stöðum þar sem vígamenn hafa gert árásir. Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Blaðamenn Reuters vörpuðu ljósi á það fyrr á árinu að gull þetta er að miklu leyti flutt úr landi í gegnum Mið-Austurlönd.Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Blaðamenn Reuters ræddu við íbúa bæjarins Pama, sem liggur við jaðar stórs verndarsvæðis. Þar hefur íbúum lengi verið meinað að stunda námugröft vegna verndarsvæðisins, þar sem dýralíf er mikið. Um mitt síðasta ár breyttist það hins vegar þegar fjölmargir og þungvopnaðir vígamenn streymdu inn á svæðið á mótorhjólum og pallbílum. Hermenn og skógarverðir flúðu. Vígamennirnir tilkynntu íbúum svo að þeim væri frjálst að stunda námugröft með ákveðnum skilyrðum. Stundum fóru vígamennirnir fram á hlut þess gulls sem var grafið upp og stundum keyptu þeir það. Greining Reuters sýnir að yfirráðasvæði vígamanna í Búrkína Fasó inniheldur einhverjar ríkustu gullnámur landsins, þó ómögulegt sé að staðhæfa að vígamenn stjórni þeim námum með beinum hætti. Oumarou Idani, námuráðherra landsins, sagði í maí vígamenn hefðu tekið yfir stjórn einhverra náma. Herinn greip svo til aðgerða gegn vígamönnum og ráku þá frá svæðinu. Árásum þeirra fækkaði um tíma en fjöldi þeirra hefur nú jafnast út aftur. William Linder, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Vestur-Afríku, sem rekur nú ráðgjafaþjónustu, segir að nauðsynlegt sé að stöðva vígamenn á svæðinu. Annars muni ástandið á Sahel-svæðinu einungis versna til muna og vígamönnum vaxa ásmegin. Ousseni Compaore, öryggisráðherra, segir ríkisstjórnir ríkja á svæðinu vera meðvitaðar um ástandið og þær vinni saman til að sporna gegn þessari þróun. Búrkína Fasó Tengdar fréttir 37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Al-Qaeda, Íslamska ríkið og önnur hryðjuverkasamtök hafa að undanförnu dreift úr sér í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir sérfræðingar hafa sérstaklega varað við því að hryðjuverkasamtök nái stjórn á gullnámum á Sahel-svæðinu. Þannig gætu hryðjuverkasamtök náð sér í miklar tekjur til að öðlast nýja meðlimi og vopn.Umfangsmikil rannsókn blaðamanna Reuters varpar meira ljósi á umsvifa vígahópanna á svæðinu og þá sérstaklega í Búrkína Fasó. Þar hafa hundruð dáið í árásum vígamanna. Þar á meðal 39 námuverkamenn í nýlegri árás. Sömuleiðis hafa verið tilkynntar fjölmargar árásir og mannrán sem tengjast gullnámugreftri. Yfirvöld þar í landi framkvæmdu í fyrra óformlega rannsókn byggða á gervihnattarmyndum sem sýndi að um 2.200 óskráðar gullnámur voru starfræktar í Búrkína Fasó. Um helmingur þeirra er í minna en 25 kílómetra fjarlægð frá stöðum þar sem vígamenn hafa gert árásir. Í Búrkína Fasó, Malí og Níger er áætlað að svarti markaðurinn með gull velti um tveimur milljörðum dala á ári. Blaðamenn Reuters vörpuðu ljósi á það fyrr á árinu að gull þetta er að miklu leyti flutt úr landi í gegnum Mið-Austurlönd.Sahel-svæðið svokallaða er þurrt svæði suður af Shara-eyðimörkinni. Blaðamenn Reuters ræddu við íbúa bæjarins Pama, sem liggur við jaðar stórs verndarsvæðis. Þar hefur íbúum lengi verið meinað að stunda námugröft vegna verndarsvæðisins, þar sem dýralíf er mikið. Um mitt síðasta ár breyttist það hins vegar þegar fjölmargir og þungvopnaðir vígamenn streymdu inn á svæðið á mótorhjólum og pallbílum. Hermenn og skógarverðir flúðu. Vígamennirnir tilkynntu íbúum svo að þeim væri frjálst að stunda námugröft með ákveðnum skilyrðum. Stundum fóru vígamennirnir fram á hlut þess gulls sem var grafið upp og stundum keyptu þeir það. Greining Reuters sýnir að yfirráðasvæði vígamanna í Búrkína Fasó inniheldur einhverjar ríkustu gullnámur landsins, þó ómögulegt sé að staðhæfa að vígamenn stjórni þeim námum með beinum hætti. Oumarou Idani, námuráðherra landsins, sagði í maí vígamenn hefðu tekið yfir stjórn einhverra náma. Herinn greip svo til aðgerða gegn vígamönnum og ráku þá frá svæðinu. Árásum þeirra fækkaði um tíma en fjöldi þeirra hefur nú jafnast út aftur. William Linder, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna í Vestur-Afríku, sem rekur nú ráðgjafaþjónustu, segir að nauðsynlegt sé að stöðva vígamenn á svæðinu. Annars muni ástandið á Sahel-svæðinu einungis versna til muna og vígamönnum vaxa ásmegin. Ousseni Compaore, öryggisráðherra, segir ríkisstjórnir ríkja á svæðinu vera meðvitaðar um ástandið og þær vinni saman til að sporna gegn þessari þróun.
Búrkína Fasó Tengdar fréttir 37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
37 látnir eftir árás á starfsmenn kanadísks námafyrirtækis í Búrkína Fasó Árásin er sú mannskæðasta í landinu í fimm ár en hún var gerð á rútur fyrirtækisins Semafo um 40 kílómetrum frá gullnámu í Boungou. 7. nóvember 2019 09:36